Ástarsögur úr hversdeginum Sigurvin Lárus Jónsson skrifar 20. febrúar 2024 14:00 Um liðna helgi lifðum við hjónin eins og áhrifavaldar, án þess þó að birta af því myndir á Instagram og raunar án þess að vera í neinu „samstarfi“. Við litum upp úr hversdeginum og fórum á tónleika, dvöldum á hóteli og borðuðum á góðum veitingastað. Eins og mörg pör leyfum við okkur þetta einstaka sinnum og snúum í kjölfarið til baka í hversdaginn, glöð yfir því að hafa gert okkur dagamun. Sú mynd sem birtist ungu fólki á Instagram sendir þau skilaboð að hversdagurinn sé bið eftir lífinu og að uppbrotið sé það sem gerir lífinu þess virði að lifa. Uppbrotið er oft eftirminnilegt en það er einmitt í hversdeginum sem við náum að rækta og dýpka tengsl okkar sem fjölskyldur og sem elskendur. John Lennon minnti á þetta í laginu Beautiful Boy, ort frá föður til sonar, þar sem hann segir lífið vera það sem á sér stað á meðan við gerum önnur plön. Í starfi mínu sem prestur fæ ég að gefa saman hjón og ég bið iðulega hjónaefni um að senda mér bréf um ást sína og hvað þeir, þær eða þau njóta þess að gera saman. Stundum koma sögur af uppbroti en oftar en ekki eru þetta ástarsögur úr hversdeginum. Án leyfis viðkomandi hjónaefna deili ég nokkrum slíkum ástarsögum. Ein hjónaefni sendu mér söguna af því þegar þau byrjuðu saman og þar segir að „daginn eftir fékk hann [hana] með sér að horfa á vídeóspólu, eina nýja og eina gamla frá Snælandsvídeó. Þegar spólan var búin og kvöldið á enda spurði [hún], hvort að hann vildi ekki bara vera í sambandi með sér.“ Hjónaefni sem vinna bæði á sjúkrahúsi lýstu fyrir mér gæðastundum á „mánudagsmorgnum, þegar vaktavinnufólk á grið, þar sem við njótum þess að horfa á Netflix saman“ og „kósíkvöldum með hvítvíni og ostapoppi“. Þessi hjón setja það í forgang að „reyna að taka lífinu ekki of alvarlega, knúsa hvort annað og kyssa eins mikið og færi gefst“. Önnur skrifuðu mér „við elskum bæði að vera heima í rólegheitunum að spjalla yfir kaffibolla og þannig gleymist tíminn oft.“ Í ástarbréfi til verðandi eiginmanns skrifar kona „það sem ég elska við [hann] er að hann passar upp á sitt nánasta fólk og er til staðar fyrir það. Hann lætur sitt nánasta fólk vita að honum þykir vænt um það og tekur tímanum með þeim ekki sem sjálfsögðum hlut. Hann er alltaf til staðar fyrir mig og segir við mig á hverjum degi að hann elski mig og hrósar mér á einn eða annan hátt, og gerir það alltaf af mikilli einlægni og beint frá hjartanu.“ Ástin þarf rými í hversdeginum og þó á stundum geti verið langt á milli uppbrota, getum við nýtt hverja samverustund til að rækta ástina. Þekkt bók eftir Gary Chapman nefnir Fimm tungumál ástarinnar, uppörvandi orð, þjónustu, gjafir, gæðastundir og snertingu og þau eru verkfæri sem við getum nýtt til að leggja rækt við ástina í hversdeginum. Á sunnudaginn (25.2. kl. 14) bjóðum við í Fríkirkjunni í Reykjavík pörum og einstaklingum af öllum kynjum að heyra ástarsögur þriggja hjóna úr hversdeginum, þeirra Sigurðar Rúnars Sigurðssonar & Ágústs Birgissonar, Söru Gríms & Elmars Andra Sveinbjörnssonar og Sigurbjörns Þorkelssonar & Laufeyjar Geirlaugsdóttur. Jafnframt gefst í stundinni tækifæri til að nýja eða endurnýja heit sín undir fallegum ástarlögum. Höfundur er prestur við Fríkirkjuna í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurvin Lárus Jónsson Mest lesið Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi …… Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Sjá meira
Um liðna helgi lifðum við hjónin eins og áhrifavaldar, án þess þó að birta af því myndir á Instagram og raunar án þess að vera í neinu „samstarfi“. Við litum upp úr hversdeginum og fórum á tónleika, dvöldum á hóteli og borðuðum á góðum veitingastað. Eins og mörg pör leyfum við okkur þetta einstaka sinnum og snúum í kjölfarið til baka í hversdaginn, glöð yfir því að hafa gert okkur dagamun. Sú mynd sem birtist ungu fólki á Instagram sendir þau skilaboð að hversdagurinn sé bið eftir lífinu og að uppbrotið sé það sem gerir lífinu þess virði að lifa. Uppbrotið er oft eftirminnilegt en það er einmitt í hversdeginum sem við náum að rækta og dýpka tengsl okkar sem fjölskyldur og sem elskendur. John Lennon minnti á þetta í laginu Beautiful Boy, ort frá föður til sonar, þar sem hann segir lífið vera það sem á sér stað á meðan við gerum önnur plön. Í starfi mínu sem prestur fæ ég að gefa saman hjón og ég bið iðulega hjónaefni um að senda mér bréf um ást sína og hvað þeir, þær eða þau njóta þess að gera saman. Stundum koma sögur af uppbroti en oftar en ekki eru þetta ástarsögur úr hversdeginum. Án leyfis viðkomandi hjónaefna deili ég nokkrum slíkum ástarsögum. Ein hjónaefni sendu mér söguna af því þegar þau byrjuðu saman og þar segir að „daginn eftir fékk hann [hana] með sér að horfa á vídeóspólu, eina nýja og eina gamla frá Snælandsvídeó. Þegar spólan var búin og kvöldið á enda spurði [hún], hvort að hann vildi ekki bara vera í sambandi með sér.“ Hjónaefni sem vinna bæði á sjúkrahúsi lýstu fyrir mér gæðastundum á „mánudagsmorgnum, þegar vaktavinnufólk á grið, þar sem við njótum þess að horfa á Netflix saman“ og „kósíkvöldum með hvítvíni og ostapoppi“. Þessi hjón setja það í forgang að „reyna að taka lífinu ekki of alvarlega, knúsa hvort annað og kyssa eins mikið og færi gefst“. Önnur skrifuðu mér „við elskum bæði að vera heima í rólegheitunum að spjalla yfir kaffibolla og þannig gleymist tíminn oft.“ Í ástarbréfi til verðandi eiginmanns skrifar kona „það sem ég elska við [hann] er að hann passar upp á sitt nánasta fólk og er til staðar fyrir það. Hann lætur sitt nánasta fólk vita að honum þykir vænt um það og tekur tímanum með þeim ekki sem sjálfsögðum hlut. Hann er alltaf til staðar fyrir mig og segir við mig á hverjum degi að hann elski mig og hrósar mér á einn eða annan hátt, og gerir það alltaf af mikilli einlægni og beint frá hjartanu.“ Ástin þarf rými í hversdeginum og þó á stundum geti verið langt á milli uppbrota, getum við nýtt hverja samverustund til að rækta ástina. Þekkt bók eftir Gary Chapman nefnir Fimm tungumál ástarinnar, uppörvandi orð, þjónustu, gjafir, gæðastundir og snertingu og þau eru verkfæri sem við getum nýtt til að leggja rækt við ástina í hversdeginum. Á sunnudaginn (25.2. kl. 14) bjóðum við í Fríkirkjunni í Reykjavík pörum og einstaklingum af öllum kynjum að heyra ástarsögur þriggja hjóna úr hversdeginum, þeirra Sigurðar Rúnars Sigurðssonar & Ágústs Birgissonar, Söru Gríms & Elmars Andra Sveinbjörnssonar og Sigurbjörns Þorkelssonar & Laufeyjar Geirlaugsdóttur. Jafnframt gefst í stundinni tækifæri til að nýja eða endurnýja heit sín undir fallegum ástarlögum. Höfundur er prestur við Fríkirkjuna í Reykjavík.
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun