Bannar Playstation tölvur í landsliðinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. febrúar 2024 09:01 Luciano Spalletti er ekki mikill aðdáandi Playstation tölva. Samsett/Getty Ítalski landsliðsþjálfarinn Luciano Spalletti er búinn að ákveða það að tölvuleikir trufli leikmenn landsliðsins í verkefnum þess. Spalletti hefur því ákveðið það að leikmenn megi ekki taka með sér PlayStation tölvur sínar í næsta landsliðsverkefni. Ítalska landsliðið er á leiðinni á Evrópumótið í Þýskalandi í sumar þar sem liðið er í riðli með Spáni, Króatíu og Albaníu. „Frá og með deginum í dag þá eiga leikmenn að skilja PlayStation tölvurnar sínar eftir heima því þeir mega ekki vera með þær þegar við hittumst,“ sagði Spalletti í viðtali við Gazzetta dello Sport. SPALLETTI PLAYSTATION "In Nazionale si sta sul pezzo, concentrati, non si cazzeggia. Ripeto lo slogan degli All Blacks, 'Niente teste di ca... qui" #Nazionale | #Spalletti | #Playstation pic.twitter.com/1oQxyTOVUY— Eurosport IT (@Eurosport_IT) February 24, 2024 Spalletti er þekktastur fyrir að vinna titilinn með Napoli síðasta vor. Hann hætti óvænt með liðið eftir tímabilið en Napoli hafði ekki unnið titilinn í 33 ár. Hinn 64 ára gamli þjálfari tók við ítalska landsliðinu þegar Roberto Mancini hætti óvænt í september. „Ég mun finna upp leik fyrir þá á kvöldin ef þeim leiðist. Ég læt þá líka fá heimavinnu ef að þeir ná ekki að klára sitt yfir daginn,“ sagði Spalletti. „Þegar þú ert með landsliðinu þá er enginn tími fyrir fíflagang. Við þurfum einbeitingu. Ég þarf að búa til landslið sem sættir sig við ekkert annað en að vinna. Ég vil vinna Evrópumótið og síðan heimsmeistaramótið,“ sagði Spalletti. Ítalska landsliðið hefur unnið þrjá af sex leikjum undir hans stjórn og tapað einum. Markatalan er 13-7 eða sex mörk í plús. Italia, Spalletti: "Per vincere gli Europei serve un branco di lupi. Playstation vietate"#Italia #Spalletti #Nazionale #SkySport https://t.co/O3czl69tRQ— skysport (@SkySport) February 24, 2024 Ítalski boltinn Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Handbolti Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Fleiri fréttir Shakhtar - Breiðablik | Tekst Blikum að stríða stórliði? Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Pálmi í ótímabundið leyfi Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Sjá meira
Spalletti hefur því ákveðið það að leikmenn megi ekki taka með sér PlayStation tölvur sínar í næsta landsliðsverkefni. Ítalska landsliðið er á leiðinni á Evrópumótið í Þýskalandi í sumar þar sem liðið er í riðli með Spáni, Króatíu og Albaníu. „Frá og með deginum í dag þá eiga leikmenn að skilja PlayStation tölvurnar sínar eftir heima því þeir mega ekki vera með þær þegar við hittumst,“ sagði Spalletti í viðtali við Gazzetta dello Sport. SPALLETTI PLAYSTATION "In Nazionale si sta sul pezzo, concentrati, non si cazzeggia. Ripeto lo slogan degli All Blacks, 'Niente teste di ca... qui" #Nazionale | #Spalletti | #Playstation pic.twitter.com/1oQxyTOVUY— Eurosport IT (@Eurosport_IT) February 24, 2024 Spalletti er þekktastur fyrir að vinna titilinn með Napoli síðasta vor. Hann hætti óvænt með liðið eftir tímabilið en Napoli hafði ekki unnið titilinn í 33 ár. Hinn 64 ára gamli þjálfari tók við ítalska landsliðinu þegar Roberto Mancini hætti óvænt í september. „Ég mun finna upp leik fyrir þá á kvöldin ef þeim leiðist. Ég læt þá líka fá heimavinnu ef að þeir ná ekki að klára sitt yfir daginn,“ sagði Spalletti. „Þegar þú ert með landsliðinu þá er enginn tími fyrir fíflagang. Við þurfum einbeitingu. Ég þarf að búa til landslið sem sættir sig við ekkert annað en að vinna. Ég vil vinna Evrópumótið og síðan heimsmeistaramótið,“ sagði Spalletti. Ítalska landsliðið hefur unnið þrjá af sex leikjum undir hans stjórn og tapað einum. Markatalan er 13-7 eða sex mörk í plús. Italia, Spalletti: "Per vincere gli Europei serve un branco di lupi. Playstation vietate"#Italia #Spalletti #Nazionale #SkySport https://t.co/O3czl69tRQ— skysport (@SkySport) February 24, 2024
Ítalski boltinn Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Handbolti Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Fleiri fréttir Shakhtar - Breiðablik | Tekst Blikum að stríða stórliði? Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Pálmi í ótímabundið leyfi Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Sjá meira