Verkfallsaðgerðir breiðfylkingarinnar yrðu samræmdar Heimir Már Pétursson skrifar 14. febrúar 2024 19:21 Komi til verkfallsaðgerða munu félögin innan breiðfylkingarinnar sem telja 73 prósent alls launafólks á almennum vinnumarkaði samræma aðgerðir sínar þannig að áhrif aðgerðanna verði hvað mest. Stöð 2/Einar Forysta stéttarfélaga innan breiðfylkingarinnar segir aðgerðir félaganna verða samræmdar komi til þess að boðað verði til verkfalla. Ljóst sé að fyrirvari Samtaka atvinnulífsins um sjálfstæði Seðlabankans standist ekki og vonandi verði hægt að ganga til samninga á ný sem fyrst. Forysta breiðfylkingarinnar koma saman til fundar í dag en í gærkvöldi fékk samninganefnd VR umboð trúnaðarráðs til að boða til aðgerða. Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segir félagið hafa sett af stað könnun. Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar heldur í vonina um að þráðurinn verði tekinn upp við samningaborðið. Komi hins vegar til aðgerða verði þess gætt að þær hafi sem mest áhrif.Vísir/Vilhelm „Sem nær til vissra hópa innan félagsins til að kanna hug þeirra til mögulegra verkfallsaðgerða. Á endanum er það svo samninganefnd félagsins sem tekur ákvörðun um hvort farið verði í boðun verkfallsaðgerða. Seðlabankastjóri staðfesti á fundi efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis í gær að möguleg ákvæði um þróun vaxta í forsendum kjarasamninga sneiddu ekki að sjálfstæði bankans. Aðilar vinnumarkaðarins gætu samið um hvað sem er án aðkomu bankans sem tæki sínar vaxtaákvarðanir sjálfstætt. Þar með ætti sú fyrirstaða Samtaka atvinnulífsins við þann hluta forsenduákvæða ekki að trufla gerð kjarasamninga. Vilhjálmur Birgisson formaður Starfsgreinasambandsins segir þessa afstöðu seðlabankastjóra ekki koma á óvart. Vilhjálmur Birgisson formaður Starfsgreinasambandsins segir öllu samfélaginu fyrir bestu að samningar takist sem fyrst.Stöð 2/Einar „Enda liggur alveg fyrir að við gerum okkur fulla grein fyrir sjálfstæði Seðlabankans. Við erum fyrst og fremst að beina sjónum okkar að því að allir aðilar taki þátt í þessari vegferð sem við viljum fara. Sem er að stuðla að hjöðnun verðbólgu og lækkun vaxta. Til að Seðlabankinn fái tækifæri til að lækka vexti verða allir að axla sína ábyrgð. Það er ekki hægt að leggja alla áhættu á herðar launafólks. Um það snýst þetta mál,“ segir Vilhjálmur. Formenn VR og Eflingar taka undir þetta sjónarmið. Sólveig Anna segir forsenduákvæðin snúast um að verja launafólk í samningi með litum launahækkunum til fjögurra ára. „Það að Samtök atvinnulífsins hafi sýnt þessa þvermóðsku þegar kemur að umræðum um þennan sjálfsagða lið er auðvitað miður. En ég bind enn vonir við að þau nái áttum og setjist aftur við samningaborðið með okkur,“ segir formaður Eflingar. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir aðilum vinnumarkaðarins frjálst að semja um hvaða forsendur sem er. Það hafi ekki áhrif á sjálfstæði Seðlabankans sem taki sínar vaxtaákvarðanir á eigin forsendum samkvæmt lögum.Vísir/Vilhelm Vilhjálmur segir dapurlegt þegar launaliðurinn og þar með lang stærsti hluti kjarasamninga liggi fyrir, skuli menn ekki sitja við samningaborðið og reyna að finna lausn á deilum um forsendur. „En ég ítreka að þegar tveir deila þurfa oft á tíðum báðir aðilar að gefa eftir og mætast á miðri leið. Og það eru í raun og veru mín skilaboð til Samtaka atvinnulífsins; að við setjumst niður og finnum lausn á þessu máli,“ segir Vilhjálmur. Sigríður Margrét Oddsdóttir framkvæmdastjóri SA varð ekki við ósk fréttastofu um viðtal vegna stöðu mála í dag.Vísir/Vilhelm Miði málum hins vegar ekkert áfram muni félögin innan breiðfylkingar samræma sínar aðgerðir. „Fólk er með ólík baklönd. Það þarf að tryggja að farið sé að öllu með réttum hætti. En að sjálfsögðu ef komi til þess að við séum á þeim stað, samræmum við aðgerðir og gætum þess að áhrifin verði þá sem mest,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir. Sigríður Margrét Oddsdóttir framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins varð ekki við ósk fréttastofu um viðtal við hana vegna málsins í dag. Kjaraviðræður 2023-24 Atvinnurekendur ASÍ Verðlag Seðlabankinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Efnahagsmál Tengdar fréttir Seðlabankastjóri staðfesti sjálfstæðan samningsrétt á vinnumarkaði Formaður VR segir seðlabankastjóra hafa staðfest að krafa breiðfylkingarinnar um forsenduákvæði varðandi þróun vaxta skerði ekki sjálfstæði Seðlabankans, enda hafi slík ákvæði verið í samningum áður. Samninganefnd VR fékk umboð trúnaðarráðs í gærkvöldi til að boða til verkfallsaðgerða. 14. febrúar 2024 11:46 Trúnaðarráð VR veitir heimild til aðgerða Trúnaðarráð VR mun hafa veitt samninganefnd VR heimild til aðgerða eftir fund ráðsins í gærkvöldi. 14. febrúar 2024 07:44 Ásgeir segir forsenduákvæði ekki hagga Seðlabankanum Seðlabankastjóri segir Seðlabankann ekki skipta sér af því hvernig samið er um laun á vinnumarkaði enda ekki aðili að samningunum. Í forsenduákvæðum samninga væri hins vegar eðlilegra að miða við þróun kaupmáttar og verðbólgu en vaxtastefnu bankans. 13. febrúar 2024 11:45 Þetta var tilboð breiðfylkingarinnar Breiðfylking stéttafélaga segir samningsvilja Samtaka atvinnulífsins hafa reynst lítill og að því hafi hún lýst samningaviðræður árangurslausar síðastliðinn föstudag. Engin tölusett markmið hafi verið í drögum Samtaka atvinnulífsins. 11. febrúar 2024 13:20 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Erlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Fleiri fréttir Fólk þurfi að anda ofan í kviðinn Aðeins bjartsýnustu menn geti rekið skíðasvæði á Íslandi Fyrsta skóflustunga tekin í skugga meirihlutaviðræðna Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Sjá meira
Forysta breiðfylkingarinnar koma saman til fundar í dag en í gærkvöldi fékk samninganefnd VR umboð trúnaðarráðs til að boða til aðgerða. Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segir félagið hafa sett af stað könnun. Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar heldur í vonina um að þráðurinn verði tekinn upp við samningaborðið. Komi hins vegar til aðgerða verði þess gætt að þær hafi sem mest áhrif.Vísir/Vilhelm „Sem nær til vissra hópa innan félagsins til að kanna hug þeirra til mögulegra verkfallsaðgerða. Á endanum er það svo samninganefnd félagsins sem tekur ákvörðun um hvort farið verði í boðun verkfallsaðgerða. Seðlabankastjóri staðfesti á fundi efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis í gær að möguleg ákvæði um þróun vaxta í forsendum kjarasamninga sneiddu ekki að sjálfstæði bankans. Aðilar vinnumarkaðarins gætu samið um hvað sem er án aðkomu bankans sem tæki sínar vaxtaákvarðanir sjálfstætt. Þar með ætti sú fyrirstaða Samtaka atvinnulífsins við þann hluta forsenduákvæða ekki að trufla gerð kjarasamninga. Vilhjálmur Birgisson formaður Starfsgreinasambandsins segir þessa afstöðu seðlabankastjóra ekki koma á óvart. Vilhjálmur Birgisson formaður Starfsgreinasambandsins segir öllu samfélaginu fyrir bestu að samningar takist sem fyrst.Stöð 2/Einar „Enda liggur alveg fyrir að við gerum okkur fulla grein fyrir sjálfstæði Seðlabankans. Við erum fyrst og fremst að beina sjónum okkar að því að allir aðilar taki þátt í þessari vegferð sem við viljum fara. Sem er að stuðla að hjöðnun verðbólgu og lækkun vaxta. Til að Seðlabankinn fái tækifæri til að lækka vexti verða allir að axla sína ábyrgð. Það er ekki hægt að leggja alla áhættu á herðar launafólks. Um það snýst þetta mál,“ segir Vilhjálmur. Formenn VR og Eflingar taka undir þetta sjónarmið. Sólveig Anna segir forsenduákvæðin snúast um að verja launafólk í samningi með litum launahækkunum til fjögurra ára. „Það að Samtök atvinnulífsins hafi sýnt þessa þvermóðsku þegar kemur að umræðum um þennan sjálfsagða lið er auðvitað miður. En ég bind enn vonir við að þau nái áttum og setjist aftur við samningaborðið með okkur,“ segir formaður Eflingar. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir aðilum vinnumarkaðarins frjálst að semja um hvaða forsendur sem er. Það hafi ekki áhrif á sjálfstæði Seðlabankans sem taki sínar vaxtaákvarðanir á eigin forsendum samkvæmt lögum.Vísir/Vilhelm Vilhjálmur segir dapurlegt þegar launaliðurinn og þar með lang stærsti hluti kjarasamninga liggi fyrir, skuli menn ekki sitja við samningaborðið og reyna að finna lausn á deilum um forsendur. „En ég ítreka að þegar tveir deila þurfa oft á tíðum báðir aðilar að gefa eftir og mætast á miðri leið. Og það eru í raun og veru mín skilaboð til Samtaka atvinnulífsins; að við setjumst niður og finnum lausn á þessu máli,“ segir Vilhjálmur. Sigríður Margrét Oddsdóttir framkvæmdastjóri SA varð ekki við ósk fréttastofu um viðtal vegna stöðu mála í dag.Vísir/Vilhelm Miði málum hins vegar ekkert áfram muni félögin innan breiðfylkingar samræma sínar aðgerðir. „Fólk er með ólík baklönd. Það þarf að tryggja að farið sé að öllu með réttum hætti. En að sjálfsögðu ef komi til þess að við séum á þeim stað, samræmum við aðgerðir og gætum þess að áhrifin verði þá sem mest,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir. Sigríður Margrét Oddsdóttir framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins varð ekki við ósk fréttastofu um viðtal við hana vegna málsins í dag.
Kjaraviðræður 2023-24 Atvinnurekendur ASÍ Verðlag Seðlabankinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Efnahagsmál Tengdar fréttir Seðlabankastjóri staðfesti sjálfstæðan samningsrétt á vinnumarkaði Formaður VR segir seðlabankastjóra hafa staðfest að krafa breiðfylkingarinnar um forsenduákvæði varðandi þróun vaxta skerði ekki sjálfstæði Seðlabankans, enda hafi slík ákvæði verið í samningum áður. Samninganefnd VR fékk umboð trúnaðarráðs í gærkvöldi til að boða til verkfallsaðgerða. 14. febrúar 2024 11:46 Trúnaðarráð VR veitir heimild til aðgerða Trúnaðarráð VR mun hafa veitt samninganefnd VR heimild til aðgerða eftir fund ráðsins í gærkvöldi. 14. febrúar 2024 07:44 Ásgeir segir forsenduákvæði ekki hagga Seðlabankanum Seðlabankastjóri segir Seðlabankann ekki skipta sér af því hvernig samið er um laun á vinnumarkaði enda ekki aðili að samningunum. Í forsenduákvæðum samninga væri hins vegar eðlilegra að miða við þróun kaupmáttar og verðbólgu en vaxtastefnu bankans. 13. febrúar 2024 11:45 Þetta var tilboð breiðfylkingarinnar Breiðfylking stéttafélaga segir samningsvilja Samtaka atvinnulífsins hafa reynst lítill og að því hafi hún lýst samningaviðræður árangurslausar síðastliðinn föstudag. Engin tölusett markmið hafi verið í drögum Samtaka atvinnulífsins. 11. febrúar 2024 13:20 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Erlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Fleiri fréttir Fólk þurfi að anda ofan í kviðinn Aðeins bjartsýnustu menn geti rekið skíðasvæði á Íslandi Fyrsta skóflustunga tekin í skugga meirihlutaviðræðna Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Sjá meira
Seðlabankastjóri staðfesti sjálfstæðan samningsrétt á vinnumarkaði Formaður VR segir seðlabankastjóra hafa staðfest að krafa breiðfylkingarinnar um forsenduákvæði varðandi þróun vaxta skerði ekki sjálfstæði Seðlabankans, enda hafi slík ákvæði verið í samningum áður. Samninganefnd VR fékk umboð trúnaðarráðs í gærkvöldi til að boða til verkfallsaðgerða. 14. febrúar 2024 11:46
Trúnaðarráð VR veitir heimild til aðgerða Trúnaðarráð VR mun hafa veitt samninganefnd VR heimild til aðgerða eftir fund ráðsins í gærkvöldi. 14. febrúar 2024 07:44
Ásgeir segir forsenduákvæði ekki hagga Seðlabankanum Seðlabankastjóri segir Seðlabankann ekki skipta sér af því hvernig samið er um laun á vinnumarkaði enda ekki aðili að samningunum. Í forsenduákvæðum samninga væri hins vegar eðlilegra að miða við þróun kaupmáttar og verðbólgu en vaxtastefnu bankans. 13. febrúar 2024 11:45
Þetta var tilboð breiðfylkingarinnar Breiðfylking stéttafélaga segir samningsvilja Samtaka atvinnulífsins hafa reynst lítill og að því hafi hún lýst samningaviðræður árangurslausar síðastliðinn föstudag. Engin tölusett markmið hafi verið í drögum Samtaka atvinnulífsins. 11. febrúar 2024 13:20