Breiðablik og Breiðablik með örugga sigra í kvöld Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 23. febrúar 2024 22:30 Rakel Hönnudóttir setti óvænt á sig markmannshanska í kvöld og stóð vaktina með prýði. VÍSIR/VILHELM Karla- og kvennalið unnu leiki kvöldsins í Lengjubikarnum í fótbolta örugglega. Karlarnir unnu einstaklega þægilegan 5-0 sigur á Gróttu sem leikur í Lengjudeildinni á næstu leiktíð á meðan Blikar vonast til að berjast á toppi Bestu deildarinnar. Gamla brýnið Kristinn Steindórsson fór hreinlega á kostum í kvöld og skoraði þrennu á aðeins 13 mínútna kafla. Blikar leiddu með þremur mörkum í hálfleik og bættu við tveimur mörkum á fimm mínútna kafla í síðari hálfleik. Dagur Örn Fjeldsted með fyrra og Damir Muminovic það seinna. Lokatölur 5-0 Blikum í vil. Leikur hafinn gegn Gróttu. pic.twitter.com/D7T6wU8Uz1— Blikar.is (@blikar_is) February 23, 2024 Breiðablik hefur nú unnið tvo af þremur leikjum sínum í riðli 1 í A-deild. Á sama tíma er Grótta á botninum eftir að fá á sig 10 mörk í þremur leikjum. Kvennalið Breiðabliks átti ekki í vandræðum með Selfoss. Það vakti athygli að Rakel Hönnudóttir, fyrrverandi landsliðskona, stóð vaktina í marki Breiðabliks en hún spilar vanalega á miðjunni. Breiðablik, sem reikna má að verði í toppbaráttu Bestu deildarinnar í sumar, fór nokkuð létt með Selfyssinga sem leika í Lengjudeildinni eftir fall úr þeirri Bestu síðasta haust. Barbára Sól Gísladóttir kom Blikum yfir snemma leiks en það reyndist eina mark fyrri hálfleiks. Í þeim síðari bættu Margrét Lea Gísladóttir, Vigdís Lilja Kristjánsdóttir og Birta Georgsdóttir við einu marki hver og lokatölur 4-0. Breiðablik hefur unnið báða leiki sína í riðli 1 í A-deild. Selfoss hefur hins vegar tapað báðum sínum leikjum og fengið á sig átta mörk. Þá gerðu Afturelding og Leiknir Reykjavík 3-3 jafntefli í riðli 4 í A-deild.. Elmar Kári Enesson Cogic skoraði öll mörk Aftureldingar og er greinilega enn í sömu markaskóm á síðustu leiktíð þar sem hann skoraði 17 mörk í 24 leikjum. Andi Hoti skoraði tvö fyrir Leikni R. og Omar Sowe eitt. Leiknir er með 5 stig í 2. sæti riðils 4 að loknum þremur leikjum á meðan Afturelding er í 4. sæti með fjögur stig. Fótbolti Íslenski boltinn Breiðablik Lengjubikar karla Lengjubikar kvenna Grótta UMF Selfoss Mest lesið „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Fótbolti Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Handbolti Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Fótbolti Dagskráin: HM-leikir og spennandi kvöld í Bónus-deildinni Sport Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Fótbolti Fleiri fréttir Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu Sjá meira
Karlarnir unnu einstaklega þægilegan 5-0 sigur á Gróttu sem leikur í Lengjudeildinni á næstu leiktíð á meðan Blikar vonast til að berjast á toppi Bestu deildarinnar. Gamla brýnið Kristinn Steindórsson fór hreinlega á kostum í kvöld og skoraði þrennu á aðeins 13 mínútna kafla. Blikar leiddu með þremur mörkum í hálfleik og bættu við tveimur mörkum á fimm mínútna kafla í síðari hálfleik. Dagur Örn Fjeldsted með fyrra og Damir Muminovic það seinna. Lokatölur 5-0 Blikum í vil. Leikur hafinn gegn Gróttu. pic.twitter.com/D7T6wU8Uz1— Blikar.is (@blikar_is) February 23, 2024 Breiðablik hefur nú unnið tvo af þremur leikjum sínum í riðli 1 í A-deild. Á sama tíma er Grótta á botninum eftir að fá á sig 10 mörk í þremur leikjum. Kvennalið Breiðabliks átti ekki í vandræðum með Selfoss. Það vakti athygli að Rakel Hönnudóttir, fyrrverandi landsliðskona, stóð vaktina í marki Breiðabliks en hún spilar vanalega á miðjunni. Breiðablik, sem reikna má að verði í toppbaráttu Bestu deildarinnar í sumar, fór nokkuð létt með Selfyssinga sem leika í Lengjudeildinni eftir fall úr þeirri Bestu síðasta haust. Barbára Sól Gísladóttir kom Blikum yfir snemma leiks en það reyndist eina mark fyrri hálfleiks. Í þeim síðari bættu Margrét Lea Gísladóttir, Vigdís Lilja Kristjánsdóttir og Birta Georgsdóttir við einu marki hver og lokatölur 4-0. Breiðablik hefur unnið báða leiki sína í riðli 1 í A-deild. Selfoss hefur hins vegar tapað báðum sínum leikjum og fengið á sig átta mörk. Þá gerðu Afturelding og Leiknir Reykjavík 3-3 jafntefli í riðli 4 í A-deild.. Elmar Kári Enesson Cogic skoraði öll mörk Aftureldingar og er greinilega enn í sömu markaskóm á síðustu leiktíð þar sem hann skoraði 17 mörk í 24 leikjum. Andi Hoti skoraði tvö fyrir Leikni R. og Omar Sowe eitt. Leiknir er með 5 stig í 2. sæti riðils 4 að loknum þremur leikjum á meðan Afturelding er í 4. sæti með fjögur stig.
Fótbolti Íslenski boltinn Breiðablik Lengjubikar karla Lengjubikar kvenna Grótta UMF Selfoss Mest lesið „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Fótbolti Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Handbolti Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Fótbolti Dagskráin: HM-leikir og spennandi kvöld í Bónus-deildinni Sport Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Fótbolti Fleiri fréttir Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu Sjá meira