Innlent

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar
Sindri Sindrason les fréttir í kvöld.
Sindri Sindrason les fréttir í kvöld. Vísir

Fjölskylda Alexei Navalní, sem lést í gær, krefst þess að fá lík hans afhent. Blóm, kerti og aðrir minnisvarðar um Navalní voru fjarlægðir í Rússlandi í gær og hundrað mótmælendur handteknir.

Eldgosafræðingur telur líkur á því að skjálftahrina við Eldey gæti verið fyrirboði eldgoss á næstu mánuðum. Myndi gjósa neðansjávar yrði það sprengigos sem fylgir mikil gjóska.

Umhverfisráðherra Washingtonríkis í Bandaríkjunum hvetur íslensk stjórnvöld að banna sjókvíaeldi. Hún segist óska þess að hún sjálf hefði bannað það í heimaríki sínu áður en 350 þúsund eldislaxar sluppu út í náttúruna.

Þá sjáum við frá samstöðufundi fyrir Palestínu, skoðum vísindasýningu og verðum í beinni útsendingu frá vinsælu karaókí.

Þetta og fleira í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×