Góður gangur hefur verið í viðræðunum undanfarna daga og bjartsýni ríkir um að hægt verði að leggja grunn að allsherjar samkomulagi fyrir ríkisstjórn áður en vikan er liðin.
Þá er reiknað með að stjórnvöld kynni hvað þau eru reiðubúin að gera til að tryggja frið á vinnumarkaði næstu fjögur árin.
Verslunarmenn hafa fundað í sínum röðum í dag til að undirbúa áframhaldandi viðræður við Samtök atvinnulífsins.