Heitir hin nýja Katrín Kristrún? Guðmundur J. Guðmundsson skrifar 19. febrúar 2024 11:01 Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar varpaði svo sannarlega bombu inn í íslenska stjórnmálaumræðu í vikunni sem leið í spjalli á einhverju hlaðvarpi. Þar hagaði hún orðum sínum með þeim hætti að auðveldlega mátti halda að flokkurinn væri að kúvenda í málefnum innflytjenda og hælisleitenda. Meðal annars gaf hún hugmyndum núverandi dómsmálaráðherra um fangabúðir fyrir ákveðinn hóp hælisleitenda undir fótinn. Ég segi og skrifa fangabúðir því ef það gengur eins og önd, gaggar eins og önd og flýgur eins og önd þá er það önd en ekki lóa. Viðbrögðin létu ekki á sér standa. Allstór hópur hennar eigin flokksmanna brást hart við og leist greinilega ekki á blikuna. Á hægri vængnum túlkuðu svo allnokkrir pótentátar úr Sjálfstæðis- og Miðflokki orð formannsins með þeim hætti að hún væri að senda út þreifara til þeirra með hundablístri. Viðbrögðin urðu síðan til þess að nokkrir úr náhirð formannsins, með fyrrum blaðamanninn Jóhann Pál í broddi fylkingar, hlupu upp til handa og fóta formanninum til varnar. Kváðu þau formanninn einungis vera að benda á nýjan veruleika í þessum málaflokki og því þurfi að ræða þessa stöðu í samræmi við það og bregðast við. Þetta síðastnefnda er auðvitað alveg hárrétt svo langt sem það nær. Staðan í málefnum innflytjenda hefur gjörbreyst á undanförnum misserum og þessa stöðu og viðbrögðin við henni þarf að ræða. Staðreyndin er sú að margt fólk óttast aukinn straum innflytjenda og undir þennan ótta hafa ósvífnir stjórnmálamenn og lýðskrumarar kynnt. Það breytir því hins vegar ekki að óttinn er raunverulegur og við honum þarf að bregðast jafnvel þótt forsendurnar séu rangar og byggðar á hálfsannleik, lygum og blekkingum. Ábyrgir stjórnmálamenn bregðast hins vegar ekki við þessari stöðu með því að haga orðum sínum með þeim hætti að jafnvel fólk úr forystusveit þeirra eigin flokks veit ekki sitt rjúkandi ráð og óttast að viðkomandi sé að stökkva á skítadreifarann sem helstu lýðskrumara Sjálfstæðisflokks, Miðflokks og Flokks fólksins þeysa um á þessi misserin. Það var því full ástæða fyrir flokksmenn Samfylkingarinnar að hrökkva illilega við. Ekki bætti viðtal við formanninn í Ríkisútvarpinu úr skák, það var jafn hulduhrútslegt og spjallið í hlaðvarpinu. Ef formaðurinn skýrir ekki rækilegar á næstu dögum hvað hún nákvæmlega á við er ekki nokkur leið að túlka málflutning hennar öðru vísi en sem hundablístur til Sjálfstæðisflokksins um að hér sé kominn heppilegur samstarfsaðili eftir næstu kosningar þegar Vinstri græn verða væntanlega horfin af sjónarsviðinu. Áhugamenn um stjórnmál geta því farið að velta fyrir sér hvenær á næsta kjörtímabili Samfylkingin fari að nálgast sex prósentin og þannig er titill greinarinnar til orðinn. Höfundur er á eftirlaunum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samfylkingin Innflytjendamál Vinstri græn Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Heilbrigðiskerfið logar og er að hrynja: Þú áttir betra skilið Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist Skoðun Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson Skoðun Við þurfum að tala um Bálstofuna Matthías Kormáksson Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Skoðun Að stela framtíðinni Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Vegið að framtíð ungs vísindafólks á Íslandi Katrín Möller,Svava Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjöleignarhús og vátryggingar Jónína Þórdís Karlsdóttir skrifar Skoðun Ert þú áhorfandi ofbeldis? Carmen Maja Valencia skrifar Skoðun Það er dýrt að reka ríkissjóð alltaf á yfirdrætti Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Opinber ómöguleiki Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Gervigreindin mun gjörbylta öllum samfélögum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Dýravelferðarlögin tíu ára Einar Örn Thorlacius skrifar Skoðun Er þetta sanngjarnt? Sigríður Clausen skrifar Skoðun Niðurskurðurinn sem enginn bað um Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Síðasti naglinn í borginni Björg Eva Erlendsdóttir,Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Slæm stjórnsýsla heilbrigðismála - dauðans alvara Markús Ingólfur Eiríksson skrifar Sjá meira
Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar varpaði svo sannarlega bombu inn í íslenska stjórnmálaumræðu í vikunni sem leið í spjalli á einhverju hlaðvarpi. Þar hagaði hún orðum sínum með þeim hætti að auðveldlega mátti halda að flokkurinn væri að kúvenda í málefnum innflytjenda og hælisleitenda. Meðal annars gaf hún hugmyndum núverandi dómsmálaráðherra um fangabúðir fyrir ákveðinn hóp hælisleitenda undir fótinn. Ég segi og skrifa fangabúðir því ef það gengur eins og önd, gaggar eins og önd og flýgur eins og önd þá er það önd en ekki lóa. Viðbrögðin létu ekki á sér standa. Allstór hópur hennar eigin flokksmanna brást hart við og leist greinilega ekki á blikuna. Á hægri vængnum túlkuðu svo allnokkrir pótentátar úr Sjálfstæðis- og Miðflokki orð formannsins með þeim hætti að hún væri að senda út þreifara til þeirra með hundablístri. Viðbrögðin urðu síðan til þess að nokkrir úr náhirð formannsins, með fyrrum blaðamanninn Jóhann Pál í broddi fylkingar, hlupu upp til handa og fóta formanninum til varnar. Kváðu þau formanninn einungis vera að benda á nýjan veruleika í þessum málaflokki og því þurfi að ræða þessa stöðu í samræmi við það og bregðast við. Þetta síðastnefnda er auðvitað alveg hárrétt svo langt sem það nær. Staðan í málefnum innflytjenda hefur gjörbreyst á undanförnum misserum og þessa stöðu og viðbrögðin við henni þarf að ræða. Staðreyndin er sú að margt fólk óttast aukinn straum innflytjenda og undir þennan ótta hafa ósvífnir stjórnmálamenn og lýðskrumarar kynnt. Það breytir því hins vegar ekki að óttinn er raunverulegur og við honum þarf að bregðast jafnvel þótt forsendurnar séu rangar og byggðar á hálfsannleik, lygum og blekkingum. Ábyrgir stjórnmálamenn bregðast hins vegar ekki við þessari stöðu með því að haga orðum sínum með þeim hætti að jafnvel fólk úr forystusveit þeirra eigin flokks veit ekki sitt rjúkandi ráð og óttast að viðkomandi sé að stökkva á skítadreifarann sem helstu lýðskrumara Sjálfstæðisflokks, Miðflokks og Flokks fólksins þeysa um á þessi misserin. Það var því full ástæða fyrir flokksmenn Samfylkingarinnar að hrökkva illilega við. Ekki bætti viðtal við formanninn í Ríkisútvarpinu úr skák, það var jafn hulduhrútslegt og spjallið í hlaðvarpinu. Ef formaðurinn skýrir ekki rækilegar á næstu dögum hvað hún nákvæmlega á við er ekki nokkur leið að túlka málflutning hennar öðru vísi en sem hundablístur til Sjálfstæðisflokksins um að hér sé kominn heppilegur samstarfsaðili eftir næstu kosningar þegar Vinstri græn verða væntanlega horfin af sjónarsviðinu. Áhugamenn um stjórnmál geta því farið að velta fyrir sér hvenær á næsta kjörtímabili Samfylkingin fari að nálgast sex prósentin og þannig er titill greinarinnar til orðinn. Höfundur er á eftirlaunum.
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar