Össur stofnar móðurfélagið Embla Medical Atli Ísleifsson skrifar 21. febrúar 2024 07:45 Í tilkynningu segir að starfsemi Össurar verði óbreytt með þróun, framleiðslu og sölu á stoð- og stuðningstækjum. Össur Stjórn Össurar hf. hefur lagt til við aðalfund Össurar sem fram fer í næsta mánuði að móðurfélag félagsins taki upp nafnið Embla Medical hf. Í tilkynningu frá Össuri segir að markmiðið með þessum breytingum sé að styðja við stefnu og vöxt félagsins. „Á síðustu árum hefur félagið haslað sér völl á fleiri sviðum heilbrigðistækninnar. Sérstaðan er sem fyrr vörur og þjónusta við einstaklinga sem glíma við varanlega takmörkun á hreyfanleika. Fyrirtækjakaup hafa verið stór þáttur í þessari þróun og starfrækir félagið nú nokkur vörumerki, sem öll hafa mismunandi hlutverk. Samþykki aðalfundurinn breytinguna munu vörumerkin Össur, ForMotion, College Park og Fior & Gentz starfa undir hatti Emblu Medical, en kaup Össurar á Fior & Gentz voru kynnt í byrjun þessa árs. Þá er það mat stjórnarinnar að með breyttu skipulagi verði félagið betur í stakk búið til að halda áfram sókn sinni á stærri markaði. Starfsemi Össurar verður óbreytt með þróun, framleiðslu og sölu á stoð- og stuðningstækjum. Nafnið Embla varð fyrir valinu þar sem uppruni félagsins hér á landi er stór hluti af menningu þess og gildum. Með stofnun nýja móðurfélagsins Emblu Medical verði skrifaður næsti kafli í sögu fyrirtækisins sem hófst með uppfinningu stoðtækjafræðingsins Össurar Kristinssonar fyrir 53 árum. Höfuðstöðvar Emblu Medical verða áfram á Íslandi. Heildarfjöldi starfsfólks á heimsvísu er um 4.000, þar af um 700 á Íslandi. Félagið verður áfram skráð í kauphöllinni í Kaupmannahöfn undir merkjum Emblu Medical,“ segir í tilkynningunni. Sveinn Sölvason er forstjóri Össurar.Vísir/Vilhelm Stækkar og þróast Haft er eftir Sveini Sölvasyni, forstjóra Össurar, að um sé að ræða stóran áfanga í sögu Össurar. „Breytingarnar eru til marks um að fyrirtækið er að stækka og þróast. Embla Medical er alþjóðlegt heilbrigðistæknifyrirtæki sem þróar og framleiðir fjölbreyttar vörur sem eiga það allar sameiginlegt að bæta hreyfanleika fólks og auka lífsgæði. Auk þess vinnum við beint með sjúklingum og notendum víða um heim. Markmiðið er að koma lausnum okkar til sem flestra og þannig stuðla að því að fólk geti lifað lífi sínu án takmarkana. Á því byggir öll okkar starfsemi. Með þessum breytingum erum við að stilla skipulag saman við stefnu, “ segir Sveinn. Össur Mest lesið Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Viðskipti innlent Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Atvinnulíf Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Hafna ásökunum um smánarlaun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Sjá meira
Í tilkynningu frá Össuri segir að markmiðið með þessum breytingum sé að styðja við stefnu og vöxt félagsins. „Á síðustu árum hefur félagið haslað sér völl á fleiri sviðum heilbrigðistækninnar. Sérstaðan er sem fyrr vörur og þjónusta við einstaklinga sem glíma við varanlega takmörkun á hreyfanleika. Fyrirtækjakaup hafa verið stór þáttur í þessari þróun og starfrækir félagið nú nokkur vörumerki, sem öll hafa mismunandi hlutverk. Samþykki aðalfundurinn breytinguna munu vörumerkin Össur, ForMotion, College Park og Fior & Gentz starfa undir hatti Emblu Medical, en kaup Össurar á Fior & Gentz voru kynnt í byrjun þessa árs. Þá er það mat stjórnarinnar að með breyttu skipulagi verði félagið betur í stakk búið til að halda áfram sókn sinni á stærri markaði. Starfsemi Össurar verður óbreytt með þróun, framleiðslu og sölu á stoð- og stuðningstækjum. Nafnið Embla varð fyrir valinu þar sem uppruni félagsins hér á landi er stór hluti af menningu þess og gildum. Með stofnun nýja móðurfélagsins Emblu Medical verði skrifaður næsti kafli í sögu fyrirtækisins sem hófst með uppfinningu stoðtækjafræðingsins Össurar Kristinssonar fyrir 53 árum. Höfuðstöðvar Emblu Medical verða áfram á Íslandi. Heildarfjöldi starfsfólks á heimsvísu er um 4.000, þar af um 700 á Íslandi. Félagið verður áfram skráð í kauphöllinni í Kaupmannahöfn undir merkjum Emblu Medical,“ segir í tilkynningunni. Sveinn Sölvason er forstjóri Össurar.Vísir/Vilhelm Stækkar og þróast Haft er eftir Sveini Sölvasyni, forstjóra Össurar, að um sé að ræða stóran áfanga í sögu Össurar. „Breytingarnar eru til marks um að fyrirtækið er að stækka og þróast. Embla Medical er alþjóðlegt heilbrigðistæknifyrirtæki sem þróar og framleiðir fjölbreyttar vörur sem eiga það allar sameiginlegt að bæta hreyfanleika fólks og auka lífsgæði. Auk þess vinnum við beint með sjúklingum og notendum víða um heim. Markmiðið er að koma lausnum okkar til sem flestra og þannig stuðla að því að fólk geti lifað lífi sínu án takmarkana. Á því byggir öll okkar starfsemi. Með þessum breytingum erum við að stilla skipulag saman við stefnu, “ segir Sveinn.
Össur Mest lesið Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Viðskipti innlent Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Atvinnulíf Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Hafna ásökunum um smánarlaun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Sjá meira