Syrgja Navalní í dag „en baráttan heldur áfram á morgun“ Elísabet Inga Sigurðardóttir og Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifa 16. febrúar 2024 23:01 Viktoria Bakshina mætti á minningarstundina. Vísir Hópur fólks mætti á minningarstund vegna andláts Alexei Navalní við rússneska sendiráðið í dag. Einn syrgjenda segir andlátið óhugsanlegt. Andlát rússneska andófsmannsins Alexei Navalní hefur vakið hörð viðbrögð og þjóðarleiðtogar kalla eftir skýringum frá Rússum. Hann er sagður hafa látist í fangelsi vegna veikinda. Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra segir Vladímír Pútín Rússlandsforseta bera ábyrgð á dauða Navalní. „Við erum hérna að tala um stjórnarandstæðing í Rússlandi sem virðist hafa verið fangelsaður fyrir pólitískar skoðanir. Og deyr síðan í höndum stjórnvalda þannig að það er ekki hægt að komast að annarri niðurstöðu en að stjórnvöld og Pútín, á endanum, beri ábyrgð á því að hann er nú farinn frá,“ segir Bjarni. Hann segir Navalní hafa verið ötull málsvari lýðræðis og framfara sem teljast sjálfsögð réttindi í okkar heimshluta. „Þá blasir við manni sú mynd að hann hafi látið lífið fyrir þá baráttu.“ Þá segir Júlía Navalní, eiginkona Alexei Navalní heitins, að Vladimír Pútín Rússlandsforseti verði dreginn til ábyrgðar vegna andlátsins reynist satt að hann sé látinn. Viktoria Bakshina, kennari, er ein þeirra sem mætti á minningarstundina í dag. „Ég held að flestir sem eru á móti Pútín finni fyrir endalausri sorg og tómi og myrkri í hjörtunum okkar. Þó að við flest þekktum Alexei ekki persónulega þá var hann mörgum nær og kær. Hann var tákn vonarinnar og það sem gerðist í dag er ennþá óhugsanlegt fyrir okkur. Margir trúa enn þá ekki að þetta hefur gerst, segir Viktoria. „Það sem Alexei vildi var frjálst Rússland og í Kvikmyndinni sem hefur fengið Óskarsverðlaun sagði hann eftirfarandi orð: Ef ég dey, sem mun líklegast gerast, gefist ekki upp. Þannig að við ætlum að syrgja, gráta og fagna vini í dag en baráttan heldur áfram á morgun,“ bætir hún við. Rússland Mál Alexei Navalní Sendiráð á Íslandi Reykjavík Tengdar fréttir Navalní sagður hafa dáið í fangelsi Alexei Navalní, einn helsti pólitíski andstæðingur Vladimírs Pútin, forseta Rússlands er dáinn. Hann lést í fangelsi og er hann sagður hafa dáið vegna veikinda. 16. febrúar 2024 11:29 Bjarni segir Pútín bera ábyrgð á andlátinu Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra segir Vladímír Pútín og rússnesk stjórnvöld ábyrg fyrir andláti Alexei Navalní, eins helsta pólitíska andstæðings Rússlandsforseta. 16. febrúar 2024 15:07 Sterk tilhneiging andstæðinga Pútín til að deyja fyrir aldur fram Málaliðaforinginn Jegveníj Prigozhin bættist í stóran hóp andstæðinga stjórnvalda í Kreml sem hafa látist við grunsamlegar kringumstæður í stjórnartíð Vladímírs Pútín Rússlandsforseta. Pólitískir mótherjar, blaðamenn og meintir svikarar hafa margir látist fyrir aldur fram eða veikst heiftarlega. 26. ágúst 2023 07:00 Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent B sé ekki best Innlent Fleiri fréttir Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Sjá meira
Andlát rússneska andófsmannsins Alexei Navalní hefur vakið hörð viðbrögð og þjóðarleiðtogar kalla eftir skýringum frá Rússum. Hann er sagður hafa látist í fangelsi vegna veikinda. Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra segir Vladímír Pútín Rússlandsforseta bera ábyrgð á dauða Navalní. „Við erum hérna að tala um stjórnarandstæðing í Rússlandi sem virðist hafa verið fangelsaður fyrir pólitískar skoðanir. Og deyr síðan í höndum stjórnvalda þannig að það er ekki hægt að komast að annarri niðurstöðu en að stjórnvöld og Pútín, á endanum, beri ábyrgð á því að hann er nú farinn frá,“ segir Bjarni. Hann segir Navalní hafa verið ötull málsvari lýðræðis og framfara sem teljast sjálfsögð réttindi í okkar heimshluta. „Þá blasir við manni sú mynd að hann hafi látið lífið fyrir þá baráttu.“ Þá segir Júlía Navalní, eiginkona Alexei Navalní heitins, að Vladimír Pútín Rússlandsforseti verði dreginn til ábyrgðar vegna andlátsins reynist satt að hann sé látinn. Viktoria Bakshina, kennari, er ein þeirra sem mætti á minningarstundina í dag. „Ég held að flestir sem eru á móti Pútín finni fyrir endalausri sorg og tómi og myrkri í hjörtunum okkar. Þó að við flest þekktum Alexei ekki persónulega þá var hann mörgum nær og kær. Hann var tákn vonarinnar og það sem gerðist í dag er ennþá óhugsanlegt fyrir okkur. Margir trúa enn þá ekki að þetta hefur gerst, segir Viktoria. „Það sem Alexei vildi var frjálst Rússland og í Kvikmyndinni sem hefur fengið Óskarsverðlaun sagði hann eftirfarandi orð: Ef ég dey, sem mun líklegast gerast, gefist ekki upp. Þannig að við ætlum að syrgja, gráta og fagna vini í dag en baráttan heldur áfram á morgun,“ bætir hún við.
Rússland Mál Alexei Navalní Sendiráð á Íslandi Reykjavík Tengdar fréttir Navalní sagður hafa dáið í fangelsi Alexei Navalní, einn helsti pólitíski andstæðingur Vladimírs Pútin, forseta Rússlands er dáinn. Hann lést í fangelsi og er hann sagður hafa dáið vegna veikinda. 16. febrúar 2024 11:29 Bjarni segir Pútín bera ábyrgð á andlátinu Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra segir Vladímír Pútín og rússnesk stjórnvöld ábyrg fyrir andláti Alexei Navalní, eins helsta pólitíska andstæðings Rússlandsforseta. 16. febrúar 2024 15:07 Sterk tilhneiging andstæðinga Pútín til að deyja fyrir aldur fram Málaliðaforinginn Jegveníj Prigozhin bættist í stóran hóp andstæðinga stjórnvalda í Kreml sem hafa látist við grunsamlegar kringumstæður í stjórnartíð Vladímírs Pútín Rússlandsforseta. Pólitískir mótherjar, blaðamenn og meintir svikarar hafa margir látist fyrir aldur fram eða veikst heiftarlega. 26. ágúst 2023 07:00 Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent B sé ekki best Innlent Fleiri fréttir Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Sjá meira
Navalní sagður hafa dáið í fangelsi Alexei Navalní, einn helsti pólitíski andstæðingur Vladimírs Pútin, forseta Rússlands er dáinn. Hann lést í fangelsi og er hann sagður hafa dáið vegna veikinda. 16. febrúar 2024 11:29
Bjarni segir Pútín bera ábyrgð á andlátinu Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra segir Vladímír Pútín og rússnesk stjórnvöld ábyrg fyrir andláti Alexei Navalní, eins helsta pólitíska andstæðings Rússlandsforseta. 16. febrúar 2024 15:07
Sterk tilhneiging andstæðinga Pútín til að deyja fyrir aldur fram Málaliðaforinginn Jegveníj Prigozhin bættist í stóran hóp andstæðinga stjórnvalda í Kreml sem hafa látist við grunsamlegar kringumstæður í stjórnartíð Vladímírs Pútín Rússlandsforseta. Pólitískir mótherjar, blaðamenn og meintir svikarar hafa margir látist fyrir aldur fram eða veikst heiftarlega. 26. ágúst 2023 07:00