Heitir því að halda áfram að berjast fyrir frjálsu Rússlandi Hólmfríður Gísladóttir skrifar 19. febrúar 2024 12:12 Yulia segist vita hvers vegna Alexei var myrtur og að hún muni leysa frá skjóðunni á næstunni. „Ég vil lifa í frjálsu Rússlandi, ég vil byggja upp frjálst Rússland,“ segir Yulia Navalnaya, ekkja andófsmannsins Alexei Navalní, í myndskeiði þar sem hún heitir því að halda áfram baráttu eiginmanns síns. „Vladimir Pútín drap eiginmann minn,“ segir Navalnaya. Hún muni vinna með rússnesku þjóðinni til að berjast við stjórnvöld og byggja nýtt Rússland. „Þegar hann drap Alexei drap Pútín helminginn af mér; helminginn af hjarta mínu og helminginn af sálu minni,“ segir Navalnaya. „En ég á enn hinn helminginn og hann segir mér að ég eigi ekki rétt á því að gefast upp. Ég mun halda áfram vinnu Alexei Navalní; halda áfram að berjast fyrir landinu okkar.“ Navalny's widow Yulia:"I will continue Alexei Navalny's work. Continue to fight for our country together with you...Against war and corruption...And I urge you to stand beside me." Yulia that she "knows why Putin killed Alexei" and "will soon tell about it" pic.twitter.com/jBEM5M2faf— Pjotr Sauer (@PjotrSauer) February 19, 2024 Stjórnvöld í Moskvu hafa neitað því að bera ábyrgð á dauða Navalní, sem var sagður hafa látist eftir göngutúr í fangelsinu þar sem honum var haldið. Leiðtogar á Vesturlöndum hafa hins vegar ekki veigrað sér við því að lýsa Pútín ábyrgan og í morgun sagði Dmitry Peskov að yfirlýsingar þeirra væru algjörlega óásættanlegar og ergjandi. Þær myndu ekki hafa nein áhrif á stöðu Pútín. Utanríkisráðherra Eistlands, Margus Tsahkna, gekk svo langt að kalla Pútín „morðingja“. Navalnaya mun funda með utanríkisráðherrum Evrópusambandsríkjanna seinna í dag. Rússland Mál Alexei Navalní Mest lesið Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent Kastrup lokað vegna drónaflugs Erlent Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Innlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Erlent Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Innlent Fleiri fréttir Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Kastrup lokað vegna drónaflugs Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Segir Pólverja ekki muna hika við að skjóta „hluti“ niður Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Til í viðræður en mun aldrei láta kjarnorkuvopnin af hendi „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Sjá meira
„Vladimir Pútín drap eiginmann minn,“ segir Navalnaya. Hún muni vinna með rússnesku þjóðinni til að berjast við stjórnvöld og byggja nýtt Rússland. „Þegar hann drap Alexei drap Pútín helminginn af mér; helminginn af hjarta mínu og helminginn af sálu minni,“ segir Navalnaya. „En ég á enn hinn helminginn og hann segir mér að ég eigi ekki rétt á því að gefast upp. Ég mun halda áfram vinnu Alexei Navalní; halda áfram að berjast fyrir landinu okkar.“ Navalny's widow Yulia:"I will continue Alexei Navalny's work. Continue to fight for our country together with you...Against war and corruption...And I urge you to stand beside me." Yulia that she "knows why Putin killed Alexei" and "will soon tell about it" pic.twitter.com/jBEM5M2faf— Pjotr Sauer (@PjotrSauer) February 19, 2024 Stjórnvöld í Moskvu hafa neitað því að bera ábyrgð á dauða Navalní, sem var sagður hafa látist eftir göngutúr í fangelsinu þar sem honum var haldið. Leiðtogar á Vesturlöndum hafa hins vegar ekki veigrað sér við því að lýsa Pútín ábyrgan og í morgun sagði Dmitry Peskov að yfirlýsingar þeirra væru algjörlega óásættanlegar og ergjandi. Þær myndu ekki hafa nein áhrif á stöðu Pútín. Utanríkisráðherra Eistlands, Margus Tsahkna, gekk svo langt að kalla Pútín „morðingja“. Navalnaya mun funda með utanríkisráðherrum Evrópusambandsríkjanna seinna í dag.
Rússland Mál Alexei Navalní Mest lesið Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent Kastrup lokað vegna drónaflugs Erlent Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Innlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Erlent Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Innlent Fleiri fréttir Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Kastrup lokað vegna drónaflugs Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Segir Pólverja ekki muna hika við að skjóta „hluti“ niður Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Til í viðræður en mun aldrei láta kjarnorkuvopnin af hendi „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Sjá meira