Aron Ólafsson nýr markaðsstjóri Solid Clouds Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 15. febrúar 2024 11:22 Aron Ólafsson, nýr markaðsstjóri Solid Clouds. Aron Ólafsson hefur verið ráðinn markaðsstjóri Solid Clouds en hann var áður framkvæmdastjóri Rafíþróttasambands Íslands. Þetta kemur fram í tilkynningu. Þar segir að Solid Clouds muni í apríl gefa út nýjan leik, Starborne Frontiers. Þróun hans hófst á miðju ári 2021. Síðustu stóru leikkerfin komu inn síðasta haust og frá þeim tíma hefur félagið verið að undirbúa útgáfuna og fínstilla tekjukerfi leiksins. Þá segir í tilkynningunni að Starborne Frontiers hafi nú þegar fengið góðar viðtökur. Leikurinn er hannaður fyrir snjalltæki en mun einnig verða aðgengilegur á PC. Aron er með B.S. gráðu í ferðamálafræði frá Háskóla Íslands auk þess að vera með með diplómapróf í stefnumótun en hann var formaður Stúdentaráðs meðan hann stundaði nám við Háskóla Íslands. Síðustu fimm árum hefur Aron leitt uppbyggingu samfélags rafíþróttaunnanda hjá Rafíþróttasambands Íslands. Í tilkynningunni segir að undir forystu hans hafi meðlimum fjölgað um tuttugu þúsund manns ásamt því að tekjur sambands hafi tuttugu faldast. Aron hefur auk þess unnið að skipulagningu tölvuleikjamóta en þar má nefna mót sem haldið var á Íslandi vegna vinsælasta fjölspilunarleiks heims, League of Legends. Sá leikur er frá einu stærsta tölvuleikjafyrirtæki heims, Riot, en yfir 200 milljón manns horfðu á mótið. „Ég er stoltur af því að ganga til liðs við Solid Clouds, en eftir að hafa hitt teymið og hafandi spilað leikinn þá langaði mig ekkert meira en að taka þátt í þessu verkefni. Starborne Frontiers er frábær leikur og ég held að í hörðu samkeppnisumhverfi þá muni félagslegar tengingar sem spilarar mynda innan leiksins verða einn af lykilþáttum að leikurinn verði vinsæll og tekjumikill”, segir Aron Ólafsson. „Það er mikill fengur fyrir Solid Clouds að fá jafn kraftmikinn og reynsluríkan markaðsstjóra til starfa fyrir félagið. Ráðning hans er undirbúningur að hamskiptum hjá félaginu núna þegar óðum styttist í fulla markaðssetningu Starborne Frontiers. Aron hefur sýnt í sínum fyrri störfum að hann getur byggt upp mikla stemningu í tölvuleikjasamfélagi en slík reynsla er gríðarlega mikilvæg fyrir félagið á þeim tímamótum sem það er á,“ segir Stefán Gunnarsson forstjóri Solid Clouds. Vistaskipti Leikjavísir Auglýsinga- og markaðsmál Solid Clouds Mest lesið „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Viðskipti innlent Loka Brút og Kaffi Ó-le Viðskipti innlent Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Viðskipti innlent Sushi Corner lokar Viðskipti innlent Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Viðskipti innlent Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Tuttugu manns sagt upp hjá Play Þorbirna og Ævar til Pálsson Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Sjá meira
Þar segir að Solid Clouds muni í apríl gefa út nýjan leik, Starborne Frontiers. Þróun hans hófst á miðju ári 2021. Síðustu stóru leikkerfin komu inn síðasta haust og frá þeim tíma hefur félagið verið að undirbúa útgáfuna og fínstilla tekjukerfi leiksins. Þá segir í tilkynningunni að Starborne Frontiers hafi nú þegar fengið góðar viðtökur. Leikurinn er hannaður fyrir snjalltæki en mun einnig verða aðgengilegur á PC. Aron er með B.S. gráðu í ferðamálafræði frá Háskóla Íslands auk þess að vera með með diplómapróf í stefnumótun en hann var formaður Stúdentaráðs meðan hann stundaði nám við Háskóla Íslands. Síðustu fimm árum hefur Aron leitt uppbyggingu samfélags rafíþróttaunnanda hjá Rafíþróttasambands Íslands. Í tilkynningunni segir að undir forystu hans hafi meðlimum fjölgað um tuttugu þúsund manns ásamt því að tekjur sambands hafi tuttugu faldast. Aron hefur auk þess unnið að skipulagningu tölvuleikjamóta en þar má nefna mót sem haldið var á Íslandi vegna vinsælasta fjölspilunarleiks heims, League of Legends. Sá leikur er frá einu stærsta tölvuleikjafyrirtæki heims, Riot, en yfir 200 milljón manns horfðu á mótið. „Ég er stoltur af því að ganga til liðs við Solid Clouds, en eftir að hafa hitt teymið og hafandi spilað leikinn þá langaði mig ekkert meira en að taka þátt í þessu verkefni. Starborne Frontiers er frábær leikur og ég held að í hörðu samkeppnisumhverfi þá muni félagslegar tengingar sem spilarar mynda innan leiksins verða einn af lykilþáttum að leikurinn verði vinsæll og tekjumikill”, segir Aron Ólafsson. „Það er mikill fengur fyrir Solid Clouds að fá jafn kraftmikinn og reynsluríkan markaðsstjóra til starfa fyrir félagið. Ráðning hans er undirbúningur að hamskiptum hjá félaginu núna þegar óðum styttist í fulla markaðssetningu Starborne Frontiers. Aron hefur sýnt í sínum fyrri störfum að hann getur byggt upp mikla stemningu í tölvuleikjasamfélagi en slík reynsla er gríðarlega mikilvæg fyrir félagið á þeim tímamótum sem það er á,“ segir Stefán Gunnarsson forstjóri Solid Clouds.
Vistaskipti Leikjavísir Auglýsinga- og markaðsmál Solid Clouds Mest lesið „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Viðskipti innlent Loka Brút og Kaffi Ó-le Viðskipti innlent Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Viðskipti innlent Sushi Corner lokar Viðskipti innlent Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Viðskipti innlent Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Tuttugu manns sagt upp hjá Play Þorbirna og Ævar til Pálsson Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Sjá meira