Katrín segir farsælast að orkufyrirtæki séu í almannaeign Heimir Már Pétursson skrifar 13. febrúar 2024 19:20 Tómas Már Sigurðsson forstjóri HS Orku skýrir framkvæmdir út fyrir Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra í gær. Stöð 2/Einar Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra telur farsælast að allir orkuinnviðir séu í almanna eigu. Hún gaf Alþingi munnlega skýrslu um áhrif náttúruhamfara á innviði á Suðurnesjum í dag. Katrín tók sérstaklega fram í umræðunni að hún hefði hitt forystufólk og starfsfólk bæði HS Orku og HS Veitna á ferð sinni um Reykjanes í gær. Samskipti hennar við það fólk hefði alla tíð hafa verið til mikillar fyrirmyndar. Unnin hefðu verið stórvirki á undanförnum dögum til að koma köldu og heitu vatni til íbúa Reykjaness og tryggja raforkuöryggi. Oddný G. Harðardóttir þingmaður Samfylkingarinnar spurði Katrínu hins vegar að því hvort það væri til travala að HS Orka væri í einkaeigu. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra telur farsælast að orkufyrirtæki séu öll í almannaeigu.Stöð 2/Einar Forsætisráðherra sagði ekki nokkurn vafa á því að forystufólk og starfsfólk bæði HS Orku og HS Veitna hefði verið að leggja sig allt fram á undanförnum dögum og vikum til að gera sem best í þágu íbúa á svæðinu. „Það breytir því hins vegar ekki að hér er um gríðarlega mikilvæga innviði að ræða, orkuinnviði. Það er mín eindregna skoðun, og ég tel að þessir atburðir endurspegli það, að það fer langbest á því að slíkir innviðir séu í almannaeigu. Hvort sem það er veitukerfið eða orkuframleiðslan. Þetta er risastórt öryggismál þar sem skiptir miklu máli að það séu einmitt aldrei neinir aðrir hagsmunir undir en öryggi íbúa. Það á auðvitað að vera stóra verkefnið. Þar með kasta ég engri rýrð á þetta ágæta starfsfólk og forystufólk,“ sagði Katrín Jakobsdóttir. Eldgos og jarðhræringar Reykjanesbær Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Orkumál Efnahagsmál Tengdar fréttir Kraftaverk við hitaveitulögnina Íbúar á Reykjanesi ættu allir að vera komnir aftur með heitt vatn á ný í síðasta lagi í nótt. Bæjarstjóri Reykjanesbæjar segir að um kraftaverk sé að ræða en fjörutíu pípulagningamenn eru í viðbragðsstöðu í kvöld. 12. febrúar 2024 21:42 Fólk búið undir alls konar vendingar Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, heimsótti Svartsengi í dag og bar nýja hitaveitulögn augum. Hún segir þrekvirki hafa verið unnið á staðnum. Mikilvægt sé að byrja að líta til framtíðar og huga að náttúruvá í framtíðarskipulagi. 12. febrúar 2024 17:43 Spáir næsta gosi 1. mars Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur segir líklegt að næsta eldgos á Reykjanesskaga verði í kringum 1. mars. Útlit sé fyrir að sama mynstur og hefur verið ríkjandi muni endurtaka sig. Þó geti jarðskjálfti eða annar atburður alltaf breytt stöðunni. 12. febrúar 2024 21:50 Mest lesið Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Innlent Fjögur fyrirtæki hafa sótt um leyfi til að stunda hvalveiðar Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent Fengu ekki inni hjá borginni og gistu í fangageymslum Innlent Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Innlent Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Innlent Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Erlent Alvarlegt bílslys við Þrastarlund og þrír fluttir með þyrlunni Innlent Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Innlent Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Innlent Fleiri fréttir Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Ríkissáttasemjari segir viðræðum miða ágætlega Fjögur fyrirtæki hafa sótt um leyfi til að stunda hvalveiðar Fengu ekki inni hjá borginni og gistu í fangageymslum Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Alvarlegt bílslys við Þrastarlund og þrír fluttir með þyrlunni Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss við Þrastarlund Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Segir verkföll ekki mismuna börnum Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Sjá meira
Katrín tók sérstaklega fram í umræðunni að hún hefði hitt forystufólk og starfsfólk bæði HS Orku og HS Veitna á ferð sinni um Reykjanes í gær. Samskipti hennar við það fólk hefði alla tíð hafa verið til mikillar fyrirmyndar. Unnin hefðu verið stórvirki á undanförnum dögum til að koma köldu og heitu vatni til íbúa Reykjaness og tryggja raforkuöryggi. Oddný G. Harðardóttir þingmaður Samfylkingarinnar spurði Katrínu hins vegar að því hvort það væri til travala að HS Orka væri í einkaeigu. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra telur farsælast að orkufyrirtæki séu öll í almannaeigu.Stöð 2/Einar Forsætisráðherra sagði ekki nokkurn vafa á því að forystufólk og starfsfólk bæði HS Orku og HS Veitna hefði verið að leggja sig allt fram á undanförnum dögum og vikum til að gera sem best í þágu íbúa á svæðinu. „Það breytir því hins vegar ekki að hér er um gríðarlega mikilvæga innviði að ræða, orkuinnviði. Það er mín eindregna skoðun, og ég tel að þessir atburðir endurspegli það, að það fer langbest á því að slíkir innviðir séu í almannaeigu. Hvort sem það er veitukerfið eða orkuframleiðslan. Þetta er risastórt öryggismál þar sem skiptir miklu máli að það séu einmitt aldrei neinir aðrir hagsmunir undir en öryggi íbúa. Það á auðvitað að vera stóra verkefnið. Þar með kasta ég engri rýrð á þetta ágæta starfsfólk og forystufólk,“ sagði Katrín Jakobsdóttir.
Eldgos og jarðhræringar Reykjanesbær Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Orkumál Efnahagsmál Tengdar fréttir Kraftaverk við hitaveitulögnina Íbúar á Reykjanesi ættu allir að vera komnir aftur með heitt vatn á ný í síðasta lagi í nótt. Bæjarstjóri Reykjanesbæjar segir að um kraftaverk sé að ræða en fjörutíu pípulagningamenn eru í viðbragðsstöðu í kvöld. 12. febrúar 2024 21:42 Fólk búið undir alls konar vendingar Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, heimsótti Svartsengi í dag og bar nýja hitaveitulögn augum. Hún segir þrekvirki hafa verið unnið á staðnum. Mikilvægt sé að byrja að líta til framtíðar og huga að náttúruvá í framtíðarskipulagi. 12. febrúar 2024 17:43 Spáir næsta gosi 1. mars Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur segir líklegt að næsta eldgos á Reykjanesskaga verði í kringum 1. mars. Útlit sé fyrir að sama mynstur og hefur verið ríkjandi muni endurtaka sig. Þó geti jarðskjálfti eða annar atburður alltaf breytt stöðunni. 12. febrúar 2024 21:50 Mest lesið Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Innlent Fjögur fyrirtæki hafa sótt um leyfi til að stunda hvalveiðar Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent Fengu ekki inni hjá borginni og gistu í fangageymslum Innlent Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Innlent Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Innlent Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Erlent Alvarlegt bílslys við Þrastarlund og þrír fluttir með þyrlunni Innlent Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Innlent Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Innlent Fleiri fréttir Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Ríkissáttasemjari segir viðræðum miða ágætlega Fjögur fyrirtæki hafa sótt um leyfi til að stunda hvalveiðar Fengu ekki inni hjá borginni og gistu í fangageymslum Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Alvarlegt bílslys við Þrastarlund og þrír fluttir með þyrlunni Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss við Þrastarlund Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Segir verkföll ekki mismuna börnum Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Sjá meira
Kraftaverk við hitaveitulögnina Íbúar á Reykjanesi ættu allir að vera komnir aftur með heitt vatn á ný í síðasta lagi í nótt. Bæjarstjóri Reykjanesbæjar segir að um kraftaverk sé að ræða en fjörutíu pípulagningamenn eru í viðbragðsstöðu í kvöld. 12. febrúar 2024 21:42
Fólk búið undir alls konar vendingar Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, heimsótti Svartsengi í dag og bar nýja hitaveitulögn augum. Hún segir þrekvirki hafa verið unnið á staðnum. Mikilvægt sé að byrja að líta til framtíðar og huga að náttúruvá í framtíðarskipulagi. 12. febrúar 2024 17:43
Spáir næsta gosi 1. mars Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur segir líklegt að næsta eldgos á Reykjanesskaga verði í kringum 1. mars. Útlit sé fyrir að sama mynstur og hefur verið ríkjandi muni endurtaka sig. Þó geti jarðskjálfti eða annar atburður alltaf breytt stöðunni. 12. febrúar 2024 21:50