Öllu máli skiptir að fólkið komst út heilt á húfi Jón Þór Stefánsson skrifar 16. febrúar 2024 10:49 Erfitt er að meta skemmdirnar að svo stöddu. Vísir/Vilhelm Sjálfvirkur brunaboði í húsnæði í Fellsmúla, þar sem N1 er með bílaþjónustu og hjólbarðaverkstæði, gerði stjórnstöð Securitas viðvart um reyk stuttu eftir að húsinu hafði verið lokað síðdegis í gær. Starfsmaður, sem hafði nýlega yfirgefið vinnustaðinn, sneri aftur á vettvang og hringdi strax á neyðarlínuna eftir aðstoð og í kjölfarið kom slökkviliðið og lögregla á vettvang. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í tilkynningu frá N1 um bruna í iðnaðarhúsnæði í Fellsmúla í gær. Þar kemur fram að enginn hafi verið inni í húsnæðinu þegar reyksins varð vart og öryggi starfsmanna hafi því ekki verið ógnað. „Ljóst er að skemmdir á húsnæðinu eru miklar. Þó er ekki hægt að meta þær að fullu fyrr en lögreglan hefur lokið rannsókn á eldsupptökum,“ segir í tilkynningunni. N1 er með bílaþjónustu og hjólbarðaverkstæði í húsnæðinu.Vísir/Vilhelm „Eldurinn takmarkaðist við húsnæði N1 en tjón varð í nærliggjandi húsnæði vegna reyks og vatns. Brunahólfun hússins og aðrar eldvarnir skiptu þar miklu máli,“ segir jafnframt í tilkynningunni. Þar kemur fram að ekki sé hægt að segja til um hvenær bílaþjónusta N1 opnar aftur í húsinu fyrr en búið er að meta skemmdir. Eldurinn takmarkaðist við húsnæði N1.Vísir/Vilhelm Þröstur Ingvason, sölustjóri hjá Slippfélaginu sem er líka með aðsetur í húsinu, tekur í sama streng. Hann segir ljóst að húnsæði fyrirtækisins hafi orðið fyrir tjóni, en erfitt sé að meta það að svo stöddu. „Þetta er náttúrulega þannig að við erum ekki búin að komast inn ennþá. Klárlega er þetta einhverskonar tjón, en sem betur slapp allt fólkið heilt út og það er það sem skiptir öllu máli,“ segir Þröstur. Um sjötíu manns komu að slökkvistarfinu.Vísir/Vilhelm Hann segir þó að Slippfélagið sé líklega betur statt en önnur fyrirtæki sem eru með aðsetur í húsinu vegna þess að félagið sé með önnur aðsetur í bænum. „Það læsti sig ekki eldur í neðri hæðunum, en það er bæði vatnstjón, og það er mikil lykt inni í rýmunum. Það er kannski það sem er mest hjá okkur.“ Þau hjá Slippfélaginu hafa enn ekki fengið að fara inn í húsnæðið, en Þröstur telur að þau fái að gera það seinna í dag. „Það verður engin starfsemi hér næstu dagana. Það er alveg á hreinu.“ „Það verður engin starfsemi hér næstu dagana. Það er alveg á hreinu,“ segir sölustjóri Slippfélagsins. Vísir/Vilhelm Slökkvistarfi lauk að mestu um klukkan tvö í nótt en í morgun var unnið að því að tryggja að slökkt hafi verið í öllum glæðum. Slökkviðsmenn á vettvangi hafa nú komist inn í húsnæðið, sem þótti ekki öruggt í nótt. Um sjötíu manns komu að slökkvistarfinu á vettvangi. Þá voru þrjátíu til viðbótar að sinna sjúkraflutningum í nótt. Slökkvilið Reykjavík Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Erlent Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Erlent Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Sjá meira
Þetta er á meðal þess sem kemur fram í tilkynningu frá N1 um bruna í iðnaðarhúsnæði í Fellsmúla í gær. Þar kemur fram að enginn hafi verið inni í húsnæðinu þegar reyksins varð vart og öryggi starfsmanna hafi því ekki verið ógnað. „Ljóst er að skemmdir á húsnæðinu eru miklar. Þó er ekki hægt að meta þær að fullu fyrr en lögreglan hefur lokið rannsókn á eldsupptökum,“ segir í tilkynningunni. N1 er með bílaþjónustu og hjólbarðaverkstæði í húsnæðinu.Vísir/Vilhelm „Eldurinn takmarkaðist við húsnæði N1 en tjón varð í nærliggjandi húsnæði vegna reyks og vatns. Brunahólfun hússins og aðrar eldvarnir skiptu þar miklu máli,“ segir jafnframt í tilkynningunni. Þar kemur fram að ekki sé hægt að segja til um hvenær bílaþjónusta N1 opnar aftur í húsinu fyrr en búið er að meta skemmdir. Eldurinn takmarkaðist við húsnæði N1.Vísir/Vilhelm Þröstur Ingvason, sölustjóri hjá Slippfélaginu sem er líka með aðsetur í húsinu, tekur í sama streng. Hann segir ljóst að húnsæði fyrirtækisins hafi orðið fyrir tjóni, en erfitt sé að meta það að svo stöddu. „Þetta er náttúrulega þannig að við erum ekki búin að komast inn ennþá. Klárlega er þetta einhverskonar tjón, en sem betur slapp allt fólkið heilt út og það er það sem skiptir öllu máli,“ segir Þröstur. Um sjötíu manns komu að slökkvistarfinu.Vísir/Vilhelm Hann segir þó að Slippfélagið sé líklega betur statt en önnur fyrirtæki sem eru með aðsetur í húsinu vegna þess að félagið sé með önnur aðsetur í bænum. „Það læsti sig ekki eldur í neðri hæðunum, en það er bæði vatnstjón, og það er mikil lykt inni í rýmunum. Það er kannski það sem er mest hjá okkur.“ Þau hjá Slippfélaginu hafa enn ekki fengið að fara inn í húsnæðið, en Þröstur telur að þau fái að gera það seinna í dag. „Það verður engin starfsemi hér næstu dagana. Það er alveg á hreinu.“ „Það verður engin starfsemi hér næstu dagana. Það er alveg á hreinu,“ segir sölustjóri Slippfélagsins. Vísir/Vilhelm Slökkvistarfi lauk að mestu um klukkan tvö í nótt en í morgun var unnið að því að tryggja að slökkt hafi verið í öllum glæðum. Slökkviðsmenn á vettvangi hafa nú komist inn í húsnæðið, sem þótti ekki öruggt í nótt. Um sjötíu manns komu að slökkvistarfinu á vettvangi. Þá voru þrjátíu til viðbótar að sinna sjúkraflutningum í nótt.
Slökkvilið Reykjavík Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Erlent Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Erlent Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Sjá meira