Kvikumagn nærri átta milljón rúmmetrum og líkur á gosi að aukast Lovísa Arnardóttir skrifar 26. febrúar 2024 16:35 Frá eldgosi við Grindavík fyrr á árinu. Vísir/RAX Veðurstofan hefur uppfært hættumat sitt fyrir umbrotssvæðin við Svartsengi og Grindavík. Kvikumagn nálgast nú sömu mörk og í aðdraganda síðustu gosa. Jarðskjálftavirkni jókst um helgina. „Eldgos gæti hafist með mjög stuttum fyrirvara, jafnvel innan við 30 mínútur,“ segir í nýrri frétt á vef Veðurstofunnar. Þar kemur einnig fram að líklegast sé að gos komi upp á svæðinu milli Stóra-Skógfells og Hagafells Í frétt Veðurstofunnar segir að mögulegt sé að kvikuhlaup fari af stað án þess að til eldgoss komi. Nýjustu líkanreikningar Veðurstofunnar sýna nú að um 7.6 milljónir rúmmetra af kviku hafa safnast fyrir undir Svartsengi. Ef horft sé til aðdraganda fyrri eldgosa á Sundhnúksgígaröðinni aukist líkur á eldgosi þegar magnið hefur náð 8 til 13 milljón rúmmetrum. „Ef kvikusöfnun heldur áfram með sama hætti nást neðri mörk á morgun,“ segir í fréttinni. Þá kemur fram að skjálftavirkni hafi aukist örlítið um helgina og að mesta virknin hafi verið rétt austan við Sýlingarfell. Staðsetning skjálftavirkninnar er sögð á þeim slóðum þar sem talið er að austurendi kvikuinnskotsins undir Svartsengi liggi. Það sé sambærilegt þeirri skjálftavirkni sem sést hefur dagana fyrir eldgos. Uppfært hættumat Í ljósi þessa hefur Veðurstofan uppfært hættumat fyrir umbrotasvæðin. Auknar líkur á eldgosi og þar með eldgosavá því tengdu hefur áhrif á hættumatið. Hættustig hefur verið aukið á nokkrum svæðum. Óbreyttur litur er á svæði 4 – Grindavík – en engu að síður er aukin hætta innan þess svæðis vegna mögulegs hraunflæðis. Sama gildir um svæði 1 – Svartsengi. Nýtt hættumat þann 26.2.2024Veðurstofan Engar verulegar landbreytingar sjást innan Grindavíkur á GPS eða gervihnattagögnum. En líklegt er að nýjar sprungur komi í ljós á yfirborði þegar snjór bráðnar eða þegar jarðvegur hreyfist vegna úrkomu og fellur ofan í sprungur sem þegar hafa myndast. Líklegar sviðsmyndir Þá kemur fram að það sé áfram mat vísindamanna að ef til eldgoss kemur sé líklegast að kvikan leiti frá Svartsengi yfir í Sundhnúksgígaröðina og að gos komi upp á svæðinu milli Stóra-Skógfells og Hagafells. Merki um að kvika sé að brjóta sér leið upp til yfirborðs mun þá koma fram í skyndilegri, staðbundinni og ákafri smáskjálftavirkni. Ef horft sé til fyrri eldgosa á svæðinu gæti eldgos hafist með litlum fyrirvara, innan við 30 mínútur, allt eftir því hvar á Sundhnúksgígaröðinni kvika kemur upp. Eldgos milli Sýlingarfells og Stóra-Skógfells – Líkt og 18. desember 2023 og 8. febrúar 2024 Aðdragandi: Skyndileg, staðbundin og áköf smáskjálftavirkni. Aflögun yfir kvikuganginum. Mjög stuttur fyrirvari (innan við 30 mínútur) þar sem kvika á auðvelda leið til yfirborðs vegna fyrri umbrota. Hraun nær að Grindavíkurvegi innan við 4 klst. Eldgos við Hagafell – Líkt og 14. janúar 2024 Aðdragandi: Smáskjálftavirkni á Sundhnúksgígaröðinni sem byrjar við Sýlingarfell og færist suður. Aflögun yfir kvikuganginum. Líklegur fyrirvari um 1 – 3 klst. frá því að fyrstu skjálftar mælast og eldgos hefst. Hraun nær að varnargörðum við Grindavík á 1 klst. Kvikuinnskot sem nær suður fyrir Hagafell mun líklega valda verulegum sprunguhreyfingum í Grindavík. Eldgos innan varnargarða við Grindavík Aðdragandi: Smáskjálftavirkni á Sundhnúksgígaröðinni sem byrjar við Sýlingarfell og færist suður. Aflögun yfir kvikuganginum. Líklegur fyrirvari um 1 – 5 klst. frá því að fyrstu skjálftar mælast og eldgos hefst. Sá möguleiki er fyrir hendi að gossprunga opnist innan varnargarða án þess að gos sé hafið við Hagafell, eins og gerðist 14. janúar þegar ný gossprunga opnaðist rétt við bæjarmörkin um 4 klukkustundum eftir að gos hófst við Hagafell. Kvikuinnskot sem nær suður fyrir Hagafell mun líklega valda verulegum sprunguhreyfingum í Grindavík. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Erlent Fleiri fréttir Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Sjá meira
„Eldgos gæti hafist með mjög stuttum fyrirvara, jafnvel innan við 30 mínútur,“ segir í nýrri frétt á vef Veðurstofunnar. Þar kemur einnig fram að líklegast sé að gos komi upp á svæðinu milli Stóra-Skógfells og Hagafells Í frétt Veðurstofunnar segir að mögulegt sé að kvikuhlaup fari af stað án þess að til eldgoss komi. Nýjustu líkanreikningar Veðurstofunnar sýna nú að um 7.6 milljónir rúmmetra af kviku hafa safnast fyrir undir Svartsengi. Ef horft sé til aðdraganda fyrri eldgosa á Sundhnúksgígaröðinni aukist líkur á eldgosi þegar magnið hefur náð 8 til 13 milljón rúmmetrum. „Ef kvikusöfnun heldur áfram með sama hætti nást neðri mörk á morgun,“ segir í fréttinni. Þá kemur fram að skjálftavirkni hafi aukist örlítið um helgina og að mesta virknin hafi verið rétt austan við Sýlingarfell. Staðsetning skjálftavirkninnar er sögð á þeim slóðum þar sem talið er að austurendi kvikuinnskotsins undir Svartsengi liggi. Það sé sambærilegt þeirri skjálftavirkni sem sést hefur dagana fyrir eldgos. Uppfært hættumat Í ljósi þessa hefur Veðurstofan uppfært hættumat fyrir umbrotasvæðin. Auknar líkur á eldgosi og þar með eldgosavá því tengdu hefur áhrif á hættumatið. Hættustig hefur verið aukið á nokkrum svæðum. Óbreyttur litur er á svæði 4 – Grindavík – en engu að síður er aukin hætta innan þess svæðis vegna mögulegs hraunflæðis. Sama gildir um svæði 1 – Svartsengi. Nýtt hættumat þann 26.2.2024Veðurstofan Engar verulegar landbreytingar sjást innan Grindavíkur á GPS eða gervihnattagögnum. En líklegt er að nýjar sprungur komi í ljós á yfirborði þegar snjór bráðnar eða þegar jarðvegur hreyfist vegna úrkomu og fellur ofan í sprungur sem þegar hafa myndast. Líklegar sviðsmyndir Þá kemur fram að það sé áfram mat vísindamanna að ef til eldgoss kemur sé líklegast að kvikan leiti frá Svartsengi yfir í Sundhnúksgígaröðina og að gos komi upp á svæðinu milli Stóra-Skógfells og Hagafells. Merki um að kvika sé að brjóta sér leið upp til yfirborðs mun þá koma fram í skyndilegri, staðbundinni og ákafri smáskjálftavirkni. Ef horft sé til fyrri eldgosa á svæðinu gæti eldgos hafist með litlum fyrirvara, innan við 30 mínútur, allt eftir því hvar á Sundhnúksgígaröðinni kvika kemur upp. Eldgos milli Sýlingarfells og Stóra-Skógfells – Líkt og 18. desember 2023 og 8. febrúar 2024 Aðdragandi: Skyndileg, staðbundin og áköf smáskjálftavirkni. Aflögun yfir kvikuganginum. Mjög stuttur fyrirvari (innan við 30 mínútur) þar sem kvika á auðvelda leið til yfirborðs vegna fyrri umbrota. Hraun nær að Grindavíkurvegi innan við 4 klst. Eldgos við Hagafell – Líkt og 14. janúar 2024 Aðdragandi: Smáskjálftavirkni á Sundhnúksgígaröðinni sem byrjar við Sýlingarfell og færist suður. Aflögun yfir kvikuganginum. Líklegur fyrirvari um 1 – 3 klst. frá því að fyrstu skjálftar mælast og eldgos hefst. Hraun nær að varnargörðum við Grindavík á 1 klst. Kvikuinnskot sem nær suður fyrir Hagafell mun líklega valda verulegum sprunguhreyfingum í Grindavík. Eldgos innan varnargarða við Grindavík Aðdragandi: Smáskjálftavirkni á Sundhnúksgígaröðinni sem byrjar við Sýlingarfell og færist suður. Aflögun yfir kvikuganginum. Líklegur fyrirvari um 1 – 5 klst. frá því að fyrstu skjálftar mælast og eldgos hefst. Sá möguleiki er fyrir hendi að gossprunga opnist innan varnargarða án þess að gos sé hafið við Hagafell, eins og gerðist 14. janúar þegar ný gossprunga opnaðist rétt við bæjarmörkin um 4 klukkustundum eftir að gos hófst við Hagafell. Kvikuinnskot sem nær suður fyrir Hagafell mun líklega valda verulegum sprunguhreyfingum í Grindavík.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Erlent Fleiri fréttir Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent