Telur sig geta náð betri samningi utan breiðfylkingarinnar Magnús Jochum Pálsson og Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifa 23. febrúar 2024 19:22 Ragnar Þór hefur trú á að VR geti náð góðum samningum utan breiðfylkingarinnar og ætlar að vera í bandi við fagfélögin. Vísir/Arnar Formaður VR telur sig geta náð betri samningi við Samtök atvinnulífsins með því að slíta félagið frá samstarfi við breiðfylkingu stéttarfélaga. Það gerði hann í dag vegna ágreinings innan fylkingarinnar um forsenduákvæði sem snýr að verðbólgu. Stjórn VR tók ákvörðunina á fundi sínum í hádeginu í dag. Hvað er það við þetta ákvæði sem þið getið ekki unað við? „Ég ætla ekki að fara út í smáatriði, það skiptir mjög miklu máli á þessu stigi að félagar okkar sem sitja enn við samningaborðið nái öflugum kjarasamningi fyrir sína hópa,“ sagði Ragnar Þór, formaður VR í viðtali við fréttastofu í kvöld. Ólíkir hópar með ólíka sýn Samkvæmt heimildum fréttastofu sneri ágreiningur um forsenduákvæðið meðal annars að tímasetningu þess innan kjarasamningstímans. En snýr þetta bara að þessu ákvæði eða var ákveðið vantraust milli aðila í breiðfylkingunni? „Alls ekki, við erum ólíkir hópar með ólíka sýn og ólík markmið,“ sagði hann. Það var talað um í upphafi að þið væruð sterk saman og ætluðuð að ganga í takt. Finnst ykkur eins og ykkur í VR hafi verið ýtt út að einhverju leyti fyrst það var ekki hægt að ræða málin frekar? „Nei, ég met það ekki svo. Við erum auðvitað langstærsta stéttarfélag landsins og við erum alveg burðug til að standa ein,“ segir Ragnar Þór. Hefði verið betra að standa saman Ragnar segir að auðvitað hefði verið æskilegt ef öll alþýðusambandsfélögin hefðu staðið saman í vinnunni. Hann segist vonast til þess að Breiðfylkingin nái kjarasamningum við Samtök atvinnulífsins um helgina. Heldurðu að þú náir góðum samning ef þú stendur utan við þessa fylkingu og fylgir á eftir. „Ég hef trú á því. Öðruvísi hefðum við ekki stigið út úr þessu bandalagi nema ég hefði trú á því að við næðum árangri í nokkrum lykilatriðum sem við höfum verið að berjast fyrir. Helgin fari í að skoða hvort VR semji eitt um kjarasamning eða hvort félagið gangi inn í annað bandalag. „Við höfum umboð frá okkar baklandi til þess að undirbúa aðgerðir. Við munum örugglega ræða við önnur stéttarfélög sem hafa verið utan okkar bandalags með möguleika á samstarfi eða einhvers konar bandalagi,“ segir Ragnar. Ertu byrjaður í viðræðum? Hefurðu heyrt í Kristján Þórði hjá Rafiðnaðarsambandinu eða einhverjum hjá fagfélögunum? „Ég er alltaf í góðu sambandi við Kristján og fleiri formenn stéttarfélaga. Við ræðum alltaf reglulega saman og munum örugglega tala saman um helgina,“ sagði Ragnar að lokum. Kjaraviðræður 2023-24 Stéttarfélög Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fleiri fréttir Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Sjá meira
Stjórn VR tók ákvörðunina á fundi sínum í hádeginu í dag. Hvað er það við þetta ákvæði sem þið getið ekki unað við? „Ég ætla ekki að fara út í smáatriði, það skiptir mjög miklu máli á þessu stigi að félagar okkar sem sitja enn við samningaborðið nái öflugum kjarasamningi fyrir sína hópa,“ sagði Ragnar Þór, formaður VR í viðtali við fréttastofu í kvöld. Ólíkir hópar með ólíka sýn Samkvæmt heimildum fréttastofu sneri ágreiningur um forsenduákvæðið meðal annars að tímasetningu þess innan kjarasamningstímans. En snýr þetta bara að þessu ákvæði eða var ákveðið vantraust milli aðila í breiðfylkingunni? „Alls ekki, við erum ólíkir hópar með ólíka sýn og ólík markmið,“ sagði hann. Það var talað um í upphafi að þið væruð sterk saman og ætluðuð að ganga í takt. Finnst ykkur eins og ykkur í VR hafi verið ýtt út að einhverju leyti fyrst það var ekki hægt að ræða málin frekar? „Nei, ég met það ekki svo. Við erum auðvitað langstærsta stéttarfélag landsins og við erum alveg burðug til að standa ein,“ segir Ragnar Þór. Hefði verið betra að standa saman Ragnar segir að auðvitað hefði verið æskilegt ef öll alþýðusambandsfélögin hefðu staðið saman í vinnunni. Hann segist vonast til þess að Breiðfylkingin nái kjarasamningum við Samtök atvinnulífsins um helgina. Heldurðu að þú náir góðum samning ef þú stendur utan við þessa fylkingu og fylgir á eftir. „Ég hef trú á því. Öðruvísi hefðum við ekki stigið út úr þessu bandalagi nema ég hefði trú á því að við næðum árangri í nokkrum lykilatriðum sem við höfum verið að berjast fyrir. Helgin fari í að skoða hvort VR semji eitt um kjarasamning eða hvort félagið gangi inn í annað bandalag. „Við höfum umboð frá okkar baklandi til þess að undirbúa aðgerðir. Við munum örugglega ræða við önnur stéttarfélög sem hafa verið utan okkar bandalags með möguleika á samstarfi eða einhvers konar bandalagi,“ segir Ragnar. Ertu byrjaður í viðræðum? Hefurðu heyrt í Kristján Þórði hjá Rafiðnaðarsambandinu eða einhverjum hjá fagfélögunum? „Ég er alltaf í góðu sambandi við Kristján og fleiri formenn stéttarfélaga. Við ræðum alltaf reglulega saman og munum örugglega tala saman um helgina,“ sagði Ragnar að lokum.
Kjaraviðræður 2023-24 Stéttarfélög Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fleiri fréttir Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Sjá meira