Aron Ólafsson nýr markaðsstjóri Solid Clouds Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 15. febrúar 2024 11:22 Aron Ólafsson, nýr markaðsstjóri Solid Clouds. Aron Ólafsson hefur verið ráðinn markaðsstjóri Solid Clouds en hann var áður framkvæmdastjóri Rafíþróttasambands Íslands. Þetta kemur fram í tilkynningu. Þar segir að Solid Clouds muni í apríl gefa út nýjan leik, Starborne Frontiers. Þróun hans hófst á miðju ári 2021. Síðustu stóru leikkerfin komu inn síðasta haust og frá þeim tíma hefur félagið verið að undirbúa útgáfuna og fínstilla tekjukerfi leiksins. Þá segir í tilkynningunni að Starborne Frontiers hafi nú þegar fengið góðar viðtökur. Leikurinn er hannaður fyrir snjalltæki en mun einnig verða aðgengilegur á PC. Aron er með B.S. gráðu í ferðamálafræði frá Háskóla Íslands auk þess að vera með með diplómapróf í stefnumótun en hann var formaður Stúdentaráðs meðan hann stundaði nám við Háskóla Íslands. Síðustu fimm árum hefur Aron leitt uppbyggingu samfélags rafíþróttaunnanda hjá Rafíþróttasambands Íslands. Í tilkynningunni segir að undir forystu hans hafi meðlimum fjölgað um tuttugu þúsund manns ásamt því að tekjur sambands hafi tuttugu faldast. Aron hefur auk þess unnið að skipulagningu tölvuleikjamóta en þar má nefna mót sem haldið var á Íslandi vegna vinsælasta fjölspilunarleiks heims, League of Legends. Sá leikur er frá einu stærsta tölvuleikjafyrirtæki heims, Riot, en yfir 200 milljón manns horfðu á mótið. „Ég er stoltur af því að ganga til liðs við Solid Clouds, en eftir að hafa hitt teymið og hafandi spilað leikinn þá langaði mig ekkert meira en að taka þátt í þessu verkefni. Starborne Frontiers er frábær leikur og ég held að í hörðu samkeppnisumhverfi þá muni félagslegar tengingar sem spilarar mynda innan leiksins verða einn af lykilþáttum að leikurinn verði vinsæll og tekjumikill”, segir Aron Ólafsson. „Það er mikill fengur fyrir Solid Clouds að fá jafn kraftmikinn og reynsluríkan markaðsstjóra til starfa fyrir félagið. Ráðning hans er undirbúningur að hamskiptum hjá félaginu núna þegar óðum styttist í fulla markaðssetningu Starborne Frontiers. Aron hefur sýnt í sínum fyrri störfum að hann getur byggt upp mikla stemningu í tölvuleikjasamfélagi en slík reynsla er gríðarlega mikilvæg fyrir félagið á þeim tímamótum sem það er á,“ segir Stefán Gunnarsson forstjóri Solid Clouds. Vistaskipti Leikjavísir Auglýsinga- og markaðsmál Solid Clouds Mest lesið Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Auðveldara verði að breyta atvinnuhúsnæði í íbúðir Neytendur Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Viðskipti innlent Viðar nýr sölustjóri Wisefish Viðskipti innlent 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Neytendur Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu Viðskipti innlent Semja um fjögurra milljarða króna lán Viðskipti innlent Fleiri fréttir Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ Sjá meira
Þar segir að Solid Clouds muni í apríl gefa út nýjan leik, Starborne Frontiers. Þróun hans hófst á miðju ári 2021. Síðustu stóru leikkerfin komu inn síðasta haust og frá þeim tíma hefur félagið verið að undirbúa útgáfuna og fínstilla tekjukerfi leiksins. Þá segir í tilkynningunni að Starborne Frontiers hafi nú þegar fengið góðar viðtökur. Leikurinn er hannaður fyrir snjalltæki en mun einnig verða aðgengilegur á PC. Aron er með B.S. gráðu í ferðamálafræði frá Háskóla Íslands auk þess að vera með með diplómapróf í stefnumótun en hann var formaður Stúdentaráðs meðan hann stundaði nám við Háskóla Íslands. Síðustu fimm árum hefur Aron leitt uppbyggingu samfélags rafíþróttaunnanda hjá Rafíþróttasambands Íslands. Í tilkynningunni segir að undir forystu hans hafi meðlimum fjölgað um tuttugu þúsund manns ásamt því að tekjur sambands hafi tuttugu faldast. Aron hefur auk þess unnið að skipulagningu tölvuleikjamóta en þar má nefna mót sem haldið var á Íslandi vegna vinsælasta fjölspilunarleiks heims, League of Legends. Sá leikur er frá einu stærsta tölvuleikjafyrirtæki heims, Riot, en yfir 200 milljón manns horfðu á mótið. „Ég er stoltur af því að ganga til liðs við Solid Clouds, en eftir að hafa hitt teymið og hafandi spilað leikinn þá langaði mig ekkert meira en að taka þátt í þessu verkefni. Starborne Frontiers er frábær leikur og ég held að í hörðu samkeppnisumhverfi þá muni félagslegar tengingar sem spilarar mynda innan leiksins verða einn af lykilþáttum að leikurinn verði vinsæll og tekjumikill”, segir Aron Ólafsson. „Það er mikill fengur fyrir Solid Clouds að fá jafn kraftmikinn og reynsluríkan markaðsstjóra til starfa fyrir félagið. Ráðning hans er undirbúningur að hamskiptum hjá félaginu núna þegar óðum styttist í fulla markaðssetningu Starborne Frontiers. Aron hefur sýnt í sínum fyrri störfum að hann getur byggt upp mikla stemningu í tölvuleikjasamfélagi en slík reynsla er gríðarlega mikilvæg fyrir félagið á þeim tímamótum sem það er á,“ segir Stefán Gunnarsson forstjóri Solid Clouds.
Vistaskipti Leikjavísir Auglýsinga- og markaðsmál Solid Clouds Mest lesið Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Auðveldara verði að breyta atvinnuhúsnæði í íbúðir Neytendur Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Viðskipti innlent Viðar nýr sölustjóri Wisefish Viðskipti innlent 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Neytendur Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu Viðskipti innlent Semja um fjögurra milljarða króna lán Viðskipti innlent Fleiri fréttir Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ Sjá meira