Arftaki Hodgson kynntur til leiks rúmum tveimur tímum fyrir leikinn mikilvæga Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. febrúar 2024 19:00 Nýr þjálfari Crystal Palace. EPA-EFE/FILIP SINGER Þrátt fyrir að það sé leikur í kvöld hjá enska úrvalsdeildarfélaginu Crystal Palace þá hefur athyglin öll verið á skrifstofu félagsins. Nýr þjálfari hefur verið tilkynntur en fyrr í dag var staðfest að Roy Hodgson væri hættur með liðið. Fréttir bárust af því fyrir helgi að Palace ætlaði að reka Hodgson eftir slakt gengi liðsins en síðan bárust fréttir af því að hann hefði veikst skyndilega á æfingasvæðinu. Hodgson, sem er orðinn 76 ára gamall, var fluttur á sjúkrahús og eftir það hefur verið beðið eftir næstu skrefum hjá forráðamönnum Crystal Palace. Liðið er í 16. sæti ensku úrvalsdeildarinnar og mætir Everton í sannkölluðum sex stiga leik í kvöld. Það kom því eilítið á óvart þegar það var staðfest fyrr í dag að Hodgson yrði ekki áfram með liðið. Ef til vill kom það meira á óvart að nýr þjálfari var tilkynntur rétt rúmum tveimur klukkustundum fyrir leik. Sá heitir Oliver Glasner og kemur frá Austurríki. Hann er töluvert yngri en Hodgson en Glasner verður fimmtugur síðar á árinu. Hann gerði góða hluti með LASK Linz í Austurríki áður en hann tók við þýsku félögunum Wolfsburg og Eintracht Frankfurt. Welcome to Palace, Oliver Glasner — Crystal Palace F.C. (@CPFC) February 19, 2024 Hjá Frankfurt vann hann Evrópudeildina og kom liðinu í 16-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu á síðustu leiktíð en ákvað að segja starfi sínu lausu eftir slakan síðari hluta síðasta tímabils. Hann er nú mættur í ensku úrvalsdeildina og fær það verðuga verkefni að halda Crystal Palace í deildinni. Palace heimsækir Everton í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 20.00 og verður í beinni textalýsingu á Vísi. Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Crystal Palace staðfestir að Roy Hodgson sé hættur Roy Hodgson er hættur sem knattspyrnustjóri enska úrvalsdeildarfélagsins Crystal Palace en Lundúnafélagið hefur staðfest þetta á miðlum sínum. 19. febrúar 2024 15:52 Hodgson fluttur á sjúkrahús af æfingu Crystal Palace Roy Hodgson, knattspyrnustjóri enska úrvalsdeildarfélagsins Crystal Palace, var fluttur á sjúkrahús eftir að hafa veikst á æfingu liðsins í morgun. 15. febrúar 2024 23:02 Segir að þeim elsta í sögunni verði sparkað Útlit er fyrir að hinn 76 ára gamli Roy Hodgson, elsti knattspyrnustjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta, verði rekinn frá Crystal Palace. 15. febrúar 2024 10:00 Mest lesið Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Fleiri fréttir Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik „Einbeitum okkur að fimmtudeginum“ Slæmur dagur hjá Rauðu djöflunum á St. James Park Náðu ekki tveimur titlum á tveimur dögum Sancho bjargaði andliti Chelsea gegn Ipswich Van Dijk skoraði undir lokin og Liverpool með níu fingur á bikarnum Fjórði sigur Úlfanna í röð Sjá meira
Fréttir bárust af því fyrir helgi að Palace ætlaði að reka Hodgson eftir slakt gengi liðsins en síðan bárust fréttir af því að hann hefði veikst skyndilega á æfingasvæðinu. Hodgson, sem er orðinn 76 ára gamall, var fluttur á sjúkrahús og eftir það hefur verið beðið eftir næstu skrefum hjá forráðamönnum Crystal Palace. Liðið er í 16. sæti ensku úrvalsdeildarinnar og mætir Everton í sannkölluðum sex stiga leik í kvöld. Það kom því eilítið á óvart þegar það var staðfest fyrr í dag að Hodgson yrði ekki áfram með liðið. Ef til vill kom það meira á óvart að nýr þjálfari var tilkynntur rétt rúmum tveimur klukkustundum fyrir leik. Sá heitir Oliver Glasner og kemur frá Austurríki. Hann er töluvert yngri en Hodgson en Glasner verður fimmtugur síðar á árinu. Hann gerði góða hluti með LASK Linz í Austurríki áður en hann tók við þýsku félögunum Wolfsburg og Eintracht Frankfurt. Welcome to Palace, Oliver Glasner — Crystal Palace F.C. (@CPFC) February 19, 2024 Hjá Frankfurt vann hann Evrópudeildina og kom liðinu í 16-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu á síðustu leiktíð en ákvað að segja starfi sínu lausu eftir slakan síðari hluta síðasta tímabils. Hann er nú mættur í ensku úrvalsdeildina og fær það verðuga verkefni að halda Crystal Palace í deildinni. Palace heimsækir Everton í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 20.00 og verður í beinni textalýsingu á Vísi.
Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Crystal Palace staðfestir að Roy Hodgson sé hættur Roy Hodgson er hættur sem knattspyrnustjóri enska úrvalsdeildarfélagsins Crystal Palace en Lundúnafélagið hefur staðfest þetta á miðlum sínum. 19. febrúar 2024 15:52 Hodgson fluttur á sjúkrahús af æfingu Crystal Palace Roy Hodgson, knattspyrnustjóri enska úrvalsdeildarfélagsins Crystal Palace, var fluttur á sjúkrahús eftir að hafa veikst á æfingu liðsins í morgun. 15. febrúar 2024 23:02 Segir að þeim elsta í sögunni verði sparkað Útlit er fyrir að hinn 76 ára gamli Roy Hodgson, elsti knattspyrnustjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta, verði rekinn frá Crystal Palace. 15. febrúar 2024 10:00 Mest lesið Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Fleiri fréttir Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik „Einbeitum okkur að fimmtudeginum“ Slæmur dagur hjá Rauðu djöflunum á St. James Park Náðu ekki tveimur titlum á tveimur dögum Sancho bjargaði andliti Chelsea gegn Ipswich Van Dijk skoraði undir lokin og Liverpool með níu fingur á bikarnum Fjórði sigur Úlfanna í röð Sjá meira
Crystal Palace staðfestir að Roy Hodgson sé hættur Roy Hodgson er hættur sem knattspyrnustjóri enska úrvalsdeildarfélagsins Crystal Palace en Lundúnafélagið hefur staðfest þetta á miðlum sínum. 19. febrúar 2024 15:52
Hodgson fluttur á sjúkrahús af æfingu Crystal Palace Roy Hodgson, knattspyrnustjóri enska úrvalsdeildarfélagsins Crystal Palace, var fluttur á sjúkrahús eftir að hafa veikst á æfingu liðsins í morgun. 15. febrúar 2024 23:02
Segir að þeim elsta í sögunni verði sparkað Útlit er fyrir að hinn 76 ára gamli Roy Hodgson, elsti knattspyrnustjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta, verði rekinn frá Crystal Palace. 15. febrúar 2024 10:00