Í sviðsljósinu í kvöld: Sá fyrsti á öldinni hjá Internazionale Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. febrúar 2024 12:31 Lautaro Martinez hefur raðað inn mörkum með Internazionale á þessu tímabili. Getty/Matteo Ciambelli Internazionale hefur verið að gera frábæra hluti í ítalska fótboltanum og það er ekki síst að þakka argentínska framherjanum Lautaro Martínez sem hefur farið á kostum á þessu tímabili. Tíu stiga forskot í ítölsku deildinni þýðir að liðið er komið með aðra höndina á ítalska meistaratitilinn en í kvöld er komið að allt annarri keppni. Internazionale tekur á móti spænska félaginu Atlético Madrid á heimavelli sínum á San Siro. Þetta er fyrri leikur liðanna í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Ætli Inter að komast langt í keppninni þá þarf liðið að fá mörk frá Martínez. Það hefur verið nóg af þeim í vetur. Martínez komst í fámennan hóp í glæstri sögu Internazionale þegar hann skoraði sitt tuttugasta deildarmark á tímabilinu. Þetta er þriðja tímabil hans í röð með yfir tuttugu mörk og því höfðu aðeins tveir menn náð. Annar þeirra er Stefano Nyers en hinn Giuseppe Meazza, sem sem heimvöllur félagsins er nefndur eftir. Meazza náði þessu reyndar í fimm tímabil í röð frá 1929/30 til 1933/34. Nyersa afrekaði þetta á fjórum tímabilum í röð frá 1948/49 til 1951/52. Síðan eru liðin 72 ár en um helgina bættist þessi 26 ára Argentínumaður í hópinn. Þessu hefur Martínez náð í aðeins 22 leikjum en í fyrra skoraði hann 21 mark í 38 leikjum og tímabilið á undan var hann með 21 mark í 35 leikjum. Nú er hann aftur á móti langheitasti framherji ítölsku deildarinnar. Það er stór spurning hvort Martínez fái tækifæri til að jafna met Meazza því vitað er að áhuga á honum hjá erlendum félögum. Paris Saint Germain hefur verið nefnt sem mögulegur áfangastaður fyrir Argentínumanninn. Gott gengi í Meistaradeildinni gæti sannfært kappann um að skrifa undir nýjan samning við ítalska félagið. Stuðningsmenn Inter lifa í voninni um að missa ekki sinn besta mann. Það verður því athyglisvert að sjá hvernig Atlético Madrid tekst að ráða við hinn sjóðheita Martínez í kvöld. Leikur Internazionale og Atlético Madrid hefst klukkan 20.00 og er sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Ítalski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Körfubolti Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Körfubolti Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Fulham - Chelsea | Mikið í húfi í Lundúnaslag Í beinni: Ipswich - Arsenal | Búnir að stimpla sig út? Í beinni: Man. Utd - Wolves | Tvítugur nýliði byrjar hjá United Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sjá meira
Tíu stiga forskot í ítölsku deildinni þýðir að liðið er komið með aðra höndina á ítalska meistaratitilinn en í kvöld er komið að allt annarri keppni. Internazionale tekur á móti spænska félaginu Atlético Madrid á heimavelli sínum á San Siro. Þetta er fyrri leikur liðanna í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Ætli Inter að komast langt í keppninni þá þarf liðið að fá mörk frá Martínez. Það hefur verið nóg af þeim í vetur. Martínez komst í fámennan hóp í glæstri sögu Internazionale þegar hann skoraði sitt tuttugasta deildarmark á tímabilinu. Þetta er þriðja tímabil hans í röð með yfir tuttugu mörk og því höfðu aðeins tveir menn náð. Annar þeirra er Stefano Nyers en hinn Giuseppe Meazza, sem sem heimvöllur félagsins er nefndur eftir. Meazza náði þessu reyndar í fimm tímabil í röð frá 1929/30 til 1933/34. Nyersa afrekaði þetta á fjórum tímabilum í röð frá 1948/49 til 1951/52. Síðan eru liðin 72 ár en um helgina bættist þessi 26 ára Argentínumaður í hópinn. Þessu hefur Martínez náð í aðeins 22 leikjum en í fyrra skoraði hann 21 mark í 38 leikjum og tímabilið á undan var hann með 21 mark í 35 leikjum. Nú er hann aftur á móti langheitasti framherji ítölsku deildarinnar. Það er stór spurning hvort Martínez fái tækifæri til að jafna met Meazza því vitað er að áhuga á honum hjá erlendum félögum. Paris Saint Germain hefur verið nefnt sem mögulegur áfangastaður fyrir Argentínumanninn. Gott gengi í Meistaradeildinni gæti sannfært kappann um að skrifa undir nýjan samning við ítalska félagið. Stuðningsmenn Inter lifa í voninni um að missa ekki sinn besta mann. Það verður því athyglisvert að sjá hvernig Atlético Madrid tekst að ráða við hinn sjóðheita Martínez í kvöld. Leikur Internazionale og Atlético Madrid hefst klukkan 20.00 og er sýndur beint á Stöð 2 Sport 2.
Ítalski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Körfubolti Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Körfubolti Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Fulham - Chelsea | Mikið í húfi í Lundúnaslag Í beinni: Ipswich - Arsenal | Búnir að stimpla sig út? Í beinni: Man. Utd - Wolves | Tvítugur nýliði byrjar hjá United Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sjá meira