Rússar koma sér inn á stórmót með því að keppa fyrir aðrir þjóðir Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. febrúar 2024 11:01 Maksim Stupakevich er einn af Rússunum sem fá að kepp á stórmótum undir hlutlausum fána. Getty/Marko Prpic Tveimur árum eftir innrás Rússa í Úkraínu þá mega Rússar og Hvít-Rússar ekki keppa á stórmótum. Það er undir fánum þjóða sinna. Stór hópur rússneskra og hvít-rússneskra glímukappa hafa aftur á móti fundið bakdyrnar inn á stórmótin og um leið mögulega inn á Ólympíuleikana í París. Glímumenn Rússa og Hvít-Rússa mega keppa á stórmótum undir hlutlausum fána en aðeins með því að standast ákveðnar krörfur. Svo verður einnig á Ólympíuleikunum í París. Þetta á við rússnesk og hvít-rússneskt íþróttafólk úr öllum greinum. Engin lið frá þessum þjóðum mega taka þátt. Kröfurnar eiga að vera strangar. Íþróttafólkið má alls ekki tengjast her Rússlands eða Hvíta-Rússlands á nokkurn hátt og þau verða ennfremur að fordæma innrás Rússlands í Úkraínu. Þetta ástand hefur mikil áhrif í glímuheiminum en þar virðast íþróttamenn frá Rússlandi og Hvít-Rússlandi komast upp með að ganga ansi langt til þess að tryggja sér þátttökurétt á stórmótum. Fyrir heimsmeistaramótið á síðasta ári þá fengu 26 Rússar eða Hvít-Rússar samt ekki að keppa vegna tengsla eða stuðning sinn við stríðið. Aðrir voru samþykktir en margir sóttu um þetta sérstaka leyfi. Zakarias Tallroth, liðsstjóri glímulandsliðs Svía segir hins vegar að þeir sem standast ekki kröfurnar hafi fundið bakdyrnar inn á stórmótin. Sænska ríkisútvarpið fjallar um málið og það gerir það danska líka. „Á Evrópumótinu á síðasta ári þá voru kannski tíu fyrrum Rússar sem voru búnir að finna sér nýja þjóð til að keppa fyrir og á síðasta heimsmeistaramóti bættust við líklega tíu til fimmtán til viðbótar. Ef við tökum alla þyngdarflokkana þá eru þetta kannski fjörutíu glímumenn sem hafa breytt um þjóðerni síðan stríðið braust út,“ sagði Tallroth við sænskku TT-fréttastofuna. Þetta eru heldur engir meðaljónar. Á EM í Rúmeníu, sem kláraðist í síðustu viku, þá unnu Rússar að eða Hvít-Rússar til 21 verðlaunun undir hlutlausum fána. „Svo eru líklega tíu verðlaun til viðbótar sem unnust af glímumönnum sem voru Rússar fyrr ári síðan,“ sagði Tallroth. Glímumenn geta breytt einu sinni um þjóðerni á ferli sínum og þá skiptir engu máli hversu gamlir þeir eru eða í hvaða flokki þeir keppa. Umræddir Rússar eru nú að keppa fyrir allt aðrar þjóðir og út um allan heim. Einn keppir sem dæmi fyrir Brasilíu sem hefur ekki verið þekkt fyrir að eiga sterka glímumenn. Þessir glímukappar eru um leið að taka sæti frá öðrum glímumönnum sem eru ekki sáttir. Svíar og Danir eru mjög ósáttir með það hversu auðvelt það er fyrir Rússana og Hvít-Rússana að sleppa í gegnum síuna. Ólympíuleikar 2024 í París Glíma Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Fleiri fréttir Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Ólympíuhetja dó í snjóflóði Koepka snýr aftur og öðrum LIV-stjörnum býðst að fylgja honum Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Bærinn í Sviss þar sem barinn brann hýsir Ólympíuleikana Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Sænskur Ólympíufari vill nú keppa fyrir Finnland Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers Sjá meira
Glímumenn Rússa og Hvít-Rússa mega keppa á stórmótum undir hlutlausum fána en aðeins með því að standast ákveðnar krörfur. Svo verður einnig á Ólympíuleikunum í París. Þetta á við rússnesk og hvít-rússneskt íþróttafólk úr öllum greinum. Engin lið frá þessum þjóðum mega taka þátt. Kröfurnar eiga að vera strangar. Íþróttafólkið má alls ekki tengjast her Rússlands eða Hvíta-Rússlands á nokkurn hátt og þau verða ennfremur að fordæma innrás Rússlands í Úkraínu. Þetta ástand hefur mikil áhrif í glímuheiminum en þar virðast íþróttamenn frá Rússlandi og Hvít-Rússlandi komast upp með að ganga ansi langt til þess að tryggja sér þátttökurétt á stórmótum. Fyrir heimsmeistaramótið á síðasta ári þá fengu 26 Rússar eða Hvít-Rússar samt ekki að keppa vegna tengsla eða stuðning sinn við stríðið. Aðrir voru samþykktir en margir sóttu um þetta sérstaka leyfi. Zakarias Tallroth, liðsstjóri glímulandsliðs Svía segir hins vegar að þeir sem standast ekki kröfurnar hafi fundið bakdyrnar inn á stórmótin. Sænska ríkisútvarpið fjallar um málið og það gerir það danska líka. „Á Evrópumótinu á síðasta ári þá voru kannski tíu fyrrum Rússar sem voru búnir að finna sér nýja þjóð til að keppa fyrir og á síðasta heimsmeistaramóti bættust við líklega tíu til fimmtán til viðbótar. Ef við tökum alla þyngdarflokkana þá eru þetta kannski fjörutíu glímumenn sem hafa breytt um þjóðerni síðan stríðið braust út,“ sagði Tallroth við sænskku TT-fréttastofuna. Þetta eru heldur engir meðaljónar. Á EM í Rúmeníu, sem kláraðist í síðustu viku, þá unnu Rússar að eða Hvít-Rússar til 21 verðlaunun undir hlutlausum fána. „Svo eru líklega tíu verðlaun til viðbótar sem unnust af glímumönnum sem voru Rússar fyrr ári síðan,“ sagði Tallroth. Glímumenn geta breytt einu sinni um þjóðerni á ferli sínum og þá skiptir engu máli hversu gamlir þeir eru eða í hvaða flokki þeir keppa. Umræddir Rússar eru nú að keppa fyrir allt aðrar þjóðir og út um allan heim. Einn keppir sem dæmi fyrir Brasilíu sem hefur ekki verið þekkt fyrir að eiga sterka glímumenn. Þessir glímukappar eru um leið að taka sæti frá öðrum glímumönnum sem eru ekki sáttir. Svíar og Danir eru mjög ósáttir með það hversu auðvelt það er fyrir Rússana og Hvít-Rússana að sleppa í gegnum síuna.
Ólympíuleikar 2024 í París Glíma Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Fleiri fréttir Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Ólympíuhetja dó í snjóflóði Koepka snýr aftur og öðrum LIV-stjörnum býðst að fylgja honum Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Bærinn í Sviss þar sem barinn brann hýsir Ólympíuleikana Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Sænskur Ólympíufari vill nú keppa fyrir Finnland Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers Sjá meira