Grunnskólabörn panta heimsendingu: „Af augljósum ástæðum gengur þetta ekki“ Árni Sæberg skrifar 13. febrúar 2024 17:15 Telja verður líklegt að sendlar á vegum Domino's séu meðal þeirra sem komið hafa í Valhúsaskóla. Vísir Skólastjórnendur Grunnskóla Seltjarnarness hafa biðlað til forráðamanna barna í sjöunda til tíunda bekk að brýna fyrir börnunum að panta sér ekki heimsendan mat í skólann. Í tölvupósti sem sendur er á forráðamenn segir að skólastjórnaendur vilji vekja athygli á því að það virðist vera nokkuð vinsælt hjá börnunum að panta sér mat frá hinum og þessum fyrirtækjum og fá sendan í skólann. „Af augljósum ástæðum gengur þetta ekki upp. Þetta er afar kostnaðarsamt fyrir nemendur auk þess sem þetta er eitthvað sem við viljum ekki fá inn í skólann. Vinsamlegast ræðið við börnin um að þetta er ekki leyfilegt.“ Vilja sendlana ekki inn í skólann Í samtali við Vísi segir Kristjana Hrafnsdóttir, skólastjóri Grunnskóla Seltjarnarness, að hingað til hafi starfsfólk ekki tekið eftir því að börn panti sér mat. Nú færist hins vegar sífellt í aukana að alls konar matarsendlar frá hinum ýmsu fyrirtækjum komi með mat í skólann. „Eðli málsins samkvæmt viljum við ekki að hver sem er sé að koma inn í skólabygginguna. Skólabyggingin er ætluð fyrir nemendur, starfsfólk og aðstandendur. Við viljum hafa sem minnst rennerí af fólki sem á ekki erindi þangað. Fyrir utan það þá teljum við að þetta sé ekkert sérstaklega gott fyrir börnin. Þetta er dýrt og það er ekkert endilega alltaf einhver hollusta sem þau eru að panta sér.“ Ekki endilega á hverjum degi Kristjana segir að það sé ekki endilega á hverjum degi sem starfsfólk verði vart við matarsendla en fyrst nú séu þeir farnir að venja komur sínar í skólann. „Við erum aðeins að taka meira eftir þessu núna og við viljum stoppa þetta af áður en þetta verður almenn hefð. Þetta er ekkert þannig að við séum að drukkna í sendlum en við höfum orðið vör við nokkur atvik.“ Þá segir hún að málið gæti tengst óánægju með matinn sem boðið er upp á í mötuneyti skólans. „En það hefur alltaf verið, alveg sama hvaða matur er. Það eru margir sem vilja bara eitthvað annað. Nemendur eru svolítið að fara út í Hagkaup af því að þau vilja síður matinn í mötuneytinu. Hérna áður fyrr voru seldar samlokur og eitthvað sem þau gátu keypt sér. Eftir að það var skipt um rekstraraðila á mötuneytunum þá breyttist það. Við getum svo sem alveg skilið það að þau langi í eitthvað annað, en engu að síður viljum við ná utan um þetta.“ Seltjarnarnes Grunnskólar Börn og uppeldi Matur Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Innlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Fleiri fréttir Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Sjá meira
Í tölvupósti sem sendur er á forráðamenn segir að skólastjórnaendur vilji vekja athygli á því að það virðist vera nokkuð vinsælt hjá börnunum að panta sér mat frá hinum og þessum fyrirtækjum og fá sendan í skólann. „Af augljósum ástæðum gengur þetta ekki upp. Þetta er afar kostnaðarsamt fyrir nemendur auk þess sem þetta er eitthvað sem við viljum ekki fá inn í skólann. Vinsamlegast ræðið við börnin um að þetta er ekki leyfilegt.“ Vilja sendlana ekki inn í skólann Í samtali við Vísi segir Kristjana Hrafnsdóttir, skólastjóri Grunnskóla Seltjarnarness, að hingað til hafi starfsfólk ekki tekið eftir því að börn panti sér mat. Nú færist hins vegar sífellt í aukana að alls konar matarsendlar frá hinum ýmsu fyrirtækjum komi með mat í skólann. „Eðli málsins samkvæmt viljum við ekki að hver sem er sé að koma inn í skólabygginguna. Skólabyggingin er ætluð fyrir nemendur, starfsfólk og aðstandendur. Við viljum hafa sem minnst rennerí af fólki sem á ekki erindi þangað. Fyrir utan það þá teljum við að þetta sé ekkert sérstaklega gott fyrir börnin. Þetta er dýrt og það er ekkert endilega alltaf einhver hollusta sem þau eru að panta sér.“ Ekki endilega á hverjum degi Kristjana segir að það sé ekki endilega á hverjum degi sem starfsfólk verði vart við matarsendla en fyrst nú séu þeir farnir að venja komur sínar í skólann. „Við erum aðeins að taka meira eftir þessu núna og við viljum stoppa þetta af áður en þetta verður almenn hefð. Þetta er ekkert þannig að við séum að drukkna í sendlum en við höfum orðið vör við nokkur atvik.“ Þá segir hún að málið gæti tengst óánægju með matinn sem boðið er upp á í mötuneyti skólans. „En það hefur alltaf verið, alveg sama hvaða matur er. Það eru margir sem vilja bara eitthvað annað. Nemendur eru svolítið að fara út í Hagkaup af því að þau vilja síður matinn í mötuneytinu. Hérna áður fyrr voru seldar samlokur og eitthvað sem þau gátu keypt sér. Eftir að það var skipt um rekstraraðila á mötuneytunum þá breyttist það. Við getum svo sem alveg skilið það að þau langi í eitthvað annað, en engu að síður viljum við ná utan um þetta.“
Seltjarnarnes Grunnskólar Börn og uppeldi Matur Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Innlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Fleiri fréttir Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Sjá meira