Tíska og hönnun

Alltaf með nasl í töskunni og þjáist af matar­ást á háu stigi

Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar
Pattra deilir því hvað er í töskunni hennar með lesendum Vísis.
Pattra deilir því hvað er í töskunni hennar með lesendum Vísis. Aðsend

Markaðsstjórinn og ofurskvísan Pattra Sriyanonge lifir viðburðaríku lífi og er því mikilvægt fyrir hana að vera alltaf með réttu hlutina í töskunni. Lífið á Vísi tók púlsinn á henni í nýjum föstum lið sem heitir Hvað er í töskunni þinni?

Pattra var stödd í kvikmyndaverkefni uppi á jökli þegar að blaðamaður heyrði í henni en gaf sér þó tíma til að svara samviskusamlega.

Það leynist ýmislegt í töskunni hjá Pöttru. Grafík: Sara Rut

Hvað er í töskunni þinni og segðu okkur aðeins frá því sem er?

Það er tökudagur hjá mér upp á jökli og því er taskan mín frekar mínímalísk og praktísk. Ég er með frekar villt hár en er þessa dagana farin að reyna að hafa hemil á því. Því er ég farin að ganga með bursta á mér í fyrsta sinn á ævinni. 

Tökudagar geta verið óútreiknanlegir og þar af leiðandi er mikilvægt að hafa einhvers konar matarkyns meðferðis.
Pattra með POW töskuna sína uppi á jökli. Aðsend

Ég fann próteinbar og sleikjó heima sem ég greip með. Varasalvi frá Blue Lagoon er möst í frostinu, svo er ég alltaf með uppáhalds Bee glow varalitinn frá Guerlain í töskunni. Hyljari frá Chanel Sublimage til þess að fríska aðeins upp á vetrar-myglaða konu. 

Svo að lokum er ég með lykla að Sjáðu gleraugnaverslun, þar sem ég starfa sem markaðsstjóra. Flottasta gleraugnaverslun landsins, algerlega hlutlaust mat!

Hefur einhver hlutur tilfinningalegt gildi?

Nei ég held svei mér þá ekki, nema þá síminn sem er auðvitað alltaf með, hvert sem maður fer. Það allra mikilvægasta eru myndirnar af börnunum sem telur þúsunda og tekur allt plássið í símanum.

Er eitthvað sem er alltaf í töskunni þinni?

Síminn, varalitur og svo er ég langoftast með einhvers konar matarkyns á mér enda þjáist ég af matarást á háu stigi.

Hver er þín uppáhalds taska og afhverju?

Ég held mikið upp á leðurtöskunni minni með paisley mynstrinu sem ég keypti á grísku eyjunni Evia. Minning um góða tíma, svo finnst mér hún tímalaus, töffaraleg og rúmgóð.

Pattra er alltaf með eitthvað matarkyns á sér í töskunni. Uppáhalds taskan hennar er leðurtaska sem hún keypti á grískri eyju. Aðsend

Ertu dugleg að taka til í töskunni þinni og halda röð og reglu?

Ég mætti vera duglegri í því, ég held oft að ég sé búin að týna hlutum sem finnst svo vikum seinna í mismunandi töskum.

Ertu gjarnan með margar töskur á þér eða margar til skiptanna?

Mér finnst mjög gaman að breyta til og flakka því reglulega á milli, stundum oft á viku.

Stór eða lítil taska og afhverju?

Það fer rosalega mikið eftir tilefni. Stærri taska á daginn þegar maður er á hlaupum og minni gellulegri taska á kvöldin þegar maður þarf bara einn varalit og símann.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.