Sjómenn samþykktu kjarasamning Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 16. febrúar 2024 16:36 Valmundur Valmundsson, formaður Sjómannasambands Íslands. Vísir/Vilhelm Sjómenn samþykktu kjarasamning til fimm ára með 62,84 prósent greiddra atkvæða. Formaður Sjómannasambandsins segir ánægjulegt að félagsmenn hafi ekki tekið mark á skítkasti og óhróðri sem beinst hafi að stjórn félagsins. Þetta er meðal þess sem fram kemur í tilkynningu. Þar kemur fram að 37,17 prósent hafi verið á móti. Kjörsókn var 53,62 prósent. „Það er alltaf ánægjulegt þegar kjarasamningur er samþykktur. Sérstaklega núna eftir allt það skítkast og óhróður sem beindist að forystumönnum Sjómannasambandsins,“ segir Valmundur Valmundsson, formaður sambandsins. „Það sýnir sig best að við sem höldum uppi málefnalegri og siðaðri umræðu höfðum vinninginn. Fyrir það ber að þakka þeim sem komu með okkur í vegferðina.“ Alvöru samningur eftir erfiða fæðingu Í tilkynningunni er ennfremur fullyrt að um sé að ræða tímamótasamning fyrir sjómenn. Loksins séu sjómenn innan SSÍ komnir með lífeyrisréttindi á við aðra landsmenn. „Loksins eru sjómenn innan SSÍ komnir með lífeyrisréttindi á við aðra landsmenn. Loksins er gert upp úr 100% aflaverðmæti. Loksins geta sjómenn sagt að þeirra hlutur í olíukostnaði sé í burtu. Nú geta sjómenn sótt hækkun beint á skiptaprósentu ef þurfa þykir með grein 1.39.1. Loksins koma hækkanir á kauptryggingu og kaupliðum eins og gerist á almenna markaðnum. Loksins hætta sjómenn yfirstöðu við yfirísun. Loksins fá sjómenn desember uppbót árið 2028. Loksins er stærðarmörkum skipa breytt þannig að gagn sé að. Áfram gakk,“ segir í tilkynningunni. Þá segir Valmundur Valmundsson að samningurinn sé alvöru kjarasamningur eftir erfiða fæðingu. Samningurinn sem felldur hafi verið fyrir ári sé grunnurinn að nýja samningnum. Hlusti ekki á hælbítana „Við bættum við og lagfærðum það sem sjómenn gagnrýndu hvað mest í þeim samningi. Ég er stoltur af mínum félagsmönnum innan Sjómannasambandsins að samþykkja samninginn. Taka ekki mark á öllum þeim óhróðri og rangfærslum sem steypt var yfir sjómenn í aðdraganda atkvæðagreiðslunnar og meðan á henni stóð,“ segir Valmundur. „Eins og ég hef áður sagt opinberlega, kunna sjómenn að lesa sér til gagns og greina kjarnann frá hisminu. Við unnum að kynningu samningsins á málefnalegan og faglegan hátt án upphrópana og útúrsnúninga. Það er að skila sér núna með samþykkt þessa nýja samnings.“ Þá segir ennfremur í tilkynningunni að úrtöluraddir muni halda áfram að hljóma um innihald samningsins. Félagsmenn eru hvattir til að hlusta ekki á hælbítana, heldur halda stoltir áfram og vinna eftir góðum kjarasamningi næstu árin. Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Sjávarútvegur Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Fleiri fréttir Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Sjá meira
Þetta er meðal þess sem fram kemur í tilkynningu. Þar kemur fram að 37,17 prósent hafi verið á móti. Kjörsókn var 53,62 prósent. „Það er alltaf ánægjulegt þegar kjarasamningur er samþykktur. Sérstaklega núna eftir allt það skítkast og óhróður sem beindist að forystumönnum Sjómannasambandsins,“ segir Valmundur Valmundsson, formaður sambandsins. „Það sýnir sig best að við sem höldum uppi málefnalegri og siðaðri umræðu höfðum vinninginn. Fyrir það ber að þakka þeim sem komu með okkur í vegferðina.“ Alvöru samningur eftir erfiða fæðingu Í tilkynningunni er ennfremur fullyrt að um sé að ræða tímamótasamning fyrir sjómenn. Loksins séu sjómenn innan SSÍ komnir með lífeyrisréttindi á við aðra landsmenn. „Loksins eru sjómenn innan SSÍ komnir með lífeyrisréttindi á við aðra landsmenn. Loksins er gert upp úr 100% aflaverðmæti. Loksins geta sjómenn sagt að þeirra hlutur í olíukostnaði sé í burtu. Nú geta sjómenn sótt hækkun beint á skiptaprósentu ef þurfa þykir með grein 1.39.1. Loksins koma hækkanir á kauptryggingu og kaupliðum eins og gerist á almenna markaðnum. Loksins hætta sjómenn yfirstöðu við yfirísun. Loksins fá sjómenn desember uppbót árið 2028. Loksins er stærðarmörkum skipa breytt þannig að gagn sé að. Áfram gakk,“ segir í tilkynningunni. Þá segir Valmundur Valmundsson að samningurinn sé alvöru kjarasamningur eftir erfiða fæðingu. Samningurinn sem felldur hafi verið fyrir ári sé grunnurinn að nýja samningnum. Hlusti ekki á hælbítana „Við bættum við og lagfærðum það sem sjómenn gagnrýndu hvað mest í þeim samningi. Ég er stoltur af mínum félagsmönnum innan Sjómannasambandsins að samþykkja samninginn. Taka ekki mark á öllum þeim óhróðri og rangfærslum sem steypt var yfir sjómenn í aðdraganda atkvæðagreiðslunnar og meðan á henni stóð,“ segir Valmundur. „Eins og ég hef áður sagt opinberlega, kunna sjómenn að lesa sér til gagns og greina kjarnann frá hisminu. Við unnum að kynningu samningsins á málefnalegan og faglegan hátt án upphrópana og útúrsnúninga. Það er að skila sér núna með samþykkt þessa nýja samnings.“ Þá segir ennfremur í tilkynningunni að úrtöluraddir muni halda áfram að hljóma um innihald samningsins. Félagsmenn eru hvattir til að hlusta ekki á hælbítana, heldur halda stoltir áfram og vinna eftir góðum kjarasamningi næstu árin.
Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Sjávarútvegur Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Fleiri fréttir Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Sjá meira