Hvíta húsið reiðubúið til að sjá Úkraínu fyrir langdrægum vopnum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 20. febrúar 2024 07:16 Úkraínskir þjóðvarnarliðar við æfingar. AP/Efrem Lukatsky Joe Biden Bandaríkjaforseti er sagður reiðubúinn til að senda Úkraínumönnum langdrægar eldflaugar ef þingið samþykkir aukna fjárhagsaðstoð til handa Úkraínu. Öldungadeild þingsins hefur þegar samþykkt hinn 60 milljarð dala pakka en málið hefur ekki komist í gegnum fulltrúadeildina sökum andstöðu meðal Repúblikana. Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti segir tafirnar þegar farnar að koma niður á Úkraínu, þar sem Rússar hafi nýtt sér aðfangaskort Úkraínuhers til að sækja fram. Staðan sé orðin erfið víða á framlínunni, ekki síst þar sem Rússar hafi mikinn herafla. Bandaríkjamenn sendu Úkraínu svokallaðar Atacms-eldflaugar í fyrra, með þeim skilyrðum að þær yrðu ekki notaðar gegn skotmörkum í Rússlandi. Nú virðast þeir reiðubúnir til að sjá Úkraínumönnum fyrir langdrægri útgáfu eldflauganna, sem myndi gera þeim kleift að ráðast gegn skotmörkum á Krímskaga. Samkvæmt heimildarmönnum NBC gæti framkvæmdin orðið þannig að bandamenn Bandaríkjanna innan Atlantshafsbandalagsins flyttu flaugar til Úkraínu gegn því að Bandaríkjamenn fylltu á birgðir þeirra síðar. Rússar náðu Avdiivka á sitt vald á dögunum, sem varnarmálaráðherra Úkraínu, Rustem Umerov, sagði sýna að Úkraínumenn þyrftu að fá langdræg vopn til að geta tortímt þyrpingum óvinarins. Langdræg vopn eru einnig sögð hafa verið til umræðu á fundi Antony Blinken og Dmytro Kuleba, utanríkisráðherra Bandaríkjanna og Úkraínu á laugardag. Kulega sagði í kjölfarið að langdrægar flaugar væru eina leiðin til að ná aftur hernumdum svæðum Úkraínu. Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Hernaður Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Trump segir samningaviðræður um Úkraínustríðið hefjast strax Sjá meira
Öldungadeild þingsins hefur þegar samþykkt hinn 60 milljarð dala pakka en málið hefur ekki komist í gegnum fulltrúadeildina sökum andstöðu meðal Repúblikana. Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti segir tafirnar þegar farnar að koma niður á Úkraínu, þar sem Rússar hafi nýtt sér aðfangaskort Úkraínuhers til að sækja fram. Staðan sé orðin erfið víða á framlínunni, ekki síst þar sem Rússar hafi mikinn herafla. Bandaríkjamenn sendu Úkraínu svokallaðar Atacms-eldflaugar í fyrra, með þeim skilyrðum að þær yrðu ekki notaðar gegn skotmörkum í Rússlandi. Nú virðast þeir reiðubúnir til að sjá Úkraínumönnum fyrir langdrægri útgáfu eldflauganna, sem myndi gera þeim kleift að ráðast gegn skotmörkum á Krímskaga. Samkvæmt heimildarmönnum NBC gæti framkvæmdin orðið þannig að bandamenn Bandaríkjanna innan Atlantshafsbandalagsins flyttu flaugar til Úkraínu gegn því að Bandaríkjamenn fylltu á birgðir þeirra síðar. Rússar náðu Avdiivka á sitt vald á dögunum, sem varnarmálaráðherra Úkraínu, Rustem Umerov, sagði sýna að Úkraínumenn þyrftu að fá langdræg vopn til að geta tortímt þyrpingum óvinarins. Langdræg vopn eru einnig sögð hafa verið til umræðu á fundi Antony Blinken og Dmytro Kuleba, utanríkisráðherra Bandaríkjanna og Úkraínu á laugardag. Kulega sagði í kjölfarið að langdrægar flaugar væru eina leiðin til að ná aftur hernumdum svæðum Úkraínu.
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Hernaður Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Trump segir samningaviðræður um Úkraínustríðið hefjast strax Sjá meira