Engin önnur stór ágreiningsefni eftir í viðræðum Lovísa Arnardóttir skrifar 23. febrúar 2024 12:01 Ragnar Þór er sá eini sem ekki hefur samþykkt forsenduákvæðið sem breiðfylkingn náði saman um í gær. Vísir/Ívar Fannar Stýrivaxtaákvæðið sem var til umræðu í kjarasamningsviðræðum breiðfylkingar ASÍ og Samtaka atvinnulífsins er ekki hluti af forsenduákvæði sem samið var um í gær. Engin önnur stór ágreiningsefni eru eftir í viðræðum. Samkvæmt heimildum fréttastofu snýr ákvæðið aðeins að verðbólgu og ekki er minnst á neina vexti. Meginmarkmið viðsemjenda hefur verið að ná niður verðbólgu og vöxtum og að samningar skapi skilyrði svo að það gerist. Allir innan breiðfylkingar ASÍ að VR og LÍV undanskildum hafa skrifað undir ákvæðið. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR og LÍV, fundar með sínu baklandi um málið í dag. Samkvæmt heimildum fréttastofu eru engin önnur stór ágreiningsefni eftir í viðræðunum. Búið sé að semja um launalið og nú þegar forsenduákvæðið er komið sé lítið eftir. Ragnar Þór vildi ekki tjá sig um málið þegar fréttastofa talað við hann í morgun og vísaði til fjölmiðlabanns. Hann staðfesti þó að hann ætlaði að funda með samninganefnd sinni í hádeginu og baklandi sínu í dag. Ríkissáttasemjari boðaði til fundar breiðfylkingar í Karphúsinu í morgun og stendur hann enn yfir. Þegar kjaraviðræðum var slitið fyrr í þessum mánuði kom fram í tilkynningu frá breiðfylkingunni að ásteytingarsteinninn hafi verið forsenduákvæði um þróun verðbólgu og vaxta. „Ásteytingarsteinninn er forsenduákvæði um þróun verðbólgu og vaxta. SA hafa hafnað með öllu að í fjögurra ára samningi verði forsenduákvæði til varnar launafólki, hafi markmið varðandi verðbólgu og vexti ekki náðst,“ sagði í yfirlýsingu og að launafólk eitt myndi bera ábyrgð ef að markmið samninga um lækkun verðbólgu og vaxta myndu ekki nást. Seðlabankastjóri sagði eðlilegra að miða við verðbólgu Samtök atvinnulífsins sögðust ekki geta gengið að forsenduákvæðum um þróun vaxta á samningstímanum þar sem það myndi vega að sjálfstæði Seðlabankans. „Lögbundið hlutverk bankans er að halda verðbólgu við markmið og beita til þess stýrivaxtatækinu. Það er svo hlutverk aðila vinnumarkaðarins að skapa umhverfi sem stuðlar að þessu markmiði,“ sagði í yfirlýsingu frá SA á þeim tíma. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri sagði nokkrum dögum síðar á fundi með efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis að aðilar vinnumarkaðarins gætu samið um hvað sem væri. Seðlabankinn skipti sér ekki af því enda ekki aðili að samningunum. Þá sagði hann að forsenduákvæði um þróun vaxta myndi ekki hafa nein áhrif á ákvarðanir bankans en tók þó fram að í forsenduákvæðum samninga væri eðlilegra að miða við þróun kaupmáttar og verðbólgu en vaxtastefnu bankans. Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Atvinnurekendur Seðlabankinn Tengdar fréttir Hafa náð saman um forsenduákvæði og funda aftur í dag Breiðfylkingin svokallaða og Samtök atvinnulífsins hafa náð saman um forsenduákvæði kjarasamninga eftir langan samningafund í gær. Fundarhöld hefjast að nýju klukkan níu. 23. febrúar 2024 06:36 Fundi hjá ríkissáttasemjara lokið og annar boðaður í fyrramálið Fundi breiðfylkingar stéttafélaga innan ASÍ og Samtaka atvinnulífsins hjá ríkissáttasemjara er lokið. Annar fundur hefur verið boðaður klukkan níu í fyrramálið. 22. febrúar 2024 20:15 Enn fundað í Karphúsinu um forsenduákvæðið Breiðfylking stéttarfélaga innan ASÍ og Samtök atvinnulífsins funda hjá ríkissáttasemjara. Fundur hófst klukkan níu í morgun og stendur enn að sögn Elísabetar Ólafsdóttur aðstoðarríkissáttasemjara. 22. febrúar 2024 15:42 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Sjá meira
Samkvæmt heimildum fréttastofu snýr ákvæðið aðeins að verðbólgu og ekki er minnst á neina vexti. Meginmarkmið viðsemjenda hefur verið að ná niður verðbólgu og vöxtum og að samningar skapi skilyrði svo að það gerist. Allir innan breiðfylkingar ASÍ að VR og LÍV undanskildum hafa skrifað undir ákvæðið. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR og LÍV, fundar með sínu baklandi um málið í dag. Samkvæmt heimildum fréttastofu eru engin önnur stór ágreiningsefni eftir í viðræðunum. Búið sé að semja um launalið og nú þegar forsenduákvæðið er komið sé lítið eftir. Ragnar Þór vildi ekki tjá sig um málið þegar fréttastofa talað við hann í morgun og vísaði til fjölmiðlabanns. Hann staðfesti þó að hann ætlaði að funda með samninganefnd sinni í hádeginu og baklandi sínu í dag. Ríkissáttasemjari boðaði til fundar breiðfylkingar í Karphúsinu í morgun og stendur hann enn yfir. Þegar kjaraviðræðum var slitið fyrr í þessum mánuði kom fram í tilkynningu frá breiðfylkingunni að ásteytingarsteinninn hafi verið forsenduákvæði um þróun verðbólgu og vaxta. „Ásteytingarsteinninn er forsenduákvæði um þróun verðbólgu og vaxta. SA hafa hafnað með öllu að í fjögurra ára samningi verði forsenduákvæði til varnar launafólki, hafi markmið varðandi verðbólgu og vexti ekki náðst,“ sagði í yfirlýsingu og að launafólk eitt myndi bera ábyrgð ef að markmið samninga um lækkun verðbólgu og vaxta myndu ekki nást. Seðlabankastjóri sagði eðlilegra að miða við verðbólgu Samtök atvinnulífsins sögðust ekki geta gengið að forsenduákvæðum um þróun vaxta á samningstímanum þar sem það myndi vega að sjálfstæði Seðlabankans. „Lögbundið hlutverk bankans er að halda verðbólgu við markmið og beita til þess stýrivaxtatækinu. Það er svo hlutverk aðila vinnumarkaðarins að skapa umhverfi sem stuðlar að þessu markmiði,“ sagði í yfirlýsingu frá SA á þeim tíma. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri sagði nokkrum dögum síðar á fundi með efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis að aðilar vinnumarkaðarins gætu samið um hvað sem væri. Seðlabankinn skipti sér ekki af því enda ekki aðili að samningunum. Þá sagði hann að forsenduákvæði um þróun vaxta myndi ekki hafa nein áhrif á ákvarðanir bankans en tók þó fram að í forsenduákvæðum samninga væri eðlilegra að miða við þróun kaupmáttar og verðbólgu en vaxtastefnu bankans.
Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Atvinnurekendur Seðlabankinn Tengdar fréttir Hafa náð saman um forsenduákvæði og funda aftur í dag Breiðfylkingin svokallaða og Samtök atvinnulífsins hafa náð saman um forsenduákvæði kjarasamninga eftir langan samningafund í gær. Fundarhöld hefjast að nýju klukkan níu. 23. febrúar 2024 06:36 Fundi hjá ríkissáttasemjara lokið og annar boðaður í fyrramálið Fundi breiðfylkingar stéttafélaga innan ASÍ og Samtaka atvinnulífsins hjá ríkissáttasemjara er lokið. Annar fundur hefur verið boðaður klukkan níu í fyrramálið. 22. febrúar 2024 20:15 Enn fundað í Karphúsinu um forsenduákvæðið Breiðfylking stéttarfélaga innan ASÍ og Samtök atvinnulífsins funda hjá ríkissáttasemjara. Fundur hófst klukkan níu í morgun og stendur enn að sögn Elísabetar Ólafsdóttur aðstoðarríkissáttasemjara. 22. febrúar 2024 15:42 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Sjá meira
Hafa náð saman um forsenduákvæði og funda aftur í dag Breiðfylkingin svokallaða og Samtök atvinnulífsins hafa náð saman um forsenduákvæði kjarasamninga eftir langan samningafund í gær. Fundarhöld hefjast að nýju klukkan níu. 23. febrúar 2024 06:36
Fundi hjá ríkissáttasemjara lokið og annar boðaður í fyrramálið Fundi breiðfylkingar stéttafélaga innan ASÍ og Samtaka atvinnulífsins hjá ríkissáttasemjara er lokið. Annar fundur hefur verið boðaður klukkan níu í fyrramálið. 22. febrúar 2024 20:15
Enn fundað í Karphúsinu um forsenduákvæðið Breiðfylking stéttarfélaga innan ASÍ og Samtök atvinnulífsins funda hjá ríkissáttasemjara. Fundur hófst klukkan níu í morgun og stendur enn að sögn Elísabetar Ólafsdóttur aðstoðarríkissáttasemjara. 22. febrúar 2024 15:42