Mannskæðar skotárásir í Bandaríkjunum Samúel Karl Ólason skrifar 20. febrúar 2024 11:41 Frá jarðarför slökkviliðsmanns í Minnesota. Þó nokkrar mannskæðar skotárásir hafa átt sér stað víðsvegar um Bandaríkin á undanförnum dögum. Að minnsta kosti þrír lögregluþjónar og einn sjúkraflutningamaður hafa verið skotnir til bana í tveimur mismunandi atvikum, auk þess sem ein kona lét lífið og fimm særðust eftir að rifrildi á Waffle House veitingastað varð að skotbardaga. Þá hóf lögregluþjónn skothríð á eigin lögreglubíl í Flórída eftir að akarn féll úr tré og lenti á bíl hans og hann hélt að verið væri að skjóta á sig. Tveir lögregluþjónar og slökkviliðsmaður voru skotnir til bana í úthverfi Minneapolis í Bandaríkjunum á sunnudaginn, eftir að þeir voru kallaðir út vegna heimiliserja. Maðurinn mátti samkvæmt lögum ekki eiga skotvopn, vegna fyrri afbrota, en hann hafði lokað sig inn í húsi sínu með sjö börnum, tveggja til fimmtán ára gömlum. Hinn 38 ára gamli Shannon Gooden, særðist í skotbardaga við lögreglu og fannst hann látinn í húsinu þegar sérsveit ruddist þar inn nokkrum klukkustundum síðar, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Í frétt AP segir að margt sé óljóst varðandi hvað leiddi til skotbardagans en Gooden átti í dag að mæta í dómsal vegna forræðisdeilna hans við móður þriggja elstu barna hans. Ekki liggur fyrir hvenær kom til skotbardagans né hvað leiddi til útkallsins en lögregluþjónar eru sagðir hafa talað við Godden í nokkurn tíma áður en skothríðin hófst. Þegar hún hófst féllu mennirnir þrír og einn lögregluþjónn til viðbótar særðist. Minnst einn þeirra sem dó var skotinn inn í húsi Gooden. Lögreglan segir Gooden hafa átt nokkrar byssur og mikið magn skotfæra en honum hafði verið meinað að eiga skotvopn eftir að hann réðst á mann og hótaði honum með hnífi á bílastæði verslunar árið 2008. Forsvarsmenn lögreglunnar á svæðinu segja málið enn til rannsóknar og að farið verði nánar yfir hvað gerðist þegar atburðarásin sé ljóst. Skaut lögregluþjón og særði annan Einn lögregluþjónn til viðbótar var skotinn til bana og annar særður í Tennessee fyrr í síðustu viku. Þá höfðu þau Greg McCowan og Shelby Eggers stöðvað Kenneth Wayne DeHart Jr. vegna gruns um að væri við stýri undir áhrifum. Greg McCowan var 43 ára gamall.AP/Fógetinn í Blount County Eftir að DeHart neitaði að stíga út úr bíl sínum beittu lögregluþjónarnir rafbyssu á hann, sem bar ekki tilætlaðan árangur. DeHart tók upp byssu og skaut á báða lögregluþjónana. Greg McCowan, sem var 43 ára gamall, dó og Eggers (22) særðist. Hún skiptis á skotum við DeHart sem keyrði á brott og kallaði út um gluggann: „Ég sagði ykkur það helvítin ykkar.“ Atvikið var fangað á upptökuvélar lögregluþjónanna og úr bíl þeirra. Sjá má myndbandið hér á Youtube en vert er að vara við því að það getur vakið óhug. DeHart var síðar handtekinn og hefur verið ákærður fyrir morð, tilraun til morðs og fyrir að bera skotvopn á skilorði. Hér að neðan má sjá þegar héraðsmiðillinn WBIR Channel 10 ræddi fór með sérfræðingi yfir myndbandið. Skothríð á veitingastað Ein kona liggur í valnum eftir að viðskiptavinur hóf skothríð á Waffle House veitingastað í Indianapolis í gær. Fimm aðrir særðust í skothríðinni. Ein kona særðist og fjórir menn. Konan er sögð í alvarlegu ástandi. Lögreglan segir tvo hópa hafa verið að rífast á veitingastaðnum og það rifrildi hafi endað í skothríð. Héraðsmiðillinn Indy Star segir óljóst hvort fleiri en einn hafi hleypt af skotum. Ein byssa fannst á veitingastaðnum en önnur fannst í bíl. Skaut inn í eigin lögreglubíl vegna akorns Lögreglan í Flórída opinberaði einnig í vikunni upplýsingar um atvik frá því í nóvember, þar sem lögregluþjónn skaut ítrekað á eigin lögreglubíl. Inn í bílnum sat handjárnaður maður. Lögregluþjónninn var fyrir utan bílinn þegar akarn féll á hann og taldi lögregluþjónninn að maðurinn inn í bílnum hefði skotið á sig. Jesse Hernandez, umræddur lögregluþjónn, taldi sig hafa orðið fyrir skoti, þar sem akarnið hafði skoppað af bílnum og í hann. Hann skutlaði sér í jörðina og kallaði eftir aðstoð. Því næst tók hann upp byssu og skaut fjölda skota inn um afturrúðu bílsins. Annar lögregluþjónn sem var með Hernandez, Beth Roberts, skaut einnig inn í bílinn. Manninn í bílnum sakaði ekki en hann hafði verið handtekinn vegna gruns um að hann hefði stolið bíl kærustu sinnar. Honum var þó sleppt án ákærur og lögregluþjónninn sem hóf skothríðina sagði upp störfum, samkvæmt AP fréttaveitunni. Ekki þótti tilefni til að ákæra Hernandez en Roberts var ekki refsað fyrir að hafa einnig skotið á bílinn. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Sigurræða Trump í heild sinni Erlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Íþróttamaður ársins fékk ekki að líftryggja sig vegna BMI-stuðulsins Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Fleiri fréttir Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Sjá meira
Þá hóf lögregluþjónn skothríð á eigin lögreglubíl í Flórída eftir að akarn féll úr tré og lenti á bíl hans og hann hélt að verið væri að skjóta á sig. Tveir lögregluþjónar og slökkviliðsmaður voru skotnir til bana í úthverfi Minneapolis í Bandaríkjunum á sunnudaginn, eftir að þeir voru kallaðir út vegna heimiliserja. Maðurinn mátti samkvæmt lögum ekki eiga skotvopn, vegna fyrri afbrota, en hann hafði lokað sig inn í húsi sínu með sjö börnum, tveggja til fimmtán ára gömlum. Hinn 38 ára gamli Shannon Gooden, særðist í skotbardaga við lögreglu og fannst hann látinn í húsinu þegar sérsveit ruddist þar inn nokkrum klukkustundum síðar, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Í frétt AP segir að margt sé óljóst varðandi hvað leiddi til skotbardagans en Gooden átti í dag að mæta í dómsal vegna forræðisdeilna hans við móður þriggja elstu barna hans. Ekki liggur fyrir hvenær kom til skotbardagans né hvað leiddi til útkallsins en lögregluþjónar eru sagðir hafa talað við Godden í nokkurn tíma áður en skothríðin hófst. Þegar hún hófst féllu mennirnir þrír og einn lögregluþjónn til viðbótar særðist. Minnst einn þeirra sem dó var skotinn inn í húsi Gooden. Lögreglan segir Gooden hafa átt nokkrar byssur og mikið magn skotfæra en honum hafði verið meinað að eiga skotvopn eftir að hann réðst á mann og hótaði honum með hnífi á bílastæði verslunar árið 2008. Forsvarsmenn lögreglunnar á svæðinu segja málið enn til rannsóknar og að farið verði nánar yfir hvað gerðist þegar atburðarásin sé ljóst. Skaut lögregluþjón og særði annan Einn lögregluþjónn til viðbótar var skotinn til bana og annar særður í Tennessee fyrr í síðustu viku. Þá höfðu þau Greg McCowan og Shelby Eggers stöðvað Kenneth Wayne DeHart Jr. vegna gruns um að væri við stýri undir áhrifum. Greg McCowan var 43 ára gamall.AP/Fógetinn í Blount County Eftir að DeHart neitaði að stíga út úr bíl sínum beittu lögregluþjónarnir rafbyssu á hann, sem bar ekki tilætlaðan árangur. DeHart tók upp byssu og skaut á báða lögregluþjónana. Greg McCowan, sem var 43 ára gamall, dó og Eggers (22) særðist. Hún skiptis á skotum við DeHart sem keyrði á brott og kallaði út um gluggann: „Ég sagði ykkur það helvítin ykkar.“ Atvikið var fangað á upptökuvélar lögregluþjónanna og úr bíl þeirra. Sjá má myndbandið hér á Youtube en vert er að vara við því að það getur vakið óhug. DeHart var síðar handtekinn og hefur verið ákærður fyrir morð, tilraun til morðs og fyrir að bera skotvopn á skilorði. Hér að neðan má sjá þegar héraðsmiðillinn WBIR Channel 10 ræddi fór með sérfræðingi yfir myndbandið. Skothríð á veitingastað Ein kona liggur í valnum eftir að viðskiptavinur hóf skothríð á Waffle House veitingastað í Indianapolis í gær. Fimm aðrir særðust í skothríðinni. Ein kona særðist og fjórir menn. Konan er sögð í alvarlegu ástandi. Lögreglan segir tvo hópa hafa verið að rífast á veitingastaðnum og það rifrildi hafi endað í skothríð. Héraðsmiðillinn Indy Star segir óljóst hvort fleiri en einn hafi hleypt af skotum. Ein byssa fannst á veitingastaðnum en önnur fannst í bíl. Skaut inn í eigin lögreglubíl vegna akorns Lögreglan í Flórída opinberaði einnig í vikunni upplýsingar um atvik frá því í nóvember, þar sem lögregluþjónn skaut ítrekað á eigin lögreglubíl. Inn í bílnum sat handjárnaður maður. Lögregluþjónninn var fyrir utan bílinn þegar akarn féll á hann og taldi lögregluþjónninn að maðurinn inn í bílnum hefði skotið á sig. Jesse Hernandez, umræddur lögregluþjónn, taldi sig hafa orðið fyrir skoti, þar sem akarnið hafði skoppað af bílnum og í hann. Hann skutlaði sér í jörðina og kallaði eftir aðstoð. Því næst tók hann upp byssu og skaut fjölda skota inn um afturrúðu bílsins. Annar lögregluþjónn sem var með Hernandez, Beth Roberts, skaut einnig inn í bílinn. Manninn í bílnum sakaði ekki en hann hafði verið handtekinn vegna gruns um að hann hefði stolið bíl kærustu sinnar. Honum var þó sleppt án ákærur og lögregluþjónninn sem hóf skothríðina sagði upp störfum, samkvæmt AP fréttaveitunni. Ekki þótti tilefni til að ákæra Hernandez en Roberts var ekki refsað fyrir að hafa einnig skotið á bílinn.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Sigurræða Trump í heild sinni Erlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Íþróttamaður ársins fékk ekki að líftryggja sig vegna BMI-stuðulsins Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Fleiri fréttir Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Sjá meira