Lillard vann annað árið í röð og Curry hafði betur í einvíginu Smári Jökull Jónsson skrifar 18. febrúar 2024 11:01 Lillard með verðlaunin eftir sigurinn í nótt. Vísir/Getty Þriggja stiga keppni NBA-deildarinnar var háð í nótt. Bæði fór hin hefðbundna keppni fram en einnig mættust Steph Curry og Sabrina Ionescu í einvígi bestu skytta NBA og WNBA-deildanna. Þriggja stiga keppnin í nótt var tvískipt. Annars vegar kepptu átta leikmenn í hefðbundinni keppni þar sem hver leikmaður fær nokkra bolta til að skjóta á fjórum mismunandi stöðum. Keppendur fá eina mínútu til að klára skotin en á hverjum stað er einn bolti sem telur tvöfalt. Þeir Malik Beasley, Jalen Brunson, Tyrese Halliburton, Damian Lillard, Lauri Markkanen, Donovan Mitchell, Karl-Anthony Towns og Trae Young mynduðu hópinn sem kepptu í fyrri keppninni. ICE IN HIS VEINS Watch the final rounds from 2023 and 2024 as Dame Lillard wins his second-straight #Starry3PT pic.twitter.com/pV3EVabQam— NBA (@NBA) February 18, 2024 Lillard, Young, Towns og Halliburton voru jafnir eftir fyrstu umferðina og þurfti því bráðabana til að skera úr um hverjir kepptu til úrslita. Eftir bráðabanann stóðu þeir Towns, Lillard og Young eftir og þar var að Lillard, sem skipti frá Portland Trailblazers til Milwaukee Bucks fyrir tímabilið, sem stóð uppi sem sigurvegari. Þetta er annað árið í röð sem Lillard vinnur þriggja stiga keppnina. Síðastur til að vinna tvö ár í röð var Jason Kapono sem vann 2007 og 2008. Curry hafði betur í einvíginu Hins vegar mættust þau Steph Curry og Sabrina Ionescu í einvígi en þau voru fulltrúar NBA og WNBA-deildanna. Ionescu byrjaði einvígið. Hún setti niður hvern boltann á fætur öðrum og endaði með 26 stig sem var jöfnun á hæsta stigaskori í hinni keppninni. Það var því pressa á Curry þegar hann hóf leik. Curry setti niður öll skotin sín á vængjunum og tryggði sér sigur með því að setja fjögur af fimm skotum í horninu. Curry endaði með 29 stig og tryggði sér þar með sigur. Stephen vs. Sabrina lived up to the hype!Watch two of the best shooters in the world go at it, with Stephen Curry taking home the belt pic.twitter.com/8qp76GZp9b— NBA (@NBA) February 18, 2024 NBA Mest lesið Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn Magnús Eyjólfsson er látinn Sport „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Fleiri fréttir Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Sjá meira
Þriggja stiga keppnin í nótt var tvískipt. Annars vegar kepptu átta leikmenn í hefðbundinni keppni þar sem hver leikmaður fær nokkra bolta til að skjóta á fjórum mismunandi stöðum. Keppendur fá eina mínútu til að klára skotin en á hverjum stað er einn bolti sem telur tvöfalt. Þeir Malik Beasley, Jalen Brunson, Tyrese Halliburton, Damian Lillard, Lauri Markkanen, Donovan Mitchell, Karl-Anthony Towns og Trae Young mynduðu hópinn sem kepptu í fyrri keppninni. ICE IN HIS VEINS Watch the final rounds from 2023 and 2024 as Dame Lillard wins his second-straight #Starry3PT pic.twitter.com/pV3EVabQam— NBA (@NBA) February 18, 2024 Lillard, Young, Towns og Halliburton voru jafnir eftir fyrstu umferðina og þurfti því bráðabana til að skera úr um hverjir kepptu til úrslita. Eftir bráðabanann stóðu þeir Towns, Lillard og Young eftir og þar var að Lillard, sem skipti frá Portland Trailblazers til Milwaukee Bucks fyrir tímabilið, sem stóð uppi sem sigurvegari. Þetta er annað árið í röð sem Lillard vinnur þriggja stiga keppnina. Síðastur til að vinna tvö ár í röð var Jason Kapono sem vann 2007 og 2008. Curry hafði betur í einvíginu Hins vegar mættust þau Steph Curry og Sabrina Ionescu í einvígi en þau voru fulltrúar NBA og WNBA-deildanna. Ionescu byrjaði einvígið. Hún setti niður hvern boltann á fætur öðrum og endaði með 26 stig sem var jöfnun á hæsta stigaskori í hinni keppninni. Það var því pressa á Curry þegar hann hóf leik. Curry setti niður öll skotin sín á vængjunum og tryggði sér sigur með því að setja fjögur af fimm skotum í horninu. Curry endaði með 29 stig og tryggði sér þar með sigur. Stephen vs. Sabrina lived up to the hype!Watch two of the best shooters in the world go at it, with Stephen Curry taking home the belt pic.twitter.com/8qp76GZp9b— NBA (@NBA) February 18, 2024
NBA Mest lesið Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn Magnús Eyjólfsson er látinn Sport „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Fleiri fréttir Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Sjá meira