Fyrrverandi þjálfari kínverska landsliðsins í lífstíðarfangelsi Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 23. febrúar 2024 20:32 Li Tie Li stýrði landsliði Kína frá 2019 til 2021. Christopher Pike/Getty Images Hinn kínverski Li Tie hefur verið dæmdur í lífstíðarfangelsi í heimalandi sínu fyrir að hagræða úrslitum knattspyrnuleikja þar í landi sem og múta fólki til að komast í þjálfarastól kínverska landsliðsins. Hann lék með Everton á Englandi frá 2002 til 2006. Frá þessu var upphaflega greint í kínverskum fjölmiðlum og síðar rataði það í enska fjölmiðla, þar á meðal Daily Mail og The Mirror. Þar segir að hinn 46 ára gamli Li hafi endað knattspyrnuferilinn í heimalandinu og hafi stýrt karlalandsliðinu eftir að góða byrjun á þjálfaraferlinum. Ári eftir að Li lét af störfum tilkynnti ríkissaksóknarinn að þjálfarinn fyrrverandi væri grunaður um að taka við mútum sem og að greiða þær. Hann viðurkenndi síðar meir að hafa hagrætt leikjum þegar hann var enn að spila og greitt alls 58 milljónir íslenskra króna til að komast í landsliðsþjálfarastólinn. „Mér þykir það mjög leitt, ég hefði átt að halda haus og fylgja réttum boðleiðum. Á þessum tíma voru þetta hlutir sem voru taldir eðlilegir í fótbolta. Að ná árangri með þessum hætti gerði mig óþolinmóðan og æstan í að ná árangri strax.“ Former Everton player Li Tie has been sentenced to LIFE in prison in China, relating to corruption charges pic.twitter.com/MyOeH1Trk9— Mail Sport (@MailSport) February 23, 2024 Li er ekki eini maðurinn sem var dæmdur í fangelsi vegna málsins. Chen Xuyuan, fyrrverandi formaður kínverska knattspyrnusambandsins, hefur verið dæmdur í 15 ára fangelsi. Du Zhaocai, núverandi varaformaður sambandsins, hefur samkvæmt fréttum verið dæmdur í 13 ára fangelsi. Fótbolti Kína Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Man. City - Dortmund | Tekst gamla liðinu að stöðva Haaland? Fótbolti Davíð Smári tekur við Njarðvík Íslenski boltinn „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Fleiri fréttir Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni Club Brugge - Barcelona | Börsungar í Belgíu Man. City - Dortmund | Tekst gamla liðinu að stöðva Haaland? „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Sjá meira
Frá þessu var upphaflega greint í kínverskum fjölmiðlum og síðar rataði það í enska fjölmiðla, þar á meðal Daily Mail og The Mirror. Þar segir að hinn 46 ára gamli Li hafi endað knattspyrnuferilinn í heimalandinu og hafi stýrt karlalandsliðinu eftir að góða byrjun á þjálfaraferlinum. Ári eftir að Li lét af störfum tilkynnti ríkissaksóknarinn að þjálfarinn fyrrverandi væri grunaður um að taka við mútum sem og að greiða þær. Hann viðurkenndi síðar meir að hafa hagrætt leikjum þegar hann var enn að spila og greitt alls 58 milljónir íslenskra króna til að komast í landsliðsþjálfarastólinn. „Mér þykir það mjög leitt, ég hefði átt að halda haus og fylgja réttum boðleiðum. Á þessum tíma voru þetta hlutir sem voru taldir eðlilegir í fótbolta. Að ná árangri með þessum hætti gerði mig óþolinmóðan og æstan í að ná árangri strax.“ Former Everton player Li Tie has been sentenced to LIFE in prison in China, relating to corruption charges pic.twitter.com/MyOeH1Trk9— Mail Sport (@MailSport) February 23, 2024 Li er ekki eini maðurinn sem var dæmdur í fangelsi vegna málsins. Chen Xuyuan, fyrrverandi formaður kínverska knattspyrnusambandsins, hefur verið dæmdur í 15 ára fangelsi. Du Zhaocai, núverandi varaformaður sambandsins, hefur samkvæmt fréttum verið dæmdur í 13 ára fangelsi.
Fótbolti Kína Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Man. City - Dortmund | Tekst gamla liðinu að stöðva Haaland? Fótbolti Davíð Smári tekur við Njarðvík Íslenski boltinn „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Fleiri fréttir Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni Club Brugge - Barcelona | Börsungar í Belgíu Man. City - Dortmund | Tekst gamla liðinu að stöðva Haaland? „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Sjá meira