Skýra hvað gervigreind megi nota: Hemmi Gunn í Áramótaskaupinu sýndi alþjóð möguleg áhrif Bjarki Sigurðsson skrifar 25. febrúar 2024 15:40 Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata. Vísir/Sigurjón Þingmaður Pírata hefur lagt fram frumvarp þar sem kveðið er á um hvað gervigreind má nota og hvað ekki. Innkoma gervigreindarútgáfu af Hemma Gunn í áramótaskaupinu flýtti fyrir útgáfu frumvarpsins. Gervigreindin verður alltaf stærri og stærri hluti lífs okkar og þeim fjölgar sem nota gervigreind reglulega í námi og vinnu. Gervigreindin hefur farið gríðarlegum framförum síðustu misseri, ógnvægilegum framförum myndu kannski einhverjir segja. Það hefur lengi verið álitaefni hvaða efni gervigreind má nota og í hvaða tilgangi. Dæmi eru um dómsmál erlendis þar sem tekist er á um nákvæmlega það. Fólk hafi höfundarrétt á sér sjálfu Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, hefur lagt fram frumvarp um breytingu á höfundalögum, sem skýrir aðeins betur hvernig megi nota gervigreind hér á landi. „Í fyrsta lagi að fólk hafi höfundarrétt af sjálfu sér. Þegar það er verið að búa eitthvað til, þannig það megi líta á það sem svo að það sé raunveruleg eftirgerð af fólki, þá sé það óleyfilegt nema með leyfi fólks eða afkomenda þeirra ef viðkomandi er látinn,“ segir Björn Leví. Áramótaskaupið flýtti fyrir vinnunni Hann segir atriði úr áramótaskaupinu þar sem Hermann heitinn Gunnarsson birtist á skjáum landsmanna hafa fengið hann til að flýta því að klára frumvarpið. „Þetta var dæmi sem sýndi öllum hvernig þetta er að virka. Þetta var atriði sem við vorum búin að hafa augu á og vissum af út af ýmsum öðrum dæmum en þarna var alþjóð sýnt hvaða áhrif þetta mun hafa í raun og veru,“ segir Björn Leví. Í frumvarpinu kemur fram að gervigreind megi nýta sér efni sem hún nálgast löglega. „Bara eins og ef ég er að horfa á bíómynd í sjónvarpinu eða þvíumlíkt, það er löglega aðgengilegt fyrir mig sem getur verið innblástur fyrir listaverk sem ég ákveð að búa til. Á sama hátt getur það verið innblástur fyrir gervigreind sem ákveður að nýta sama efni til framleiðslu seinna meir, en svo lengi sem það passar inn í öll önnur höfundalög,“ segir Björn Leví. Gervigreind Píratar Alþingi Stjórnsýsla Tengdar fréttir Sora-tæknin gerir myndbönd af öllu mögulegu möguleg Myndband sem sýnir Hollywood-stjörnuna Will Smith borða spaghettí vakti athygli heimsbyggðarinnar í febrúar á síðasta ári. Myndbandið, sem var búið til af gervigreind, þótti bæði fyndið og óhugnanlegt. 25. febrúar 2024 10:30 Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Innlent Fleiri fréttir Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Sjá meira
Gervigreindin verður alltaf stærri og stærri hluti lífs okkar og þeim fjölgar sem nota gervigreind reglulega í námi og vinnu. Gervigreindin hefur farið gríðarlegum framförum síðustu misseri, ógnvægilegum framförum myndu kannski einhverjir segja. Það hefur lengi verið álitaefni hvaða efni gervigreind má nota og í hvaða tilgangi. Dæmi eru um dómsmál erlendis þar sem tekist er á um nákvæmlega það. Fólk hafi höfundarrétt á sér sjálfu Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, hefur lagt fram frumvarp um breytingu á höfundalögum, sem skýrir aðeins betur hvernig megi nota gervigreind hér á landi. „Í fyrsta lagi að fólk hafi höfundarrétt af sjálfu sér. Þegar það er verið að búa eitthvað til, þannig það megi líta á það sem svo að það sé raunveruleg eftirgerð af fólki, þá sé það óleyfilegt nema með leyfi fólks eða afkomenda þeirra ef viðkomandi er látinn,“ segir Björn Leví. Áramótaskaupið flýtti fyrir vinnunni Hann segir atriði úr áramótaskaupinu þar sem Hermann heitinn Gunnarsson birtist á skjáum landsmanna hafa fengið hann til að flýta því að klára frumvarpið. „Þetta var dæmi sem sýndi öllum hvernig þetta er að virka. Þetta var atriði sem við vorum búin að hafa augu á og vissum af út af ýmsum öðrum dæmum en þarna var alþjóð sýnt hvaða áhrif þetta mun hafa í raun og veru,“ segir Björn Leví. Í frumvarpinu kemur fram að gervigreind megi nýta sér efni sem hún nálgast löglega. „Bara eins og ef ég er að horfa á bíómynd í sjónvarpinu eða þvíumlíkt, það er löglega aðgengilegt fyrir mig sem getur verið innblástur fyrir listaverk sem ég ákveð að búa til. Á sama hátt getur það verið innblástur fyrir gervigreind sem ákveður að nýta sama efni til framleiðslu seinna meir, en svo lengi sem það passar inn í öll önnur höfundalög,“ segir Björn Leví.
Gervigreind Píratar Alþingi Stjórnsýsla Tengdar fréttir Sora-tæknin gerir myndbönd af öllu mögulegu möguleg Myndband sem sýnir Hollywood-stjörnuna Will Smith borða spaghettí vakti athygli heimsbyggðarinnar í febrúar á síðasta ári. Myndbandið, sem var búið til af gervigreind, þótti bæði fyndið og óhugnanlegt. 25. febrúar 2024 10:30 Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Innlent Fleiri fréttir Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Sjá meira
Sora-tæknin gerir myndbönd af öllu mögulegu möguleg Myndband sem sýnir Hollywood-stjörnuna Will Smith borða spaghettí vakti athygli heimsbyggðarinnar í febrúar á síðasta ári. Myndbandið, sem var búið til af gervigreind, þótti bæði fyndið og óhugnanlegt. 25. febrúar 2024 10:30