Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Njarðvík 77-73 | Stjarnan stöðvaði sigurgöngu Njarðvíkur Andri Már Eggertsson skrifar 13. febrúar 2024 17:31 vísir/Diego Stjarnan vann fjögurra stiga sigur gegn Njarðvík 77-73. Stjarnan var fyrsta liðið til að vinna Njarðvík síðan í nóvember á síðasta ári. Njarðvík byrjaði leikinn af krafti. Það gekk allt upp hjá Njarðvík til að byrja með en liðið gerði 12 stig á meðan Stjörnunni tókst aðeins að gera eitt stig á fyrstu þremur mínútunum. Þrátt fyrir að Stjarnan væri að mæta liði sem hefur unnið flesta leiki í röð í Subway deild kvenna þá létu heimakonur ekki slá sig út af laginu og náðu góðu áhlaupi sem endaði með að Stjarnan jafnaði 15-15. Njarðvík endaði á að gera síðustu fimm stigin í fyrsta leikhluta og eftir fyrsta fjórðung var staðan 23-28. Leikurinn var í járnum í öðrum leikhluta. Liðin skiptust á körfum en síðan komu fimm stig í röð frá Stjörnunni og Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur, tók leikhlé í stöðunni 34-32. Stjarnan skein skært í öðrum leikhluta þar sem heimakonur fóru á kostum. Varnarleikur Stjörnunnar var frábær þar sem heimakonur börðust eins og ljón sem varð til þess að Njarðvík gerði aðeins tíu stig í öðrum leikhluta sem var átján stigum minna en í fyrsta leikhluta. Ísold Sævarsdóttir endaði fyrri hálfleik á að setja niður sniðskot og Stjarnan var átta stigum yfir í hálfleik 46-38. Ísold var stigahæst í fyrri hálfleik með þrettán stig. Stjarnan náði ekki alveg að halda sama dampi í þriðja leikhluta. Skotin voru ekki að fara ofan í og liðið gerði aðeins fimm stig á fimm mínútum. Njarðvík náði að nýta sér vandræði Stjörnunnar og komst yfir 51-52. Staðan fór úr því að vera 50-42 yfir í 51-54. Áhlaup Njarðvíkur í þriðja leikhluta var því nákvæmlega það sama og í upphafi leiks þar sem liðið gerði tólf stig á meðan Stjarnan gerði aðeins eitt stig. Stjarnan var fimm stigum yfir 62-57 þegar að haldið var í síðasta fjórðung. Stjarnan byrjaði fjórða leikhluta betur og komst snemma níu stigum yfir. Gestirnir gáfu þó ekkert eftir og minnkuðu muninn niður í fjögur stig sem gerði síðustu þrjár mínúturnar spennandi. Stjarnan hélt sjó undir lokin og vann að lokum fjögurra stiga sigur 77-73. Af hverju vann Stjarnan? Stjarnan skein skært í kvöld og liðið spilaði frábærlega. Eftir að liðið byrjaði á að lenda ellefu stigum undir var allt annað að sjá spilamennsku liðsins og Njarðvík lenti í miklum vandræðum. Varnarleikur Stjörnunnar var frábær í öðrum leikhluta þar sem Njarðvík gerði aðeins tíu stig sem var átján stigum minna en liðið gerði í fyrsta leikhluta. Hverjar stóðu upp úr? Ísold Sævarsdóttir var frábær í kvöld. Ísold var stigahæst með 20 stig en hún gaf einnig 8 stoðsendingar. Denia Davis-Stewart var með tvöfalda tvennu. Denia gerði 13 stig og tók 16 fráköst. Hvað gekk illa? Sóknarleikur Njarðvíkur var ekki góður í öðrum leikhluta. Liðið hitti afar illa og endaði á að gera aðeins tíu stig. Þetta var fyrsta tap Njarðvíkur síðan 29. nóvember. Eftir ellefu sigurleiki í röð kom kæruleysi í liðið. Hvað gerist næst? Næsti leikur Njarðvíkur er gegn Haukum í Ólafssal næsta þriðjudag klukkan 18:15. Stjarnan mætir Grindavík í Smáranum miðvikudaginn 28. febrúar klukkan 20:15. „Það fór rosalega margt úrskeiðis“ Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur, var svekktur eftir leik.Vísir/Snædís Bára Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur, var afar svekktur eftir tap gegn Stjörnunni. „Það fór rosalega margt úrskeiðis. Við hittum mjög illa á vítalínunni og fyrir utan þriggja stiga línuna. Við byrjuðum mjög vel en Stjarnan þurfti eitt áhlaup til þess að koma okkur úr jafnvægi og þá fórum við að drífa okkur,“ sagði Rúnar Ingi Erlingsson eftir leik. Eftir að hafa gert 28 stig í fyrsta leikhluta gerði Njarðvík aðeins 10 stig í fyrsta leikhluta sem Rúnar var afar ósáttur með. „Munurinn á þessum leikhlutum var sjálfstraust og töffaraskapur. Þetta snýst um að hafa trú á því sem þú ert að gera. Eflaust spilar það inn í líka hvernig við vorum að færa boltann og hvaða opnanir við vorum að búa til.“ „Þegar að við fáum á okkur áhlaup þá þurfum við líka að átta okkur á því að við þurfum ekki að sætta okkur við erfið skot. Við þurftum ekki að bjarga heiminum í öðrum leikhluta og við þurfum að vera agaðri í því sem við erum að leggja upp með.“ Þetta var fyrsta tap Njarðvíkur síðan 29. nóvember og Rúnar viðurkenndi það að mögulega var liðið farið að hugsa of mikið um það. „Ég held að það gerist bara alltaf. Hvort sem þú sért að hugsa um það eða þú sýnir öllu erfiðinu óvirðingu sem þú þarft að gera í hverjum leik til að vinna. Hvort þær voru að hugsa of mikið um að þær væru búnar að vinna níu leiki í röð held ég ekki en þetta var mögulega kæruleysi því þú þarft alltaf að mæta tilbúinn og viljugur til þess að leggja á þig mikla og erfiða vinnu,“ sagði Rúnar Ingi Erlingsson að lokum. Subway-deild kvenna Stjarnan UMF Njarðvík
Stjarnan vann fjögurra stiga sigur gegn Njarðvík 77-73. Stjarnan var fyrsta liðið til að vinna Njarðvík síðan í nóvember á síðasta ári. Njarðvík byrjaði leikinn af krafti. Það gekk allt upp hjá Njarðvík til að byrja með en liðið gerði 12 stig á meðan Stjörnunni tókst aðeins að gera eitt stig á fyrstu þremur mínútunum. Þrátt fyrir að Stjarnan væri að mæta liði sem hefur unnið flesta leiki í röð í Subway deild kvenna þá létu heimakonur ekki slá sig út af laginu og náðu góðu áhlaupi sem endaði með að Stjarnan jafnaði 15-15. Njarðvík endaði á að gera síðustu fimm stigin í fyrsta leikhluta og eftir fyrsta fjórðung var staðan 23-28. Leikurinn var í járnum í öðrum leikhluta. Liðin skiptust á körfum en síðan komu fimm stig í röð frá Stjörnunni og Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur, tók leikhlé í stöðunni 34-32. Stjarnan skein skært í öðrum leikhluta þar sem heimakonur fóru á kostum. Varnarleikur Stjörnunnar var frábær þar sem heimakonur börðust eins og ljón sem varð til þess að Njarðvík gerði aðeins tíu stig í öðrum leikhluta sem var átján stigum minna en í fyrsta leikhluta. Ísold Sævarsdóttir endaði fyrri hálfleik á að setja niður sniðskot og Stjarnan var átta stigum yfir í hálfleik 46-38. Ísold var stigahæst í fyrri hálfleik með þrettán stig. Stjarnan náði ekki alveg að halda sama dampi í þriðja leikhluta. Skotin voru ekki að fara ofan í og liðið gerði aðeins fimm stig á fimm mínútum. Njarðvík náði að nýta sér vandræði Stjörnunnar og komst yfir 51-52. Staðan fór úr því að vera 50-42 yfir í 51-54. Áhlaup Njarðvíkur í þriðja leikhluta var því nákvæmlega það sama og í upphafi leiks þar sem liðið gerði tólf stig á meðan Stjarnan gerði aðeins eitt stig. Stjarnan var fimm stigum yfir 62-57 þegar að haldið var í síðasta fjórðung. Stjarnan byrjaði fjórða leikhluta betur og komst snemma níu stigum yfir. Gestirnir gáfu þó ekkert eftir og minnkuðu muninn niður í fjögur stig sem gerði síðustu þrjár mínúturnar spennandi. Stjarnan hélt sjó undir lokin og vann að lokum fjögurra stiga sigur 77-73. Af hverju vann Stjarnan? Stjarnan skein skært í kvöld og liðið spilaði frábærlega. Eftir að liðið byrjaði á að lenda ellefu stigum undir var allt annað að sjá spilamennsku liðsins og Njarðvík lenti í miklum vandræðum. Varnarleikur Stjörnunnar var frábær í öðrum leikhluta þar sem Njarðvík gerði aðeins tíu stig sem var átján stigum minna en liðið gerði í fyrsta leikhluta. Hverjar stóðu upp úr? Ísold Sævarsdóttir var frábær í kvöld. Ísold var stigahæst með 20 stig en hún gaf einnig 8 stoðsendingar. Denia Davis-Stewart var með tvöfalda tvennu. Denia gerði 13 stig og tók 16 fráköst. Hvað gekk illa? Sóknarleikur Njarðvíkur var ekki góður í öðrum leikhluta. Liðið hitti afar illa og endaði á að gera aðeins tíu stig. Þetta var fyrsta tap Njarðvíkur síðan 29. nóvember. Eftir ellefu sigurleiki í röð kom kæruleysi í liðið. Hvað gerist næst? Næsti leikur Njarðvíkur er gegn Haukum í Ólafssal næsta þriðjudag klukkan 18:15. Stjarnan mætir Grindavík í Smáranum miðvikudaginn 28. febrúar klukkan 20:15. „Það fór rosalega margt úrskeiðis“ Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur, var svekktur eftir leik.Vísir/Snædís Bára Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur, var afar svekktur eftir tap gegn Stjörnunni. „Það fór rosalega margt úrskeiðis. Við hittum mjög illa á vítalínunni og fyrir utan þriggja stiga línuna. Við byrjuðum mjög vel en Stjarnan þurfti eitt áhlaup til þess að koma okkur úr jafnvægi og þá fórum við að drífa okkur,“ sagði Rúnar Ingi Erlingsson eftir leik. Eftir að hafa gert 28 stig í fyrsta leikhluta gerði Njarðvík aðeins 10 stig í fyrsta leikhluta sem Rúnar var afar ósáttur með. „Munurinn á þessum leikhlutum var sjálfstraust og töffaraskapur. Þetta snýst um að hafa trú á því sem þú ert að gera. Eflaust spilar það inn í líka hvernig við vorum að færa boltann og hvaða opnanir við vorum að búa til.“ „Þegar að við fáum á okkur áhlaup þá þurfum við líka að átta okkur á því að við þurfum ekki að sætta okkur við erfið skot. Við þurftum ekki að bjarga heiminum í öðrum leikhluta og við þurfum að vera agaðri í því sem við erum að leggja upp með.“ Þetta var fyrsta tap Njarðvíkur síðan 29. nóvember og Rúnar viðurkenndi það að mögulega var liðið farið að hugsa of mikið um það. „Ég held að það gerist bara alltaf. Hvort sem þú sért að hugsa um það eða þú sýnir öllu erfiðinu óvirðingu sem þú þarft að gera í hverjum leik til að vinna. Hvort þær voru að hugsa of mikið um að þær væru búnar að vinna níu leiki í röð held ég ekki en þetta var mögulega kæruleysi því þú þarft alltaf að mæta tilbúinn og viljugur til þess að leggja á þig mikla og erfiða vinnu,“ sagði Rúnar Ingi Erlingsson að lokum.
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Körfubolti
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Körfubolti