Margir upplifi kvíða áður en þeir fara á eftirlaun Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 16. febrúar 2024 10:49 Theodór Francis mætti í Bítið í morgun og ræddi um eftirlaunaárin. Bylgjan Theodór Francis Birgisson klínískur félagsráðgjafi hvetur fólk sem er að nálgast eftirlaunaaldur til þess að hugsa um það hvað það vill gera á þessum árum. Mikilvægt sé að skipuleggja sig en eðlilegt er að upplifa kvíða í aðdraganda tímamótanna. Þetta er meðal þess sem fram kom í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Theodór segir að hann fái reglulega til sín einstaklinga sem upplifi kvíða þar sem þeir séu að nálgast starfslokaaldur. „Það er eins með þennan hluta af lífshlaupinu, hann þarf að vera undirbúinn. Alveg eins og við undirbúum okkur fyrir aðra þætti í lífinu. Þetta mun koma fyrir alla sem eru svo heppnir að fá að eldast, sem er ekki sjálfgefið,“ segir Theodór. Þetta séu þannig forréttindi. En á sama tíma sé þetta erfitt fyrir einstaklinga, að upplifa að þeir gegni ekki sama hlutverki og áður, í gegnum vinnu. „Það er þetta með að vakna inn í einhverja ákveðna tilveru. Ég er búinn að vakna inn í tilveruna að taka þátt í vinnunni og vera hluti af því, nú er það allt í einu búið, hef ég þá ekki lengur tilgang? Skipti ég ekki lengur máli? Þetta eru spurningar sem mjög margir velta fyrir sér.“ Theodór segir mikilvægt að huga að hugarfarinu. Hann rifjar upp að félagi sinn hafi alltaf talað um aldurinn eftir 67 ára sem síðmiðaldra, en ekki það að verða gamall. Þá spili fjárhagslegar áhyggjur inn í hjá mörgum. „Það eru ótrúlega margir á þessum stað sem kvíða því mjög mikið, hlutverkum sínum og því hvort það muni hafa þetta af? Eða mun það bara geta setið heima og ráðið krossgátur? Er það það eina sem eftirlaunaaldurinn býður mér?“ Hann segir mikilvægt að fólk einangri sig ekki. Það sýni sig að það sé það versta sem fólk geti gert við þessi tímamót. Mikilvægt sé að hafa eitthvað fyrir stafni og undirbúa sig. „Plana þetta. Tala um það við maka sinn. Tala um það við fólkið sitt, börnin sín, vini sína. Finna út hvaða tilgang ætla ég að búa mér til? Því lífið er áfram gott þó þú verðir síðmiðaldra.“ Vinnumarkaður Eldri borgarar Bítið Geðheilbrigði Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Lífið Fleiri fréttir Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dónalegt Rán, Guðjón, Kristín og Stefán Máni hrepptu hnossið Enn einn breski erfinginn í heiminn Átján ára aldursmunur milli yngsta og elsta keppanda í Ungfrú Ísland Will Ferrell ætlar með Husavik á Broadway Skinkukallinn er víða Jörundur og Magdalena selja íbúð á eftirsóttum stað „Hann var of góður fyrir þennan grimma heim sem við búum í“ „Mér finnst ekkert skemmtilegra en að spila bridge“ Sjá meira
Þetta er meðal þess sem fram kom í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Theodór segir að hann fái reglulega til sín einstaklinga sem upplifi kvíða þar sem þeir séu að nálgast starfslokaaldur. „Það er eins með þennan hluta af lífshlaupinu, hann þarf að vera undirbúinn. Alveg eins og við undirbúum okkur fyrir aðra þætti í lífinu. Þetta mun koma fyrir alla sem eru svo heppnir að fá að eldast, sem er ekki sjálfgefið,“ segir Theodór. Þetta séu þannig forréttindi. En á sama tíma sé þetta erfitt fyrir einstaklinga, að upplifa að þeir gegni ekki sama hlutverki og áður, í gegnum vinnu. „Það er þetta með að vakna inn í einhverja ákveðna tilveru. Ég er búinn að vakna inn í tilveruna að taka þátt í vinnunni og vera hluti af því, nú er það allt í einu búið, hef ég þá ekki lengur tilgang? Skipti ég ekki lengur máli? Þetta eru spurningar sem mjög margir velta fyrir sér.“ Theodór segir mikilvægt að huga að hugarfarinu. Hann rifjar upp að félagi sinn hafi alltaf talað um aldurinn eftir 67 ára sem síðmiðaldra, en ekki það að verða gamall. Þá spili fjárhagslegar áhyggjur inn í hjá mörgum. „Það eru ótrúlega margir á þessum stað sem kvíða því mjög mikið, hlutverkum sínum og því hvort það muni hafa þetta af? Eða mun það bara geta setið heima og ráðið krossgátur? Er það það eina sem eftirlaunaaldurinn býður mér?“ Hann segir mikilvægt að fólk einangri sig ekki. Það sýni sig að það sé það versta sem fólk geti gert við þessi tímamót. Mikilvægt sé að hafa eitthvað fyrir stafni og undirbúa sig. „Plana þetta. Tala um það við maka sinn. Tala um það við fólkið sitt, börnin sín, vini sína. Finna út hvaða tilgang ætla ég að búa mér til? Því lífið er áfram gott þó þú verðir síðmiðaldra.“
Vinnumarkaður Eldri borgarar Bítið Geðheilbrigði Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Lífið Fleiri fréttir Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dónalegt Rán, Guðjón, Kristín og Stefán Máni hrepptu hnossið Enn einn breski erfinginn í heiminn Átján ára aldursmunur milli yngsta og elsta keppanda í Ungfrú Ísland Will Ferrell ætlar með Husavik á Broadway Skinkukallinn er víða Jörundur og Magdalena selja íbúð á eftirsóttum stað „Hann var of góður fyrir þennan grimma heim sem við búum í“ „Mér finnst ekkert skemmtilegra en að spila bridge“ Sjá meira