Einn dregið sig úr útboðinu vegna Ölfusárbrúar og fleiri að íhuga það Hólmfríður Gísladóttir skrifar 21. febrúar 2024 08:01 Viðmælendur fréttastofu segja tilhögun útboðsins óneitanlega munu hafa áhrif á kostnað framkvæmdarinnar. Að minnsta kosti einn aðili af fimm hefur dregið sig formlega úr tilboðsferlinu vegna byggingar Ölfusárbrúar og samkvæmt áreiðanlegum heimildum Vísis eru fleiri að íhuga að gera slíkt hið sama. Fréttastofa hefur rætt við nokkra einstaklinga sem tengjast hópunum fimm sem hugðust gera tilboð í framkvæmdina en enginn þeirra vill koma fram undir nafni. Þá fengust þau svör bæði hjá Vegagerðinni og Samtökum iðnaðarins að þau myndu ekki tjá sig um málið fyrr en tilboðin hefðu verið opnuð. Úboðsgögn vegna hönnunar og smíði Ölfusárbrúar voru send út í nóvember en fimm fyrirtæki sótt um að fá að taka þátt í útboðinu. Samkvæmt heimildum Vísis voru gerðar ákveðnar kröfur um reynslu í útboðsauglýsingunni, sem gerðu það að verkum að einsýnt var að erlendir aðilar þyrftu að koma að málum. Eftirfarandi fyrirtæki sóttu um þátttöku en í flestum, ef ekki öllum, tilvikum um að ræða samstarf innlendra og erlendra aðila: Hochtief Infrastructure GmbH, Essen, Þýskalandi IKI Infrastructure Systems Co., Ltd, Tokyo, Japan Ístak hf. - Per Aarsleff A/S - Freyssinet Int., fyrir hönd óstofnaðs félags, Reykjavík Puentes y Calzada Infraestructuras, S.L.U., Spáni ÞG verktakar ehf., Reykjavík Staðlar og fjármögnun flækja málin Ástæður þess að einn aðili hefur þegar dregið sig úr útboðinu og fleiri eru að skoða að gera það er sagðar margþættar en ekki síst sú staðreynd að ekki er stuðst við alþjóðlegan staðal, til dæmis FIDIC, hvað varðar útboðs- og samningsskilmála. Þetta virðist hafa vakið efasemdir erlendu aðilanna um þátttöku en þá segja heimildarmenn Vísis einnig um að ræða óánægju er varðar fjármögnun. Baldur Sigurðsson gerði samanburð á íslenska staðlinum ÍST 30 og FIDIC í meistararitgerð sinni við Háskóla Íslands árið 2014. Sagði hann ljóst að skilmálar FIDIC væru mun ítarlegri en ÍST 30. Þá lagði Baldur könnun fyrir verkkaupa, verktaka og ráðgjafa, þar sem meðal annars kom fram að mönnum þótti ÍST 30 henta betur fyrir minni verk en FIDIC fyrir stærri og flóknari verk. Fjórir af fimm ráðgjöfum sögðust telja að FIDIC hentuðu betur en ÍST 30, ekki síst við stærri framkvæmdir og framkvæmdir þar sem erlendir aðilar myndu mögulega koma að málum. Ný Ölfusárbrú Samgöngur Vegagerð Árborg Flóahreppur Tengdar fréttir Hönnun og smíði nýrrar Ölfusárbrúar boðin út Vegagerðin hefur sent út útboðsgögn vegna hönnunar og smíði nýrrar Ölfusárbrúar til fimm fyrirtækja sem sóttu um að fá að taka þátt í útboðinu. Frestur til að skila inn tilboðum rennur út þann 12. mars næstkomandi. Áætlað er að verkinu ljúki haustið 2027, eftir fjögur ár. 29. nóvember 2023 18:29 Verktakar frá Þýskalandi, Japan og Spáni vilja smíða Ölfusárbrú Verktakar frá Þýskalandi, Japan og Spáni eru í hópi þeirra sem óskuðu formlega eftir því í dag að fá að smíða nýja Ölfusárbrú við Selfoss. Vegagerðin stefnir að því að klára verksamning fyrir loks árs. 18. apríl 2023 22:00 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Innlent Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Fleiri fréttir Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Hraunflæði áfram mest til austurs Ákvörðunar Höllu líklega að vænta í dag Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Sjá meira
Fréttastofa hefur rætt við nokkra einstaklinga sem tengjast hópunum fimm sem hugðust gera tilboð í framkvæmdina en enginn þeirra vill koma fram undir nafni. Þá fengust þau svör bæði hjá Vegagerðinni og Samtökum iðnaðarins að þau myndu ekki tjá sig um málið fyrr en tilboðin hefðu verið opnuð. Úboðsgögn vegna hönnunar og smíði Ölfusárbrúar voru send út í nóvember en fimm fyrirtæki sótt um að fá að taka þátt í útboðinu. Samkvæmt heimildum Vísis voru gerðar ákveðnar kröfur um reynslu í útboðsauglýsingunni, sem gerðu það að verkum að einsýnt var að erlendir aðilar þyrftu að koma að málum. Eftirfarandi fyrirtæki sóttu um þátttöku en í flestum, ef ekki öllum, tilvikum um að ræða samstarf innlendra og erlendra aðila: Hochtief Infrastructure GmbH, Essen, Þýskalandi IKI Infrastructure Systems Co., Ltd, Tokyo, Japan Ístak hf. - Per Aarsleff A/S - Freyssinet Int., fyrir hönd óstofnaðs félags, Reykjavík Puentes y Calzada Infraestructuras, S.L.U., Spáni ÞG verktakar ehf., Reykjavík Staðlar og fjármögnun flækja málin Ástæður þess að einn aðili hefur þegar dregið sig úr útboðinu og fleiri eru að skoða að gera það er sagðar margþættar en ekki síst sú staðreynd að ekki er stuðst við alþjóðlegan staðal, til dæmis FIDIC, hvað varðar útboðs- og samningsskilmála. Þetta virðist hafa vakið efasemdir erlendu aðilanna um þátttöku en þá segja heimildarmenn Vísis einnig um að ræða óánægju er varðar fjármögnun. Baldur Sigurðsson gerði samanburð á íslenska staðlinum ÍST 30 og FIDIC í meistararitgerð sinni við Háskóla Íslands árið 2014. Sagði hann ljóst að skilmálar FIDIC væru mun ítarlegri en ÍST 30. Þá lagði Baldur könnun fyrir verkkaupa, verktaka og ráðgjafa, þar sem meðal annars kom fram að mönnum þótti ÍST 30 henta betur fyrir minni verk en FIDIC fyrir stærri og flóknari verk. Fjórir af fimm ráðgjöfum sögðust telja að FIDIC hentuðu betur en ÍST 30, ekki síst við stærri framkvæmdir og framkvæmdir þar sem erlendir aðilar myndu mögulega koma að málum.
Ný Ölfusárbrú Samgöngur Vegagerð Árborg Flóahreppur Tengdar fréttir Hönnun og smíði nýrrar Ölfusárbrúar boðin út Vegagerðin hefur sent út útboðsgögn vegna hönnunar og smíði nýrrar Ölfusárbrúar til fimm fyrirtækja sem sóttu um að fá að taka þátt í útboðinu. Frestur til að skila inn tilboðum rennur út þann 12. mars næstkomandi. Áætlað er að verkinu ljúki haustið 2027, eftir fjögur ár. 29. nóvember 2023 18:29 Verktakar frá Þýskalandi, Japan og Spáni vilja smíða Ölfusárbrú Verktakar frá Þýskalandi, Japan og Spáni eru í hópi þeirra sem óskuðu formlega eftir því í dag að fá að smíða nýja Ölfusárbrú við Selfoss. Vegagerðin stefnir að því að klára verksamning fyrir loks árs. 18. apríl 2023 22:00 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Innlent Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Fleiri fréttir Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Hraunflæði áfram mest til austurs Ákvörðunar Höllu líklega að vænta í dag Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Sjá meira
Hönnun og smíði nýrrar Ölfusárbrúar boðin út Vegagerðin hefur sent út útboðsgögn vegna hönnunar og smíði nýrrar Ölfusárbrúar til fimm fyrirtækja sem sóttu um að fá að taka þátt í útboðinu. Frestur til að skila inn tilboðum rennur út þann 12. mars næstkomandi. Áætlað er að verkinu ljúki haustið 2027, eftir fjögur ár. 29. nóvember 2023 18:29
Verktakar frá Þýskalandi, Japan og Spáni vilja smíða Ölfusárbrú Verktakar frá Þýskalandi, Japan og Spáni eru í hópi þeirra sem óskuðu formlega eftir því í dag að fá að smíða nýja Ölfusárbrú við Selfoss. Vegagerðin stefnir að því að klára verksamning fyrir loks árs. 18. apríl 2023 22:00