„Við lögðum líf og sál í þetta“ Siggeir Ævarsson skrifar 14. febrúar 2024 22:26 Ingvar Þór Guðjónsson, þjálfari Hauka, var þungur á brún á hliðarlínunni í kvöld Vísir/Hulda Margrét Ingvar Þór Guðjónsson, þjálfari Hauka, bar það utan á sér eftir leik að tapið í kvöld gegn Keflavík var sérstaklega sárt. Lokatölur leiksins 72-76 eftir hörkuspennandi lokamínútur. „Bara gríðarlega sárt. Mér fannst við spila mjög vel í fyrri hálfleik og í rauninni bara spiluðum vel í þessum leik í heild. Litlir hlutir sem að skera úr um þetta.“ Ingvari varð tíðrætt um þessa litlu hluti, en þeir féllu margir hverjir með Keflavík að þessu sinni þegar kom að dómsgæslunni. Ingvar vildi þó ekki skrifa tapið á dómgæsluna. „Þú sást það, ég held að það hafi allir séð það. Mér fannst þær fá ansi auðveld köll, sérstaklega í seinni hálfleik. Það var orðinn smá pirringur í því. En þetta er ekkert kannski sem sker úr um leikinn, hann hefði getað dottið hvoru megin sem var. Þær taka 14 sóknarfráköst, þau eru dýr hérna í lokin. Við erum yfir, þær taka sóknarfrákast og skora og jafna leikinn. Litlu hlutirnir sem að kannski fóru með okkur.“ Haukar virðast vera að ná vopnum sínum. Voru hársbreidd frá því að leggja toppliðið í kvöld og í hörkuleik á móti Grindavík í síðastu umferð. Ingvar sagði að þessu fylgdu blendnar tilfinningar, að eiga í fullu tré við þessi lið en ná samt ekki að landa sigrinum þegar á reynir. „Eiginlega akkúrat það. Ég er stoltur af þeim í kvöld. Við lögðum líf og sál í þetta, eins á móti Grindavík, sérstaklega í seinni hálfleik þar. Hundfúlt að ná ekki að klára þetta.“ Keira Robinson gat jafnað leikinn af vítalínunni í lokin en brenndi af fyrra vítinu og ákvað að klikka viljandi á því seinna og freista þess að ná sóknarfrákastinu. Það plan gekk alls ekki upp, en á þessum tímapunkti voru um tíu sekúndur eftir af leiknum. Ingvar sagði að hann hefði alls ekki teiknað þessa senu upp. „Ég var jafn hissa á þessu og þú! Hún hefur ætlað að setja hann í hringinn og ná frákastinu sjálf þar sem fyrra klikkaði. En leikurinn fer ekkert þar.“ Körfubolti Subway-deild kvenna Haukar Mest lesið Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Heimsmeistarinn skiptir mjög óvænt um grein Sport Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Körfubolti Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80 | Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik Sjá meira
„Bara gríðarlega sárt. Mér fannst við spila mjög vel í fyrri hálfleik og í rauninni bara spiluðum vel í þessum leik í heild. Litlir hlutir sem að skera úr um þetta.“ Ingvari varð tíðrætt um þessa litlu hluti, en þeir féllu margir hverjir með Keflavík að þessu sinni þegar kom að dómsgæslunni. Ingvar vildi þó ekki skrifa tapið á dómgæsluna. „Þú sást það, ég held að það hafi allir séð það. Mér fannst þær fá ansi auðveld köll, sérstaklega í seinni hálfleik. Það var orðinn smá pirringur í því. En þetta er ekkert kannski sem sker úr um leikinn, hann hefði getað dottið hvoru megin sem var. Þær taka 14 sóknarfráköst, þau eru dýr hérna í lokin. Við erum yfir, þær taka sóknarfrákast og skora og jafna leikinn. Litlu hlutirnir sem að kannski fóru með okkur.“ Haukar virðast vera að ná vopnum sínum. Voru hársbreidd frá því að leggja toppliðið í kvöld og í hörkuleik á móti Grindavík í síðastu umferð. Ingvar sagði að þessu fylgdu blendnar tilfinningar, að eiga í fullu tré við þessi lið en ná samt ekki að landa sigrinum þegar á reynir. „Eiginlega akkúrat það. Ég er stoltur af þeim í kvöld. Við lögðum líf og sál í þetta, eins á móti Grindavík, sérstaklega í seinni hálfleik þar. Hundfúlt að ná ekki að klára þetta.“ Keira Robinson gat jafnað leikinn af vítalínunni í lokin en brenndi af fyrra vítinu og ákvað að klikka viljandi á því seinna og freista þess að ná sóknarfrákastinu. Það plan gekk alls ekki upp, en á þessum tímapunkti voru um tíu sekúndur eftir af leiknum. Ingvar sagði að hann hefði alls ekki teiknað þessa senu upp. „Ég var jafn hissa á þessu og þú! Hún hefur ætlað að setja hann í hringinn og ná frákastinu sjálf þar sem fyrra klikkaði. En leikurinn fer ekkert þar.“
Körfubolti Subway-deild kvenna Haukar Mest lesið Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Heimsmeistarinn skiptir mjög óvænt um grein Sport Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Körfubolti Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80 | Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik Sjá meira