Hundruð milljóna króna skattasekt staðfest Árni Sæberg skrifar 16. febrúar 2024 15:35 Landsréttur kvað upp dóm í málinu í dag. Vísir/Egill Landsréttur hefur sakfellt karlmann á sextugsaldri fyrir skattalagabrot. Hann var dæmdur í 18 mánaða skilorðsbundið fangelsi og til greiðslu 268 milljóna króna í sekt. Ákæruvaldið féllst á það undir rekstri málsins að tiltekin útgjöld hafi talist rekstrarkostnaður og sekt mannsins var lækkuð um 55 milljónir króna, frá því sem hafði verið dæmt í héraði. Þetta segir í dómi Landsréttar, sem kveðinn var upp í dag. Í dómi Héraðsdóms Reykjaness kom fram að Georg Mikaelsson hefði staðið skil á röngum skattframtölum gjaldárin 2010 til 2014 og ekki gert grein fyrir eignarhaldi sínu á einkahlutafélaginu GM, sem var skráð á Seychelleseyjum. Í dómi Landsréttar segir að fyrir Landsrétti hafi Georg krafist frávísunar málsins frá héraðsdómi þar sem ákæra hafi efnislega verið byggð á skýrslu skattyfirvalda en ekki á sjálfstæðri rannsókn lögreglu. Landsréttur hafi hafnað kröfunni með vísan til þess að þegar ófullnægjandi rannsókn leiddi til þess að ákæruliðir teldust ekki sannaðir varðaði það ekki frávísun heldur sýknu. Landsréttur hafi fallist á það með héraðsdómi að Georg hefði á tekjuárinu 2009 haft 66.354.336 krónur í tekjur af hlutafjáreign sinni í GM Ltd. Georg hefði komið sér undan greiðslu fjármagnstekjuskatts að fjárhæð 8.097.394 krónur, auk þess sem hann hefði ekki gert grein fyrir eignarhaldi sínu á félaginu á skattframtali. Ekki alveg jafnhá sekt og í héraði Undir rekstri málsins fyrir Landsrétti hafi ákæruvaldið fallist á að tiltekin útgjöld teldust rekstrarkostnaður GM Ltd. Þá hafi rétturinn fallist á að önnur tilgreind útgjöld teldust rekstrarkostnaður félagsins. Rétturinn hafi lagt til grundvallar að rekstrarhagnaður GM Ltd. á tekjuárunum 2010 til 2013 hefði numið 180.798.436 krónum og næmi vangreiddur tekjuskattur og útsvar Georgs samtals 81.298.415 krónum og vangreiddur fjármagnstekjuskattur 8.097.934 krónum. Sem áður segir var Georg dæmdur í 18 mánaða skilorðsbundið fangelsi og til greiðslu 268 milljóna króna í sekt innan fjögurra vikna, ellegar sæta fangelsi í 360 daga. Þá var honum gert að greiða tvo þriðju málvarnarlauna verjanda síns fyrir Landsrétti, sem voru í heild 15,7 milljónir króna. Í héraði var honum gert að greiða verjanda sínum 22 milljónir króna. Fréttin hefur verið uppfærð. Skattar og tollar Dómsmál Efnahagsbrot Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira
Þetta segir í dómi Landsréttar, sem kveðinn var upp í dag. Í dómi Héraðsdóms Reykjaness kom fram að Georg Mikaelsson hefði staðið skil á röngum skattframtölum gjaldárin 2010 til 2014 og ekki gert grein fyrir eignarhaldi sínu á einkahlutafélaginu GM, sem var skráð á Seychelleseyjum. Í dómi Landsréttar segir að fyrir Landsrétti hafi Georg krafist frávísunar málsins frá héraðsdómi þar sem ákæra hafi efnislega verið byggð á skýrslu skattyfirvalda en ekki á sjálfstæðri rannsókn lögreglu. Landsréttur hafi hafnað kröfunni með vísan til þess að þegar ófullnægjandi rannsókn leiddi til þess að ákæruliðir teldust ekki sannaðir varðaði það ekki frávísun heldur sýknu. Landsréttur hafi fallist á það með héraðsdómi að Georg hefði á tekjuárinu 2009 haft 66.354.336 krónur í tekjur af hlutafjáreign sinni í GM Ltd. Georg hefði komið sér undan greiðslu fjármagnstekjuskatts að fjárhæð 8.097.394 krónur, auk þess sem hann hefði ekki gert grein fyrir eignarhaldi sínu á félaginu á skattframtali. Ekki alveg jafnhá sekt og í héraði Undir rekstri málsins fyrir Landsrétti hafi ákæruvaldið fallist á að tiltekin útgjöld teldust rekstrarkostnaður GM Ltd. Þá hafi rétturinn fallist á að önnur tilgreind útgjöld teldust rekstrarkostnaður félagsins. Rétturinn hafi lagt til grundvallar að rekstrarhagnaður GM Ltd. á tekjuárunum 2010 til 2013 hefði numið 180.798.436 krónum og næmi vangreiddur tekjuskattur og útsvar Georgs samtals 81.298.415 krónum og vangreiddur fjármagnstekjuskattur 8.097.934 krónum. Sem áður segir var Georg dæmdur í 18 mánaða skilorðsbundið fangelsi og til greiðslu 268 milljóna króna í sekt innan fjögurra vikna, ellegar sæta fangelsi í 360 daga. Þá var honum gert að greiða tvo þriðju málvarnarlauna verjanda síns fyrir Landsrétti, sem voru í heild 15,7 milljónir króna. Í héraði var honum gert að greiða verjanda sínum 22 milljónir króna. Fréttin hefur verið uppfærð.
Skattar og tollar Dómsmál Efnahagsbrot Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira