Þrjú kynferðisbrotamál tengd leigubílstjórum áhyggjuefni Lovísa Arnardóttir skrifar 26. febrúar 2024 13:06 Ævar Pálmi Pálmason, aðstoðaryfirlögregluþjónn, segir það geta rýrt traust til leigubílstjóra að svo mörg kynferðisbrotamál tengd leigubílstjórum komi upp á stuttum tíma. Vísir/Rúnar Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur nú til rannsóknar kynferðisbrot leigubílstjóra sem sakaður er um að hafa brotið á konu í lok nóvember í leigubíl. Tvö önnur mál hafa komið upp nýlega sem tengjast kynferðisbrotum leigubílstjóra. Búið er að dæma í einu þeirra. Ævar Pálmi Pálmason aðstoðaryfirlögregluþjónn og yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu staðfestir í samtali við fréttastofu að lögreglan sé nú með til rannsóknar mál manns sem grunaður er um kynferðisbrot í leigubíl. Maðurinn er erlendur og starfaði sem leigubílstjóri. Um er að ræða annað brotið á stuttum tíma þar sem hinn grunaði er leigubílstjóri. Í hinu málinu eru tveir erlendir menn grunaðir um hafa brotið á konu sem fór í leigubíl annars þeirra en hann starfaði fyrir City Taxi. Brotið er talið hafa átt sér stað á dvalarstað annars þeirra í byrjun febrúarmánaðar á þessu ári. „Rannsóknin er enn í gangi. Það er búið að taka skýrslur af fjölmörgum aðilum og sumum oftar en einu sinni. Það er búið að afla ýmissa gagna sem búið er að vinna úr,“ segir Ævar Pálmi Pálmason aðstoðaryfirlögregluþjónn og yfirmaður kynferðisbrotadeildar Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Báðir mennirnir eru erlendir og hefur verið greint frá því að þeir séu frá Túnis. Ævar Pálmi vildi ekki staðfesta nákvæman uppruna en segir þá erlenda „Það hefur farið fram húsleit og rannsókn á vettvangi,“ segir hann. Spurður hvort að um hafi verið að ræða hópnauðgun eða einhverskonar samverknað segir Ævar Pálmi það eitt af því sem sé til rannsóknar í málinu. Ekkert gæsluvarðhald Mönnunum var báðum sleppt úr haldi eftir að lögreglan tók skýrslu af þeim. Spurður hvort að það hafi ekki komið til greina að óska þess að þeir yrðu vistaðir í gæsluvarðhaldi á meðan rannsókn fer fram segir Ævar Pálmi að saksóknari meti ávallt tilefni þess. Um gæsluvarðhald er fjallað í 95. grein laga um meðferð sakamála en þar segir, sem dæmi, að það megi vista í gæsluvarðhald ef ætlar er að sakborningur reyni að hafa áhrif á rannsókn, komi fyrir sönnunargögnum, reyni að flýja land eða til að verja aðra fyrir árásum hans eða áframhaldandi brotum. „Ákæruvaldið metur það svo að ekkert af þessum skilyrðum, út frá þeirri rannsókn sem þá hefur farið fram, að það sé ekki tilefni til þess að fara fram á gæsluvarðhald yfir sakborningum. Að það uppfylli ekki kröfur laga að vista þá í varðhaldi.“ Hann segir mennina ekki grunaða um aðild í öðrum sambærilegum brotum. Utan þessarar tveggja brota sem eru til rannsóknar er einnig nýlega búið að dæma mann til tveggja ára fangelsis fyrir að nauðga farþega í leigubíl árið 2022. Fjallað var um dóminn á vef dv.is í síðustu viku en hann hefur enn ekki verið birtur á vef dómstólsins. Atvik sem rýra traust til leigubílstjóra Spurður hvort að fólk þurfi að hafa áhyggjur af þessari þróun segir Ævar Pálmi að það sé eflaust tilefni til þess. „Þetta er vert að skoða af hagsmunaaðilum. Hvert einasta kynferðisbrot er einu máli of mikið, hvort sem það gerist í leigubíl eða ekki. En það er alveg óþolandi að fólk geti ekki treyst því þegar það fer inn í leigubíl að komast ekki heim til sín án þess að verða fyrir einhverju svona löguðu.“ Konur eru oft einar og ölvaðar. Þetta eru kannski kjöraðstæður fyrir menn með þennan hug? „Það er heilmikið traust sem hefur verið borið til leigubílstjóra og svona atvik eru til þess fallin að rýra það traust,“ segir Ævar Pálmi. Spurður um forvarnarhlutverk lögreglu í svona málum segir hann lögregluna hafa verið í samskiptum við Samgöngustofu um málið. Leigubílar Kynferðisofbeldi Lögreglumál Tengdar fréttir Vill flýta endurskoðun laga um leigubílaakstur Birgir Þórarinsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, vill flýta endurskoðun laga um leigubifreiðaakstur. Í lögunum er heimild til endurskoðunar á næsta ári en hann telur best að henni sé flýtt. Vilji leigubílstjóra sem hann hafi talað við sé að þessu sé flýtt en að auk þess sé það áríðandi í ljósi nýlegra frétta af kynferðisbroti leigubílstjóra. 21. febrúar 2024 08:24 Rannsaka hvort konu hafi verið nauðgað í leigubíl Miðlæg rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu er með til rannsóknar gróft kynferðisbrot gegn konu. Tveir karlmenn hafa réttarstöðu sakbornings. Annar mannanna starfar sem leigubílstjóri. 15. febrúar 2024 14:57 Mest lesið Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Innlent Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Innlent Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Innlent „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Innlent Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Erlent Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Innlent „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Innlent Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Innlent Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Erlent Langflestir hafa minnsta trú á Ingu Innlent Fleiri fréttir Færeyingar leita til Íslands að útvarpsstjóra Afstaða Íslands skýr Krísufundur, veik von og óðir nammigrísir Slitlag lagt á síðasta kafla Grafningsvegar Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Þrjú bítast um formannsstöðuna hjá Siðmennt Kristrún sækir neyðarfund Macron Rófustappan olli niðurgangi þorrablótsgesta Fleiri ótímabundin verkföll boðuð Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Langflestir hafa minnsta trú á Ingu „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Örn skipaður landsbókavörður Boðar samninganefndir kennara á fund í dag Styrkir, kílómetragjald og biðin eftir gosi „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Þingið kafi í styrkveitingarnar Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Ráðist á bifreiðar með spörkum og hamri Samtenging sjúkraskráa auki sjúklingaöryggi Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Tvö þúsund Íslendingar í hverri viku á Tenerife Vegabætur taldar auka straum ferðafólks um Norðausturland Fékk net í aðalskrúfuna og dreginn í land Strandveiðar augljóslega ekki ábatasamasta leiðin við veiðar „Mjög langur“ listi fjölmiðla sem hægt yrði að velja úr Fá að rukka fyrir geymslu á líkum Heilsugæslan sektuð af Persónuvernd og brotthvarf Gylfa Vongóð um að nýr meirihluti verði myndaður fyrir helgi Sjá meira
Ævar Pálmi Pálmason aðstoðaryfirlögregluþjónn og yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu staðfestir í samtali við fréttastofu að lögreglan sé nú með til rannsóknar mál manns sem grunaður er um kynferðisbrot í leigubíl. Maðurinn er erlendur og starfaði sem leigubílstjóri. Um er að ræða annað brotið á stuttum tíma þar sem hinn grunaði er leigubílstjóri. Í hinu málinu eru tveir erlendir menn grunaðir um hafa brotið á konu sem fór í leigubíl annars þeirra en hann starfaði fyrir City Taxi. Brotið er talið hafa átt sér stað á dvalarstað annars þeirra í byrjun febrúarmánaðar á þessu ári. „Rannsóknin er enn í gangi. Það er búið að taka skýrslur af fjölmörgum aðilum og sumum oftar en einu sinni. Það er búið að afla ýmissa gagna sem búið er að vinna úr,“ segir Ævar Pálmi Pálmason aðstoðaryfirlögregluþjónn og yfirmaður kynferðisbrotadeildar Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Báðir mennirnir eru erlendir og hefur verið greint frá því að þeir séu frá Túnis. Ævar Pálmi vildi ekki staðfesta nákvæman uppruna en segir þá erlenda „Það hefur farið fram húsleit og rannsókn á vettvangi,“ segir hann. Spurður hvort að um hafi verið að ræða hópnauðgun eða einhverskonar samverknað segir Ævar Pálmi það eitt af því sem sé til rannsóknar í málinu. Ekkert gæsluvarðhald Mönnunum var báðum sleppt úr haldi eftir að lögreglan tók skýrslu af þeim. Spurður hvort að það hafi ekki komið til greina að óska þess að þeir yrðu vistaðir í gæsluvarðhaldi á meðan rannsókn fer fram segir Ævar Pálmi að saksóknari meti ávallt tilefni þess. Um gæsluvarðhald er fjallað í 95. grein laga um meðferð sakamála en þar segir, sem dæmi, að það megi vista í gæsluvarðhald ef ætlar er að sakborningur reyni að hafa áhrif á rannsókn, komi fyrir sönnunargögnum, reyni að flýja land eða til að verja aðra fyrir árásum hans eða áframhaldandi brotum. „Ákæruvaldið metur það svo að ekkert af þessum skilyrðum, út frá þeirri rannsókn sem þá hefur farið fram, að það sé ekki tilefni til þess að fara fram á gæsluvarðhald yfir sakborningum. Að það uppfylli ekki kröfur laga að vista þá í varðhaldi.“ Hann segir mennina ekki grunaða um aðild í öðrum sambærilegum brotum. Utan þessarar tveggja brota sem eru til rannsóknar er einnig nýlega búið að dæma mann til tveggja ára fangelsis fyrir að nauðga farþega í leigubíl árið 2022. Fjallað var um dóminn á vef dv.is í síðustu viku en hann hefur enn ekki verið birtur á vef dómstólsins. Atvik sem rýra traust til leigubílstjóra Spurður hvort að fólk þurfi að hafa áhyggjur af þessari þróun segir Ævar Pálmi að það sé eflaust tilefni til þess. „Þetta er vert að skoða af hagsmunaaðilum. Hvert einasta kynferðisbrot er einu máli of mikið, hvort sem það gerist í leigubíl eða ekki. En það er alveg óþolandi að fólk geti ekki treyst því þegar það fer inn í leigubíl að komast ekki heim til sín án þess að verða fyrir einhverju svona löguðu.“ Konur eru oft einar og ölvaðar. Þetta eru kannski kjöraðstæður fyrir menn með þennan hug? „Það er heilmikið traust sem hefur verið borið til leigubílstjóra og svona atvik eru til þess fallin að rýra það traust,“ segir Ævar Pálmi. Spurður um forvarnarhlutverk lögreglu í svona málum segir hann lögregluna hafa verið í samskiptum við Samgöngustofu um málið.
Leigubílar Kynferðisofbeldi Lögreglumál Tengdar fréttir Vill flýta endurskoðun laga um leigubílaakstur Birgir Þórarinsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, vill flýta endurskoðun laga um leigubifreiðaakstur. Í lögunum er heimild til endurskoðunar á næsta ári en hann telur best að henni sé flýtt. Vilji leigubílstjóra sem hann hafi talað við sé að þessu sé flýtt en að auk þess sé það áríðandi í ljósi nýlegra frétta af kynferðisbroti leigubílstjóra. 21. febrúar 2024 08:24 Rannsaka hvort konu hafi verið nauðgað í leigubíl Miðlæg rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu er með til rannsóknar gróft kynferðisbrot gegn konu. Tveir karlmenn hafa réttarstöðu sakbornings. Annar mannanna starfar sem leigubílstjóri. 15. febrúar 2024 14:57 Mest lesið Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Innlent Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Innlent Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Innlent „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Innlent Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Erlent Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Innlent „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Innlent Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Innlent Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Erlent Langflestir hafa minnsta trú á Ingu Innlent Fleiri fréttir Færeyingar leita til Íslands að útvarpsstjóra Afstaða Íslands skýr Krísufundur, veik von og óðir nammigrísir Slitlag lagt á síðasta kafla Grafningsvegar Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Þrjú bítast um formannsstöðuna hjá Siðmennt Kristrún sækir neyðarfund Macron Rófustappan olli niðurgangi þorrablótsgesta Fleiri ótímabundin verkföll boðuð Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Langflestir hafa minnsta trú á Ingu „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Örn skipaður landsbókavörður Boðar samninganefndir kennara á fund í dag Styrkir, kílómetragjald og biðin eftir gosi „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Þingið kafi í styrkveitingarnar Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Ráðist á bifreiðar með spörkum og hamri Samtenging sjúkraskráa auki sjúklingaöryggi Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Tvö þúsund Íslendingar í hverri viku á Tenerife Vegabætur taldar auka straum ferðafólks um Norðausturland Fékk net í aðalskrúfuna og dreginn í land Strandveiðar augljóslega ekki ábatasamasta leiðin við veiðar „Mjög langur“ listi fjölmiðla sem hægt yrði að velja úr Fá að rukka fyrir geymslu á líkum Heilsugæslan sektuð af Persónuvernd og brotthvarf Gylfa Vongóð um að nýr meirihluti verði myndaður fyrir helgi Sjá meira
Vill flýta endurskoðun laga um leigubílaakstur Birgir Þórarinsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, vill flýta endurskoðun laga um leigubifreiðaakstur. Í lögunum er heimild til endurskoðunar á næsta ári en hann telur best að henni sé flýtt. Vilji leigubílstjóra sem hann hafi talað við sé að þessu sé flýtt en að auk þess sé það áríðandi í ljósi nýlegra frétta af kynferðisbroti leigubílstjóra. 21. febrúar 2024 08:24
Rannsaka hvort konu hafi verið nauðgað í leigubíl Miðlæg rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu er með til rannsóknar gróft kynferðisbrot gegn konu. Tveir karlmenn hafa réttarstöðu sakbornings. Annar mannanna starfar sem leigubílstjóri. 15. febrúar 2024 14:57