Minnisvarðar um Navalní fjarlægðir og hundrað handteknir Samúel Karl Ólason skrifar 17. febrúar 2024 10:40 Frá handtöku í Rússlandi í gærkvöldi. AP Blómvendir sem almenningur í Rússlandi hefur lagt niður við minnisvarða víðsvegar um Rússland, eftir að Alexei Navalní dó í fangelsi í Síberíu í gær, voru víða fjarlægðir af óeinkennisklæddum mönnum. Í einhverjum tilfellum horfðu lögregluþjónar á. Þá voru að minnsta kosti hundrað manns handtekin í átta borgum í Rússlandi í gær, eftir að þau lögðu blóm við minnisvarða í minningu Navalnís, samkvæmt OVD-Info samtökunum, sem eru sjálfstæð mannréttindasamtök sem vakta mótmæli í Rússlandi. Lögregluþjónar hafa einnig meinað fólki aðgang að minnisvörðum í Rússlandi. Handtökur virðast hafa haldið áfram í Rússlandi í morgun. : SOTAvision pic.twitter.com/weoXena9vx— SOTA (@Sota_Vision) February 17, 2024 Á sama tíma hafa ríkismiðlar Rússlands lítið sem ekkert fjallað um dauða Navalnís en ef það hefur verið gert hefur ekki verið sýnd mynd af honum og hefur hann ekki verið nefndur á nafn heldur kallaður fangi, samkvæmt blaðamanni BBC sem fylgist með rússneskum fjölmiðlum. An impromptu Moscow memorial to Navalny swept by masked men pic.twitter.com/X0MqWbRMm3— OVD-Info English (@ovdinfo_en) February 17, 2024 Sagður hafa dáið eftir göngutúr Fangelsismálayfirvöld í Rússlandi tilkynntu í gær að Navalní hefði dáið eftir göngutúr í fanganýlendu í norðanverðri Síberíu. Hann var sagður hafa misst meðvitund eftir göngutúrinn og eiga endurlífgunartilraunir ekki að hafa borið árangur. Sjá einnig: Navalní sagður hafa dáið í fangelsi Dauði hans hefur verið staðfestur af móður hans og starfsmönnum, sem krefjast þess að fá lík hans afhent. Ekki er vitað hvar lík hans er en samkvæmt aðstandendum var það ekki í líkhúsinu sem embættismenn segja það hafa verið sent. Alexey's lawyer and his mother have arrived at the Salekhard morgue. It's closed, however, the colony has assured them it's working and Navalny's body is there. The lawyer called the phone number which was on the door. He was told he was the seventh caller today. Alexey's body is pic.twitter.com/CsPbONUBrn— (@Kira_Yarmysh) February 17, 2024 Navalní var 47 ára gamall og einn helsti pólitíski andstæðingur Vladimírs Pútin, forseta Rússlands. Hann hafði reynt að bjóða sig fram til forseta en var meinað það og hann stofnaði á árum áður samtök sem opinberuðu spillingu embættis- og stjórnmálamanna í Rússlandi. Árið 2020 var eitrað fyrir Navalní í Rússlandi með taugaeitrinu Novichok, sem þróað var af rússneska hernum. Vladimír Pútín, forseti Rússlands, viðurkenndi að útsendarar FSB, stofnuninni sem tók við af KGB, hefðu elt Navalní á þeim tíma þegar eitrað var fyrir honum. Fjölmiðlar hafa borið kennsl á starfsmenn FSB sem taldir eru hafa eitrað fyrir Navalní. Hann var fluttur í dái til Þýskalands þar sem hann náði sér á endanum. Navalní sneri þó aftur til Rússlands, þar sem hann var strax handtekinn fyrir að hafa rofið skilorð vegna dóms frá 2014, sem Mannréttindadómstóll Evrópu hefur sagt gerræðislegan. Hann rauf skilorðið með því að vera fluttur í dái til Þýskalands Sjá einnig: Skipað að snúa aftur til Rússlands vegna skilorðs sem fellur úr gildi á morgun Eftir að hann var handtekinn var hann fangelsaður í tvö og hálft ár en í kjölfarið var hann ákærður fyrir ýmiss önnur brot og fangelsisvist hans ítrekað lengd. Hann var meðal annars dæmdur í nítján ára fangelsi fyrir að stofna og fjármagna öfgasamtök. Þar er um að ræða áðurnefnd and-spillingarsamtök sem yfirvöld í Rússlandi skilgreindu sem öfgasamtök mörgum árum eftir að þau voru stofnuð. Kona í Pétursborg heldur á smáu plakati sem á stendur: „Dó ekki, heldur myrtur“.AP Eftir að refsing hans var þyngd síðast sagðist Navalní átta sig á því að hann væri í lífstíðarfangelsi. Fangelsisvist hans myndi annað hvort enda með dauða hans eða dauða ríkisstjórnar Pútíns. Lögunum sem sú skilgreining byggir á hefur verið beitt gegn fjölda mannréttinda- og hjálparsamtaka í Rússlandi á undanförnum árum. Svipuðum lögum hefur verið beitt til að loka sjálfstæðum fjölmiðlum í Rússlandi í massavís. Sjá einnig: Öðrum mannréttindasamtökum gert að hætta í Rússlandi Júlía Navalní, eiginkona Alexei Navalní, hélt ræðu í Munchen í gær, þar sem hún sagði meðal annars að Vladimír Pútín, forseti Rússlands, muni verða dreginn til ábyrgðar fyrir dauða eiginmanns hennar. Hún sagði að ef fregnirnar frá Rússlandi væru réttar vildi hún að Pútín, vinir hans og meðlimir ríkisstjórnar hans væru meðvitaðir um að þeir yrðu á endanum dregnir til ábyrgðar fyrir allt sem þeir hefðu gert Rússlandi, fjölskyldu hennar og eiginmanni hennar. „Ykkar dagur mun koma mjög fjlótt,“ sagði hún. Rússland Mál Alexei Navalní Vladimír Pútín Tengdar fréttir Syrgja Navalní í dag „en baráttan heldur áfram á morgun“ Hópur fólks mætti á minningarstund vegna andláts Alexei Navalní við rússneska sendiráðið í dag. Einn syrgjenda segir andlátið óhugsanlegt. 16. febrúar 2024 23:01 Bjarni segir Pútín bera ábyrgð á andlátinu Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra segir Vladímír Pútín og rússnesk stjórnvöld ábyrg fyrir andláti Alexei Navalní, eins helsta pólitíska andstæðings Rússlandsforseta. 16. febrúar 2024 15:07 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Fleiri fréttir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Sjá meira
Þá voru að minnsta kosti hundrað manns handtekin í átta borgum í Rússlandi í gær, eftir að þau lögðu blóm við minnisvarða í minningu Navalnís, samkvæmt OVD-Info samtökunum, sem eru sjálfstæð mannréttindasamtök sem vakta mótmæli í Rússlandi. Lögregluþjónar hafa einnig meinað fólki aðgang að minnisvörðum í Rússlandi. Handtökur virðast hafa haldið áfram í Rússlandi í morgun. : SOTAvision pic.twitter.com/weoXena9vx— SOTA (@Sota_Vision) February 17, 2024 Á sama tíma hafa ríkismiðlar Rússlands lítið sem ekkert fjallað um dauða Navalnís en ef það hefur verið gert hefur ekki verið sýnd mynd af honum og hefur hann ekki verið nefndur á nafn heldur kallaður fangi, samkvæmt blaðamanni BBC sem fylgist með rússneskum fjölmiðlum. An impromptu Moscow memorial to Navalny swept by masked men pic.twitter.com/X0MqWbRMm3— OVD-Info English (@ovdinfo_en) February 17, 2024 Sagður hafa dáið eftir göngutúr Fangelsismálayfirvöld í Rússlandi tilkynntu í gær að Navalní hefði dáið eftir göngutúr í fanganýlendu í norðanverðri Síberíu. Hann var sagður hafa misst meðvitund eftir göngutúrinn og eiga endurlífgunartilraunir ekki að hafa borið árangur. Sjá einnig: Navalní sagður hafa dáið í fangelsi Dauði hans hefur verið staðfestur af móður hans og starfsmönnum, sem krefjast þess að fá lík hans afhent. Ekki er vitað hvar lík hans er en samkvæmt aðstandendum var það ekki í líkhúsinu sem embættismenn segja það hafa verið sent. Alexey's lawyer and his mother have arrived at the Salekhard morgue. It's closed, however, the colony has assured them it's working and Navalny's body is there. The lawyer called the phone number which was on the door. He was told he was the seventh caller today. Alexey's body is pic.twitter.com/CsPbONUBrn— (@Kira_Yarmysh) February 17, 2024 Navalní var 47 ára gamall og einn helsti pólitíski andstæðingur Vladimírs Pútin, forseta Rússlands. Hann hafði reynt að bjóða sig fram til forseta en var meinað það og hann stofnaði á árum áður samtök sem opinberuðu spillingu embættis- og stjórnmálamanna í Rússlandi. Árið 2020 var eitrað fyrir Navalní í Rússlandi með taugaeitrinu Novichok, sem þróað var af rússneska hernum. Vladimír Pútín, forseti Rússlands, viðurkenndi að útsendarar FSB, stofnuninni sem tók við af KGB, hefðu elt Navalní á þeim tíma þegar eitrað var fyrir honum. Fjölmiðlar hafa borið kennsl á starfsmenn FSB sem taldir eru hafa eitrað fyrir Navalní. Hann var fluttur í dái til Þýskalands þar sem hann náði sér á endanum. Navalní sneri þó aftur til Rússlands, þar sem hann var strax handtekinn fyrir að hafa rofið skilorð vegna dóms frá 2014, sem Mannréttindadómstóll Evrópu hefur sagt gerræðislegan. Hann rauf skilorðið með því að vera fluttur í dái til Þýskalands Sjá einnig: Skipað að snúa aftur til Rússlands vegna skilorðs sem fellur úr gildi á morgun Eftir að hann var handtekinn var hann fangelsaður í tvö og hálft ár en í kjölfarið var hann ákærður fyrir ýmiss önnur brot og fangelsisvist hans ítrekað lengd. Hann var meðal annars dæmdur í nítján ára fangelsi fyrir að stofna og fjármagna öfgasamtök. Þar er um að ræða áðurnefnd and-spillingarsamtök sem yfirvöld í Rússlandi skilgreindu sem öfgasamtök mörgum árum eftir að þau voru stofnuð. Kona í Pétursborg heldur á smáu plakati sem á stendur: „Dó ekki, heldur myrtur“.AP Eftir að refsing hans var þyngd síðast sagðist Navalní átta sig á því að hann væri í lífstíðarfangelsi. Fangelsisvist hans myndi annað hvort enda með dauða hans eða dauða ríkisstjórnar Pútíns. Lögunum sem sú skilgreining byggir á hefur verið beitt gegn fjölda mannréttinda- og hjálparsamtaka í Rússlandi á undanförnum árum. Svipuðum lögum hefur verið beitt til að loka sjálfstæðum fjölmiðlum í Rússlandi í massavís. Sjá einnig: Öðrum mannréttindasamtökum gert að hætta í Rússlandi Júlía Navalní, eiginkona Alexei Navalní, hélt ræðu í Munchen í gær, þar sem hún sagði meðal annars að Vladimír Pútín, forseti Rússlands, muni verða dreginn til ábyrgðar fyrir dauða eiginmanns hennar. Hún sagði að ef fregnirnar frá Rússlandi væru réttar vildi hún að Pútín, vinir hans og meðlimir ríkisstjórnar hans væru meðvitaðir um að þeir yrðu á endanum dregnir til ábyrgðar fyrir allt sem þeir hefðu gert Rússlandi, fjölskyldu hennar og eiginmanni hennar. „Ykkar dagur mun koma mjög fjlótt,“ sagði hún.
Rússland Mál Alexei Navalní Vladimír Pútín Tengdar fréttir Syrgja Navalní í dag „en baráttan heldur áfram á morgun“ Hópur fólks mætti á minningarstund vegna andláts Alexei Navalní við rússneska sendiráðið í dag. Einn syrgjenda segir andlátið óhugsanlegt. 16. febrúar 2024 23:01 Bjarni segir Pútín bera ábyrgð á andlátinu Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra segir Vladímír Pútín og rússnesk stjórnvöld ábyrg fyrir andláti Alexei Navalní, eins helsta pólitíska andstæðings Rússlandsforseta. 16. febrúar 2024 15:07 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Fleiri fréttir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Sjá meira
Syrgja Navalní í dag „en baráttan heldur áfram á morgun“ Hópur fólks mætti á minningarstund vegna andláts Alexei Navalní við rússneska sendiráðið í dag. Einn syrgjenda segir andlátið óhugsanlegt. 16. febrúar 2024 23:01
Bjarni segir Pútín bera ábyrgð á andlátinu Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra segir Vladímír Pútín og rússnesk stjórnvöld ábyrg fyrir andláti Alexei Navalní, eins helsta pólitíska andstæðings Rússlandsforseta. 16. febrúar 2024 15:07
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent