Félags- og vinnumarkaðsráðherra segist hafa verulegar áhyggjur af því að stéttaskipting og ójöfnuður festist í sessi í íslensku samfélagi þegar að komi að innflytjendum. Hann telur innflytjendum hafa fjölgað of hratt hér á landi síðustu ár.
Þingmaður Pírata hefur lagt fram frumvarp þar sem kveðið er á um hvaða efni gervigreind má nota og hvað ekki. Innkoma gervigreindarútgáfu af Hemma Gunn í áramótaskaupinu flýtti fyrir útgáfu frumvarpsins.
Þá heyrum við í einum reyndasta landverði landsins, sem fagnar því að ferðamönnum sé lítið hleypt inn á hálendið, og tökum stöðuna á blómasala sem stendur í ströngu á konudaginn.