Þungt haldin á gjörgæslu í Búlgaríu meðan heimflutningur strandar á sjúkrahúsinu Eiður Þór Árnason skrifar 18. febrúar 2024 13:35 Lára Björk Sigrúnardóttir ásamt börnum sínum Ísafold og Elísabetu. aðsend Íslensk kona liggur þungt haldin á gjörgæsludeild spítala í Búlgaríu með sýklasótt og nýrnabilun. Hún er talin vera í lífshættu en drep er komið í fingur og tær sem gæti þurft að fjarlægja. Hin 51 árs gamla Lára Björk Sigrúnardóttir og aðstandendur hennar hafa óskað eftir því að hún verði færð á spítala á Íslandi hið fyrsta. Þau gagnrýna vinnubrögð sjúkrahússins í Búlgaríu en erfiðlega hefur gengið að fá skýrslur sem nauðsynlegar eru til að meta hvort öruggt sé að flytja Láru til Íslands með sjúkraflugi. Án þeirra fæst hún ekki útskrifuð af sjúkrahúsinu þar sem hún hefur verið í átta daga. Nadia Rós Sheriff, dóttir Láru segir í samtali við fréttastofu að þau glími við mikla tungumálaerfiðleika í samskiptum sínum við starfsfólk spítalans sem tali takmarkaða ensku. Þá hafi strangar heimsóknartakmarkanir á gjörgæslunni gert það að verkum að hún og bróðir hennar hafi lítið fengið að sjá móður sína en þau komu bæði til Búlgaríu á föstudag. Móðir sín sé hrædd og vilji komast heim Nadia segir systkinin hafa fengið að sjá móður sína mjög stuttlega í gær og þá hafi Lára verið hrædd, svöng og þyrst. Þau hafi ekki fengið að heimsækja hana í dag og Lára óttist að framkvæmdar verði aðgerðir án hennar samþykkis missi hún meðvitund. „Hún vill láta taka puttana og tær, það sem þarf að taka heima á Íslandi,“ segir Nadia. Lára sé með sýklasótt (e. sepsis) sem hafi þróast út frá þvagfærasýkingu og leitt til blóðsýkingar sem fór í nýrun og svo lifrina. Fjölskylda Láru fékk ekki að heimsækja hana á gjörgæsluna í dag.Aðsend Lára fór í frí til Búlgaríu ásamt vinafólki sínu þann 4. febrúar og átti að dvelja þar í tíu daga. Þann 10. febrúar hafði hún samband við lækni á Íslandi og sagðist vera með doða í höndum, hjartsláttartruflanir og öndunarerfiðleika. Henni var þá ráðlagt að leita á spítala og var hún lögð inn á St. Marina háskólasjúkrahúsið í borginni Varna í norðurhluta Búlgaríu. Systkinin bíða nú á hóteli nálægt sjúkrahúsinu og vonast eftir því að fá afhentar fyrrnefndar skýrslur á morgun sem geri SOS International kleift að meta hvort Lára myndi lifa af flutning til Íslands. Lokað er fyrir afgreiðslu slíkra skjala um helgar og hefur Nadia óskað eftir þeim frá því á miðvikudag. Reynt mjög á fjölskylduna Nadia segir fulltrúa SOS furða sig á því hversu erfiðlega hafi gengið að fá nauðsynleg skjöl frá spítalanum og aldrei upplifað annað eins. Fjölskyldan hafi óskað eftir aðstoð borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins og ræðismanns Íslands í Búlgaríu sem hafi reynt að aðstoða þau án árangurs. Nadia segir þetta hafa reynt mjög á fjölskylduna og það sé galið að fá svona slæmar móttökur frá starfsfólki spítalans. Íslenskur túlkur hafi nýverið sett sig í samband og boðist til að koma með systkinunum á spítalann á morgun. „Þetta er búið að vera mjög erfitt. Það var erfitt að sjá hana, hún er skíthrædd og hún er að biðja um vatn og hún er hunsuð. Hún var öll þurr í munninum þegar við sáum hana. Hún er með vatnsflösku í rúminu sínu en hefur ekki tök á að fá sér. Hún var mjög svöng þegar við hittum hana og við fórum út í búð fyrir hana. Við máttum ekki gefa henni þetta sjálf en vonum að þau hafi skilað þessu til hennar,“ segir Nadia. Nadia ásamt Láru móður sinni sem liggur nú þungt haldin á sjúkrahúsi í Verna í Búlgaríu.Aðsend SOS ekki kynnst öðru eins Nadia bætir við að Lára hafi verið mjög vonsvikin þar sem henni hafi verið talin trú um að hún væri á leið í sjúkraflug í gær. Það hafi verið á misskilningi byggt. „Þeir máttu ekki gefa okkur skýrslur fyrr en við sækjum um þær á mánudaginn,“ segir Nadia en líkt og fyrr segir komu systkinin út til Búlgaríu á föstudag. SOS International og íslensk yfirvöld óskuðu eftir því að fá nána fjölskyldumeðlimi til landsins þegar erfiðlega gekk að fá skýrslurnar. Nadia segir að hún og bróðir hennar séu bæði barnafólk og það hafi verið áskorun fyrir þau að fara fyrr út. Hún bætir við að spítalinn hafi vísað ræðismanni Íslands frá á grundvelli þess að ekki væri um að ræða aðstandanda og skellt á starfsmann íslenska sendiráðsins þegar Lára hafi verið nefnd á nafn. Að sögn Nadiu hefur SOS International veitt vilyrði fyrir því að Lára verði flutt strax til Íslands ef hún verður metin flughæf. Hún segir þó algera óvissu ríkja um það hver næstu skref verða ef spítalinn heldur áfram að draga lappirnar. „Það er ekkert sem heitir plan b. SOS sagði við okkur í dag að þau hafi aldrei lent í þessu og þau viti ekki hvað þau eigi að gera. Það eru allir að reyna sitt besta en einhvern veginn gerist ekkert.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Heilbrigðismál Búlgaría Íslendingar erlendis Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Sjá meira
Hin 51 árs gamla Lára Björk Sigrúnardóttir og aðstandendur hennar hafa óskað eftir því að hún verði færð á spítala á Íslandi hið fyrsta. Þau gagnrýna vinnubrögð sjúkrahússins í Búlgaríu en erfiðlega hefur gengið að fá skýrslur sem nauðsynlegar eru til að meta hvort öruggt sé að flytja Láru til Íslands með sjúkraflugi. Án þeirra fæst hún ekki útskrifuð af sjúkrahúsinu þar sem hún hefur verið í átta daga. Nadia Rós Sheriff, dóttir Láru segir í samtali við fréttastofu að þau glími við mikla tungumálaerfiðleika í samskiptum sínum við starfsfólk spítalans sem tali takmarkaða ensku. Þá hafi strangar heimsóknartakmarkanir á gjörgæslunni gert það að verkum að hún og bróðir hennar hafi lítið fengið að sjá móður sína en þau komu bæði til Búlgaríu á föstudag. Móðir sín sé hrædd og vilji komast heim Nadia segir systkinin hafa fengið að sjá móður sína mjög stuttlega í gær og þá hafi Lára verið hrædd, svöng og þyrst. Þau hafi ekki fengið að heimsækja hana í dag og Lára óttist að framkvæmdar verði aðgerðir án hennar samþykkis missi hún meðvitund. „Hún vill láta taka puttana og tær, það sem þarf að taka heima á Íslandi,“ segir Nadia. Lára sé með sýklasótt (e. sepsis) sem hafi þróast út frá þvagfærasýkingu og leitt til blóðsýkingar sem fór í nýrun og svo lifrina. Fjölskylda Láru fékk ekki að heimsækja hana á gjörgæsluna í dag.Aðsend Lára fór í frí til Búlgaríu ásamt vinafólki sínu þann 4. febrúar og átti að dvelja þar í tíu daga. Þann 10. febrúar hafði hún samband við lækni á Íslandi og sagðist vera með doða í höndum, hjartsláttartruflanir og öndunarerfiðleika. Henni var þá ráðlagt að leita á spítala og var hún lögð inn á St. Marina háskólasjúkrahúsið í borginni Varna í norðurhluta Búlgaríu. Systkinin bíða nú á hóteli nálægt sjúkrahúsinu og vonast eftir því að fá afhentar fyrrnefndar skýrslur á morgun sem geri SOS International kleift að meta hvort Lára myndi lifa af flutning til Íslands. Lokað er fyrir afgreiðslu slíkra skjala um helgar og hefur Nadia óskað eftir þeim frá því á miðvikudag. Reynt mjög á fjölskylduna Nadia segir fulltrúa SOS furða sig á því hversu erfiðlega hafi gengið að fá nauðsynleg skjöl frá spítalanum og aldrei upplifað annað eins. Fjölskyldan hafi óskað eftir aðstoð borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins og ræðismanns Íslands í Búlgaríu sem hafi reynt að aðstoða þau án árangurs. Nadia segir þetta hafa reynt mjög á fjölskylduna og það sé galið að fá svona slæmar móttökur frá starfsfólki spítalans. Íslenskur túlkur hafi nýverið sett sig í samband og boðist til að koma með systkinunum á spítalann á morgun. „Þetta er búið að vera mjög erfitt. Það var erfitt að sjá hana, hún er skíthrædd og hún er að biðja um vatn og hún er hunsuð. Hún var öll þurr í munninum þegar við sáum hana. Hún er með vatnsflösku í rúminu sínu en hefur ekki tök á að fá sér. Hún var mjög svöng þegar við hittum hana og við fórum út í búð fyrir hana. Við máttum ekki gefa henni þetta sjálf en vonum að þau hafi skilað þessu til hennar,“ segir Nadia. Nadia ásamt Láru móður sinni sem liggur nú þungt haldin á sjúkrahúsi í Verna í Búlgaríu.Aðsend SOS ekki kynnst öðru eins Nadia bætir við að Lára hafi verið mjög vonsvikin þar sem henni hafi verið talin trú um að hún væri á leið í sjúkraflug í gær. Það hafi verið á misskilningi byggt. „Þeir máttu ekki gefa okkur skýrslur fyrr en við sækjum um þær á mánudaginn,“ segir Nadia en líkt og fyrr segir komu systkinin út til Búlgaríu á föstudag. SOS International og íslensk yfirvöld óskuðu eftir því að fá nána fjölskyldumeðlimi til landsins þegar erfiðlega gekk að fá skýrslurnar. Nadia segir að hún og bróðir hennar séu bæði barnafólk og það hafi verið áskorun fyrir þau að fara fyrr út. Hún bætir við að spítalinn hafi vísað ræðismanni Íslands frá á grundvelli þess að ekki væri um að ræða aðstandanda og skellt á starfsmann íslenska sendiráðsins þegar Lára hafi verið nefnd á nafn. Að sögn Nadiu hefur SOS International veitt vilyrði fyrir því að Lára verði flutt strax til Íslands ef hún verður metin flughæf. Hún segir þó algera óvissu ríkja um það hver næstu skref verða ef spítalinn heldur áfram að draga lappirnar. „Það er ekkert sem heitir plan b. SOS sagði við okkur í dag að þau hafi aldrei lent í þessu og þau viti ekki hvað þau eigi að gera. Það eru allir að reyna sitt besta en einhvern veginn gerist ekkert.“ Fréttin hefur verið uppfærð.
Heilbrigðismál Búlgaría Íslendingar erlendis Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Sjá meira