Carl Lewis líkir nýjum langstökksreglum við aprílgabb Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. febrúar 2024 12:31 Carl Lewis í langstökkskeppninni á Ólympíuleikunum í Los Angeles árið 1984. Getty/David Cannon Carl Lewis er einn besti langstökkvari sögunnar. Það sem hann er ekki er aðdáandi breytinga á reglum í langstökki sem Alþjóða frjálsíþróttasambandið hefur nú boðað. Langstökkið hefur alla tíð verið stokkið af uppstökksplanka og stökkvararnir þurfa að hitta á réttan stað til að fá stökkið sitt gilt. Þar má ekki miklu skeika. Margoft hafa því frábær stökk verið dæmd ógild vegna þessa að langstökkvarinn fór millimetra fram yfir plankann. Sumir hafa líka tapað dýrmætum sentímetrum af því að þeir stukku upp of framarlega. Nú ætlar Alþjóða frjálsíþróttasambandið að breyta uppstökksreglunum í langstökki og kynna til leiks sérstakt uppstökkssvæði. Keppendur fá því ákveðið svæði til að stökkva upp á en stökkið þeirra verður síðan mælt nákvæmlega frá því sem langstökkvarinn stökk upp. Með því minnka verulega líkurnar á því að stökk verði dæmd ógild enda þarf þá ansi mikinn klaufagang til að hitta ekki á miklu stærra uppstökkssvæði. Carl Lewis varð fjórum sinnum Ólympíumeistari í langstökki og tvisvar sinnum heimsmeistari. Hann tjáði sig um nýju reglurnar. „Þú verður að bíða með aprílgöbbin til 1. apríl,“ skrifaði Carl Lewis á samfélagsmiðilinn X. Það er ljóst á þessum orðum að hann er ekki mikill aðdáandi nýju reglnanna. Hann er ekki sá eini og þykir flestum þetta vera alltof róttæk breyting á þessari klassísku grein. View this post on Instagram A post shared by AW (@athletics.weekly) Frjálsar íþróttir Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Fleiri fréttir KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Í beinni: Man. City - Liverpool | Stórleikur á Etihad Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Í beinni: Slavia Prag - Valur | Valskonur með augun á undanúrslitunum Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Í beinni: Real Madrid - Girona | Spennan á Spáni heldur áfram Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Sú yngsta í sögunni til að vinna: „Var rosalega stressuð“ Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Sjá meira
Langstökkið hefur alla tíð verið stokkið af uppstökksplanka og stökkvararnir þurfa að hitta á réttan stað til að fá stökkið sitt gilt. Þar má ekki miklu skeika. Margoft hafa því frábær stökk verið dæmd ógild vegna þessa að langstökkvarinn fór millimetra fram yfir plankann. Sumir hafa líka tapað dýrmætum sentímetrum af því að þeir stukku upp of framarlega. Nú ætlar Alþjóða frjálsíþróttasambandið að breyta uppstökksreglunum í langstökki og kynna til leiks sérstakt uppstökkssvæði. Keppendur fá því ákveðið svæði til að stökkva upp á en stökkið þeirra verður síðan mælt nákvæmlega frá því sem langstökkvarinn stökk upp. Með því minnka verulega líkurnar á því að stökk verði dæmd ógild enda þarf þá ansi mikinn klaufagang til að hitta ekki á miklu stærra uppstökkssvæði. Carl Lewis varð fjórum sinnum Ólympíumeistari í langstökki og tvisvar sinnum heimsmeistari. Hann tjáði sig um nýju reglurnar. „Þú verður að bíða með aprílgöbbin til 1. apríl,“ skrifaði Carl Lewis á samfélagsmiðilinn X. Það er ljóst á þessum orðum að hann er ekki mikill aðdáandi nýju reglnanna. Hann er ekki sá eini og þykir flestum þetta vera alltof róttæk breyting á þessari klassísku grein. View this post on Instagram A post shared by AW (@athletics.weekly)
Frjálsar íþróttir Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Fleiri fréttir KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Í beinni: Man. City - Liverpool | Stórleikur á Etihad Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Í beinni: Slavia Prag - Valur | Valskonur með augun á undanúrslitunum Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Í beinni: Real Madrid - Girona | Spennan á Spáni heldur áfram Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Sú yngsta í sögunni til að vinna: „Var rosalega stressuð“ Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Sjá meira