Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Hádegisfréttir verða á sínum stað klukkan tólf. 
Hádegisfréttir verða á sínum stað klukkan tólf.  Vísir/Vilhelm

Boðað hefur verið til fundar hjá breiðfylkingu stéttarfélaga innan Alþýðusambandsins og Samtökum atvinnulífsins hjá ríkissáttasemjara í fyrramálið.

Við heyrum í formanni VR í hádegisfréttum um málið. 

Þá fjöllum við um málefni Grindvíkinga sem fá nú að vera í bænum allan sólarhringinn ef þeir kjósa svo. Samskiptastjóri hjá almannavörnum segir hættu þó enn vera til staðar í bænum og segir að fólk eigi helst ekki að vera í bænum nema nauðsyn krefji.

Einnig verður rætt við Kristinn Hrafnsson ritstjóra Wikileaks en Hæstiréttur í Lundúnum tekur fyrir í dag og á morgun síðustu áfrýjun Julian Assange, eins stofnanda Wikileaks, um framsal til Bandaríkjanna.

Í íþróttapakka dagsins verður síðan rætt við Martin Hermannsson körfuboltamann sem fagnar því að vera kominn aftur inn í íslenska körfuboltalandsliðið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×