Hótar aðgerðum fari hjólin ekki að snúast fyrir helgi Árni Sæberg og Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifa 21. febrúar 2024 23:11 Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambands Íslands. Vísir/Arnar Formaður Rafiðnaðarsambands Íslands segir að Samtök atvinnulífsins hafi fram á föstudag til þess að koma með eitthvað að samningaborðinu. Ellegar neyðist Fagfélögin til þess að grípa til aðgerða í kjaradeilunni. Kjaraviðræður breiðfylkingarinnar svokölluðu og Samtaka atvinnulífsins hófust á ný í dag, eftir að hafa legið niðri í um tvær vikur. Fundi þeirra lauk á niðurstöðu á fimmta tímanum í dag en aftur verður fundað á morgun. Á meðan þær viðræður hafa verið á ís hafa Fagfélögin, sem samanstanda af Rafiðnaðarsambandi Íslands, MATVÍS og Félagi vélstjóra og málmtæknimanna, fundað með SA. Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambandins, fór yfir stöðuna í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. „Viðræður hafa gengið þannig að við höfum átt nokkra fundi í vikunni, funduðum í gær og á mánudag og síðan eru vinnufundir í gangi. Það er fundur á aftur á morgun. Þetta hefur gengið frekar hægt en samtalið hefur verið í gangi, sem er auðvitað mikilvægt til að koma þessu áfram,“ segir Kristján Þórður. Mjakast áfram Kristján Þórður segir að viðræðurnar hafi mjakast áfram en Fagfélögin hefði viljað hafa hraðari gang á þeim. Á föstudag verði fundað með stórum samninganefndum og staðan verði tekin á þeim tímapunkti. Setja pressu á Samtök atvinnulífsins Kristján Þórður segir að Fagfélögin vilji fara að sjá til lands í viðræðunum. „Við vonumst til þess að það verði komið á föstudaginn og ef það gerist ekki þá þurfum við bara að fara að meta þá stöðu sem er í viðræðunum.“ Ef SA kemur ekki með neitt að borðinu á föstudaginn, sjáum við þá fram á aðgerðir? „Ef málin fara ekki að hreyfast, þá já. Þá er það væntanlega skrefið í kjölfarið. Við auðvitað höldum í vonina að samtalið skili okkur eitthvað áfram. En ef það gerist ekki þá þurfum við að beita meiri þrýstingi.“ Kjaraviðræður 2023-24 Kjaramál Stéttarfélög Vinnumarkaður Tengdar fréttir Funda aftur á morgun Fundi breiðfylkingar stéttarfélaga Alþýðusambandsins og Samtaka atvinnulífsins lauk án niðurstöðu síðdegis í dag. Aftur verður fundað á morgun. 21. febrúar 2024 18:15 Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Sjá meira
Kjaraviðræður breiðfylkingarinnar svokölluðu og Samtaka atvinnulífsins hófust á ný í dag, eftir að hafa legið niðri í um tvær vikur. Fundi þeirra lauk á niðurstöðu á fimmta tímanum í dag en aftur verður fundað á morgun. Á meðan þær viðræður hafa verið á ís hafa Fagfélögin, sem samanstanda af Rafiðnaðarsambandi Íslands, MATVÍS og Félagi vélstjóra og málmtæknimanna, fundað með SA. Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambandins, fór yfir stöðuna í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. „Viðræður hafa gengið þannig að við höfum átt nokkra fundi í vikunni, funduðum í gær og á mánudag og síðan eru vinnufundir í gangi. Það er fundur á aftur á morgun. Þetta hefur gengið frekar hægt en samtalið hefur verið í gangi, sem er auðvitað mikilvægt til að koma þessu áfram,“ segir Kristján Þórður. Mjakast áfram Kristján Þórður segir að viðræðurnar hafi mjakast áfram en Fagfélögin hefði viljað hafa hraðari gang á þeim. Á föstudag verði fundað með stórum samninganefndum og staðan verði tekin á þeim tímapunkti. Setja pressu á Samtök atvinnulífsins Kristján Þórður segir að Fagfélögin vilji fara að sjá til lands í viðræðunum. „Við vonumst til þess að það verði komið á föstudaginn og ef það gerist ekki þá þurfum við bara að fara að meta þá stöðu sem er í viðræðunum.“ Ef SA kemur ekki með neitt að borðinu á föstudaginn, sjáum við þá fram á aðgerðir? „Ef málin fara ekki að hreyfast, þá já. Þá er það væntanlega skrefið í kjölfarið. Við auðvitað höldum í vonina að samtalið skili okkur eitthvað áfram. En ef það gerist ekki þá þurfum við að beita meiri þrýstingi.“
Kjaraviðræður 2023-24 Kjaramál Stéttarfélög Vinnumarkaður Tengdar fréttir Funda aftur á morgun Fundi breiðfylkingar stéttarfélaga Alþýðusambandsins og Samtaka atvinnulífsins lauk án niðurstöðu síðdegis í dag. Aftur verður fundað á morgun. 21. febrúar 2024 18:15 Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Sjá meira
Funda aftur á morgun Fundi breiðfylkingar stéttarfélaga Alþýðusambandsins og Samtaka atvinnulífsins lauk án niðurstöðu síðdegis í dag. Aftur verður fundað á morgun. 21. febrúar 2024 18:15