Bannar Playstation tölvur í landsliðinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. febrúar 2024 09:01 Luciano Spalletti er ekki mikill aðdáandi Playstation tölva. Samsett/Getty Ítalski landsliðsþjálfarinn Luciano Spalletti er búinn að ákveða það að tölvuleikir trufli leikmenn landsliðsins í verkefnum þess. Spalletti hefur því ákveðið það að leikmenn megi ekki taka með sér PlayStation tölvur sínar í næsta landsliðsverkefni. Ítalska landsliðið er á leiðinni á Evrópumótið í Þýskalandi í sumar þar sem liðið er í riðli með Spáni, Króatíu og Albaníu. „Frá og með deginum í dag þá eiga leikmenn að skilja PlayStation tölvurnar sínar eftir heima því þeir mega ekki vera með þær þegar við hittumst,“ sagði Spalletti í viðtali við Gazzetta dello Sport. SPALLETTI PLAYSTATION "In Nazionale si sta sul pezzo, concentrati, non si cazzeggia. Ripeto lo slogan degli All Blacks, 'Niente teste di ca... qui" #Nazionale | #Spalletti | #Playstation pic.twitter.com/1oQxyTOVUY— Eurosport IT (@Eurosport_IT) February 24, 2024 Spalletti er þekktastur fyrir að vinna titilinn með Napoli síðasta vor. Hann hætti óvænt með liðið eftir tímabilið en Napoli hafði ekki unnið titilinn í 33 ár. Hinn 64 ára gamli þjálfari tók við ítalska landsliðinu þegar Roberto Mancini hætti óvænt í september. „Ég mun finna upp leik fyrir þá á kvöldin ef þeim leiðist. Ég læt þá líka fá heimavinnu ef að þeir ná ekki að klára sitt yfir daginn,“ sagði Spalletti. „Þegar þú ert með landsliðinu þá er enginn tími fyrir fíflagang. Við þurfum einbeitingu. Ég þarf að búa til landslið sem sættir sig við ekkert annað en að vinna. Ég vil vinna Evrópumótið og síðan heimsmeistaramótið,“ sagði Spalletti. Ítalska landsliðið hefur unnið þrjá af sex leikjum undir hans stjórn og tapað einum. Markatalan er 13-7 eða sex mörk í plús. Italia, Spalletti: "Per vincere gli Europei serve un branco di lupi. Playstation vietate"#Italia #Spalletti #Nazionale #SkySport https://t.co/O3czl69tRQ— skysport (@SkySport) February 24, 2024 Ítalski boltinn Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Fleiri fréttir Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Sjá meira
Spalletti hefur því ákveðið það að leikmenn megi ekki taka með sér PlayStation tölvur sínar í næsta landsliðsverkefni. Ítalska landsliðið er á leiðinni á Evrópumótið í Þýskalandi í sumar þar sem liðið er í riðli með Spáni, Króatíu og Albaníu. „Frá og með deginum í dag þá eiga leikmenn að skilja PlayStation tölvurnar sínar eftir heima því þeir mega ekki vera með þær þegar við hittumst,“ sagði Spalletti í viðtali við Gazzetta dello Sport. SPALLETTI PLAYSTATION "In Nazionale si sta sul pezzo, concentrati, non si cazzeggia. Ripeto lo slogan degli All Blacks, 'Niente teste di ca... qui" #Nazionale | #Spalletti | #Playstation pic.twitter.com/1oQxyTOVUY— Eurosport IT (@Eurosport_IT) February 24, 2024 Spalletti er þekktastur fyrir að vinna titilinn með Napoli síðasta vor. Hann hætti óvænt með liðið eftir tímabilið en Napoli hafði ekki unnið titilinn í 33 ár. Hinn 64 ára gamli þjálfari tók við ítalska landsliðinu þegar Roberto Mancini hætti óvænt í september. „Ég mun finna upp leik fyrir þá á kvöldin ef þeim leiðist. Ég læt þá líka fá heimavinnu ef að þeir ná ekki að klára sitt yfir daginn,“ sagði Spalletti. „Þegar þú ert með landsliðinu þá er enginn tími fyrir fíflagang. Við þurfum einbeitingu. Ég þarf að búa til landslið sem sættir sig við ekkert annað en að vinna. Ég vil vinna Evrópumótið og síðan heimsmeistaramótið,“ sagði Spalletti. Ítalska landsliðið hefur unnið þrjá af sex leikjum undir hans stjórn og tapað einum. Markatalan er 13-7 eða sex mörk í plús. Italia, Spalletti: "Per vincere gli Europei serve un branco di lupi. Playstation vietate"#Italia #Spalletti #Nazionale #SkySport https://t.co/O3czl69tRQ— skysport (@SkySport) February 24, 2024
Ítalski boltinn Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Fleiri fréttir Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Sjá meira