Innlent

Píparar á­fram til taks

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Frá vinnu við heitavatnslögnina.
Frá vinnu við heitavatnslögnina. Vísir/Ívar

Píparasveit almannannavarna verður áfram til taks fyrir íbúa Suðurnesja. Þetta kemur fram í stuttri tilkynningu frá almannavörnum.

Þar segir að heitt vatn berist á mismunandi hraða inn í hverfi á Suðurnesjum. Eins og fram hefur komið komst ný heitavatnslögn í gagnið í gær. Hraun eyðilagði hina fyrri í síðustu viku.

Í tilkynningu almannavarna segir að íbúar á Suðurnesjum muni áfram geta hringt í þjónustuver HS Veitna í síma 422-5200 eða sent tölvupóst á netfangið hsveitur@hsveitur.is.

Fjörutíu pípulagningamenn frá almannavörnum og HS Veitum voru á viðbragðsvakt í gærkvöldi ef ske kynni að íbúar myndu lenda í vandræðum á meðan heitt vatn kemst aftur á. Bæjarstjóri Reykjanesbæjar sagði í gær að kraftaverk hefði verið unnið með hinni nýju heitavatnslögn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×