Sport

Táningur sigraðist á veikindum og setti nýtt heims­met

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Christopher Morales Williams fagnar heimsmetinu sínu.
Christopher Morales Williams fagnar heimsmetinu sínu. @ugatrack

Kanadamaðurinn Cristopher Morales Williams sló heimsmetið í 400 metra hlaupi á háskólamóti í Arkansas um helgina.

Williams kom í mark á 44,49 sekúndum en heimsmetið var 44,57 sekúndur og sett af Bandaríkjamanninum Kerron Clement árið 2005 á sömu braut. Þá var Williams ekki búinn að halda upp á eins árs afmælið sitt.

Williams hljóp líka hraðar en Bandaríkjamaðurinn Michael Norman sem hljóp 400 metrana á 44,52 sekúndum árið 2018 en náði ekki að fá það met staðfest.

Þetta nýja met þarf einnig að fá staðfestingu frá Alþjóða frjálsíþróttasambandinu.

Williams er fæddur í ágúst 2004 og hann því enn bara nítján ára gamall.

„Heimsmet. Það er eitthvað sem maður bjóst ekki við en það gerðist. Ég var með það sem markmið en bara í framtíðinni því ég bjóst ekki við að bæta það núna,“ sagði Williams við CNN eftir hlaupið.

Williams var ekki viss um það hvort hann gæti hreinlega keppt seinna um daginn þegar hann vaknaði veikur. Hann harkaði hins vegar af sér og mætti klár í höllina seinna daginn.

„Ég var veikur í morgun. Mér leið ekkert allt of vel og var ælandi. Ég held að það hafi bara fengið mikið til að gefa aðeins meira í þetta,“ sagði Williams.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×