Biden situr á digrum sjóðum en Trump ver fúlgum í lögmenn Samúel Karl Ólason skrifar 21. febrúar 2024 14:51 Donald Trump og Joe Biden munu væntanlega mætast aftur í forsetakosningunum í nóvember. Biden á mun meira í kosningasjóðum sínum og Trump ver fúlgum fjár í lögfræðikostnað. Það mun mögulega koma niður á kosningabaráttu hans. AP Donald Trump og Nikki Haley eyddu bæði miklum fjármunum í kosningabaráttu þeirra í janúar. Trump varði einnig milljónum dala í lögfræðikostnað en hann stendur meðal annars frammi fyrir 91 ákærulið í fjórum mismunandi málum auk annarra lögsókna. Joe Biden á töluvert meira í sjóðum sínum en Trump. Undir lok janúar sat Trump á þrjátíu milljónum dala í kosningasjóði sínum. Hann hafði safnað níu milljónum í mánuðinum en eytt 11,4. Save America, pólitísk aðgerðanefnd Trumps (PAC), átti þó einungis um sex milljónir dala í lok mánaðarins. Trump hefur notað sjóðinn til að greiða lögfræðikostnað fyrir sig og valda samstarfsmenn sína. Sá kostnaður var nærri því fjórar milljónir dala í janúar og skuldar sjóðurinn 1,9 milljónir til viðbótar, samkvæmt frétt Washington Post. Trump situr þó á sjóð í annarri aðgerðanefnd sem kallast MAGA Inc.. Hann átti 19,7 milljónir í lok janúar. Saman eyddu þessir sjóðir 55,6 milljónum dala í lögfræðikostnað árið 2023. Það samsvarar rúmum 7,5 milljörðum króna. Í heildina sat Trump á um 56 milljónum dala í lok síðasta mánaðar. Donald Trump hefur verið ákærður fjórum sinnum. Jack Smith, sérstakur rannsakandi dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna, hefur ákært Trump í tveimur málum. Annað þeirra snýr að viðleitni hans til að snúa úrslitum forsetakosninganna í Bandaríkjunum árið 2020 á landsvísu. Réttarhöldin áttu að hefjast 4. mars en hefur verið frestað um óákveðinn tíma. Hitt snýr að opinberum gögnum og leynilegum skjölum sem hann tók með sér úr Hvíta húsinu þegar hann flutti til Flórída og neitaði að afhenta. Réttarhöldin eiga að hefjast í maí. Hann hefur einnig verið ákærður í New York fyrir brot á lögum um kosningar vegna þagnargreiðslu til klámmyndaleikkonunnar Stormy Daniels. Réttarhöldin eiga að hefjast 25. mars. Trump hefur þar að auki verið ákærður í Georgíu og fyrir að reyna að snúa úrslitum kosninganna þar. Ekki er búið að ákveða hvenær réttarhöldin í Georgíu eiga að hefjast en búið er að ákveða að sýnt verði frá þeim í beinni útsendingu. Nikki Halyy, mótframbjóðandi Trumps í forvali Repúblikanaflokksins fyrir forsetakosningarnar í nóvember, segist ekki ætla að hætta þó henni hafi ekki gengið vel hingað til. Tónn hennar í garð Trumps verður sífellt harðari og hefur hún safnað töluvert af fé, bæði frá auðugum aðilum og í smáum framlögum. Í lok Janúar hafði hún safnað 11,5 milljónum dala í mánuðinum. Hún eyddi þó rúmum þrettán en átti nærri því þrettán milljónir dala í kosningasjóði sínum í lok mánaðarins. SFA Fund Inc., pólitísk aðgerðanefnd hennar, eyddi tæpum fjórtán milljónum dala í mánuðinum og átti eingöngu um tvær milljónir um mánaðamótin. Biden á bústinni buddu Þegar litið er til kosningasjóða landsnefnda Repúblikanaflokksins annars vegar og Demókrataflokksins hins vegar, njóta þeir síðarnefndu töluverðs forskots. Landsnefnd Repúblikanaflokksins átti einungis 8,7 milljónir dala um mánaðamótin en Demókrataflokkurinn sat á 24 milljónum. Repúblikanar söfnuðu 11,5 milljónum í janúar og eyddu 10,8. Demókratar söfnuðu sextán milljónum og eyddu fjórtán. Joe Biden, forseti, situr einnig á digrum sjóðum og virðist eiga mun meira fé til kosningabaráttunnar en Trump, sem er væntanlegur mótframbjóðandi hans. Framboð hans segir að rúmar 42 milljónir dala hafi safnast í kosningasjóð hans og í aðgerðanefndir í janúar. Þá á forsetinn nærri því 56 milljónir dala í kosningasjóði sínum. Framboðið þarf ekki að leggja fram skýrslur um stöðu aðgerðanefnda Bidens til kosningayfirvalda fyrr en í apríl en framboð hans segir að í heildina eigi Biden um 130 milljónir dala til að verja í kosningabaráttuna. Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Joe Biden Donald Trump Tengdar fréttir Lincoln bestur, Biden í fjórtánda sæti en Trump alverstur Samkvæmt sagnfræðingum í Bandaríkjunum er Joe Biden fjórtándi besti Bandaríkjaforseti sögunnar, á meðan Donald Trump er sá alversti. Mesta afrek Biden var að koma Trump frá völdum, segja prófessorarnir sem stóðu fyrir könnuninni. 19. febrúar 2024 11:09 Skuldar meira en hálfan milljarð dala vegna dómsmála Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, skuldar gífurlegar fjárhæðir vegna tveggja dómsmála sem úrskurðar hefur verið í á undanförnum vikum. Mögulegt er að hann þurfi að selja fasteignir til að eiga fyrir sektunum. 17. febrúar 2024 13:18 Trump vill frest fram yfir kosningar Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna og væntanlegur forsetaframbjóðandi Repúblikanaflokksins, hefur beðið Hæstarétt Bandaríkjanna um að fresta úrskurði um hvort hann njóti friðhelgi gegn lögsókn þar til fram yfir forsetakosningarnar í nóvember. Verði dómarar við þeirri kröfu verður líklega ekki hægt að rétta yfir honum vegna árásarinnar á þinghús Bandaríkjanna þann 6. janúar 2021 og tilrauna hans til snúa úrslitum forsetakosninganna 2020. 13. febrúar 2024 15:42 Mest lesið Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Innlent Skaut sig áður en bíllinn sprakk Erlent Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Innlent Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Erlent Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Erlent „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Innlent Fleiri fréttir Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Þetta orsakaði kuldabola sem herjaði á íbúa Nuuk Sjá meira
Undir lok janúar sat Trump á þrjátíu milljónum dala í kosningasjóði sínum. Hann hafði safnað níu milljónum í mánuðinum en eytt 11,4. Save America, pólitísk aðgerðanefnd Trumps (PAC), átti þó einungis um sex milljónir dala í lok mánaðarins. Trump hefur notað sjóðinn til að greiða lögfræðikostnað fyrir sig og valda samstarfsmenn sína. Sá kostnaður var nærri því fjórar milljónir dala í janúar og skuldar sjóðurinn 1,9 milljónir til viðbótar, samkvæmt frétt Washington Post. Trump situr þó á sjóð í annarri aðgerðanefnd sem kallast MAGA Inc.. Hann átti 19,7 milljónir í lok janúar. Saman eyddu þessir sjóðir 55,6 milljónum dala í lögfræðikostnað árið 2023. Það samsvarar rúmum 7,5 milljörðum króna. Í heildina sat Trump á um 56 milljónum dala í lok síðasta mánaðar. Donald Trump hefur verið ákærður fjórum sinnum. Jack Smith, sérstakur rannsakandi dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna, hefur ákært Trump í tveimur málum. Annað þeirra snýr að viðleitni hans til að snúa úrslitum forsetakosninganna í Bandaríkjunum árið 2020 á landsvísu. Réttarhöldin áttu að hefjast 4. mars en hefur verið frestað um óákveðinn tíma. Hitt snýr að opinberum gögnum og leynilegum skjölum sem hann tók með sér úr Hvíta húsinu þegar hann flutti til Flórída og neitaði að afhenta. Réttarhöldin eiga að hefjast í maí. Hann hefur einnig verið ákærður í New York fyrir brot á lögum um kosningar vegna þagnargreiðslu til klámmyndaleikkonunnar Stormy Daniels. Réttarhöldin eiga að hefjast 25. mars. Trump hefur þar að auki verið ákærður í Georgíu og fyrir að reyna að snúa úrslitum kosninganna þar. Ekki er búið að ákveða hvenær réttarhöldin í Georgíu eiga að hefjast en búið er að ákveða að sýnt verði frá þeim í beinni útsendingu. Nikki Halyy, mótframbjóðandi Trumps í forvali Repúblikanaflokksins fyrir forsetakosningarnar í nóvember, segist ekki ætla að hætta þó henni hafi ekki gengið vel hingað til. Tónn hennar í garð Trumps verður sífellt harðari og hefur hún safnað töluvert af fé, bæði frá auðugum aðilum og í smáum framlögum. Í lok Janúar hafði hún safnað 11,5 milljónum dala í mánuðinum. Hún eyddi þó rúmum þrettán en átti nærri því þrettán milljónir dala í kosningasjóði sínum í lok mánaðarins. SFA Fund Inc., pólitísk aðgerðanefnd hennar, eyddi tæpum fjórtán milljónum dala í mánuðinum og átti eingöngu um tvær milljónir um mánaðamótin. Biden á bústinni buddu Þegar litið er til kosningasjóða landsnefnda Repúblikanaflokksins annars vegar og Demókrataflokksins hins vegar, njóta þeir síðarnefndu töluverðs forskots. Landsnefnd Repúblikanaflokksins átti einungis 8,7 milljónir dala um mánaðamótin en Demókrataflokkurinn sat á 24 milljónum. Repúblikanar söfnuðu 11,5 milljónum í janúar og eyddu 10,8. Demókratar söfnuðu sextán milljónum og eyddu fjórtán. Joe Biden, forseti, situr einnig á digrum sjóðum og virðist eiga mun meira fé til kosningabaráttunnar en Trump, sem er væntanlegur mótframbjóðandi hans. Framboð hans segir að rúmar 42 milljónir dala hafi safnast í kosningasjóð hans og í aðgerðanefndir í janúar. Þá á forsetinn nærri því 56 milljónir dala í kosningasjóði sínum. Framboðið þarf ekki að leggja fram skýrslur um stöðu aðgerðanefnda Bidens til kosningayfirvalda fyrr en í apríl en framboð hans segir að í heildina eigi Biden um 130 milljónir dala til að verja í kosningabaráttuna.
Donald Trump hefur verið ákærður fjórum sinnum. Jack Smith, sérstakur rannsakandi dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna, hefur ákært Trump í tveimur málum. Annað þeirra snýr að viðleitni hans til að snúa úrslitum forsetakosninganna í Bandaríkjunum árið 2020 á landsvísu. Réttarhöldin áttu að hefjast 4. mars en hefur verið frestað um óákveðinn tíma. Hitt snýr að opinberum gögnum og leynilegum skjölum sem hann tók með sér úr Hvíta húsinu þegar hann flutti til Flórída og neitaði að afhenta. Réttarhöldin eiga að hefjast í maí. Hann hefur einnig verið ákærður í New York fyrir brot á lögum um kosningar vegna þagnargreiðslu til klámmyndaleikkonunnar Stormy Daniels. Réttarhöldin eiga að hefjast 25. mars. Trump hefur þar að auki verið ákærður í Georgíu og fyrir að reyna að snúa úrslitum kosninganna þar. Ekki er búið að ákveða hvenær réttarhöldin í Georgíu eiga að hefjast en búið er að ákveða að sýnt verði frá þeim í beinni útsendingu.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Joe Biden Donald Trump Tengdar fréttir Lincoln bestur, Biden í fjórtánda sæti en Trump alverstur Samkvæmt sagnfræðingum í Bandaríkjunum er Joe Biden fjórtándi besti Bandaríkjaforseti sögunnar, á meðan Donald Trump er sá alversti. Mesta afrek Biden var að koma Trump frá völdum, segja prófessorarnir sem stóðu fyrir könnuninni. 19. febrúar 2024 11:09 Skuldar meira en hálfan milljarð dala vegna dómsmála Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, skuldar gífurlegar fjárhæðir vegna tveggja dómsmála sem úrskurðar hefur verið í á undanförnum vikum. Mögulegt er að hann þurfi að selja fasteignir til að eiga fyrir sektunum. 17. febrúar 2024 13:18 Trump vill frest fram yfir kosningar Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna og væntanlegur forsetaframbjóðandi Repúblikanaflokksins, hefur beðið Hæstarétt Bandaríkjanna um að fresta úrskurði um hvort hann njóti friðhelgi gegn lögsókn þar til fram yfir forsetakosningarnar í nóvember. Verði dómarar við þeirri kröfu verður líklega ekki hægt að rétta yfir honum vegna árásarinnar á þinghús Bandaríkjanna þann 6. janúar 2021 og tilrauna hans til snúa úrslitum forsetakosninganna 2020. 13. febrúar 2024 15:42 Mest lesið Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Innlent Skaut sig áður en bíllinn sprakk Erlent Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Innlent Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Erlent Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Erlent „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Innlent Fleiri fréttir Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Þetta orsakaði kuldabola sem herjaði á íbúa Nuuk Sjá meira
Lincoln bestur, Biden í fjórtánda sæti en Trump alverstur Samkvæmt sagnfræðingum í Bandaríkjunum er Joe Biden fjórtándi besti Bandaríkjaforseti sögunnar, á meðan Donald Trump er sá alversti. Mesta afrek Biden var að koma Trump frá völdum, segja prófessorarnir sem stóðu fyrir könnuninni. 19. febrúar 2024 11:09
Skuldar meira en hálfan milljarð dala vegna dómsmála Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, skuldar gífurlegar fjárhæðir vegna tveggja dómsmála sem úrskurðar hefur verið í á undanförnum vikum. Mögulegt er að hann þurfi að selja fasteignir til að eiga fyrir sektunum. 17. febrúar 2024 13:18
Trump vill frest fram yfir kosningar Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna og væntanlegur forsetaframbjóðandi Repúblikanaflokksins, hefur beðið Hæstarétt Bandaríkjanna um að fresta úrskurði um hvort hann njóti friðhelgi gegn lögsókn þar til fram yfir forsetakosningarnar í nóvember. Verði dómarar við þeirri kröfu verður líklega ekki hægt að rétta yfir honum vegna árásarinnar á þinghús Bandaríkjanna þann 6. janúar 2021 og tilrauna hans til snúa úrslitum forsetakosninganna 2020. 13. febrúar 2024 15:42