Fyrirsæta fyrir tískurisa erlendis en lögfræðingur hér heima Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 13. febrúar 2024 13:38 Fyrirsætan og lögfræðingurinn Kristín Lilja sat nýverið fyrir hjá tískurisanum Liberty London. Aðsend Fyrirsætan og lögfræðingurinn Kristín Lilja Sigurðardóttir hefur gengið tískupalla fyrir hátískumerki á borð við Dior og Kenzo og setið fyrir í ýmsum tískuherferðum. Nýverið var hún í ljósmyndaþætti fyrir virta tískumerkið Liberty London en blaðamaður tók púlsinn á henni og fékk að heyra nánar frá. Ef Instagram færslurnar birtast ekki er ráð að endurhlaða (e. refresh) síðunni. Stendur klárlega upp úr að módelast með syni sínum Kristín Lilja þekkir vel til í bransanum og hefur unnið með fjöldanum öllum af áhugaverðu fólki. Aðspurð hvernig Liberty verkefnið kom til svarar hún: „Liberty vildi taka upp tískuþátt á Íslandi en ég hef ég unnið með ljósmyndaranum úr tökunum, Ina Lekiewicz, áður bæði hér heima og erlendis. Hún tók til dæmis myndirnar fyrir Zara myndatöku sem ég var í þar sem ég sat fyrir með Andra syni mínum og Maríu bróðurdóttur minni. Sú myndataka stendur klárlega upp úr enda gaman að draga fjölskylduna inn í fyrirsætuferilinn.“ View this post on Instagram A post shared by KRISTÍN LILJA SIGURÐARDÓTTIR (@kristinliljas) Þó það sé alltaf áhugavert að ferðast til framandi staða segir hún þó alltaf extra skemmtilegt þegar tökurnar eru hérlendis. „Það er alltaf gaman að fá að sitja fyrir stór tískuhús og hvað þá þegar myndatakan fer fram í náttúrunni hérna heima.“ Hér má sjá nokkrar myndir af Kristínu Lilju úr Liberty herferðinni: Útilokar ekki að fara aftur út Kristín Lilja hefur verið í módel bransanum lengi. „Ég bjó áður erlendis og starfaði þar í fullu starfi sem fyrirsæta en eins og er þá er ég búsett hérna á Íslandi þar sem ég starfa sem lögfræðingur. Það kallar þó alltaf á mig að fara aftur út en það er aðeins flóknara þegar maður er komin með barn og svona hérna heima. Hins vegar útiloka ég ekki að fara aftur út og fer mögulega eitthvað í sumar að sitja fyrir.“ View this post on Instagram A post shared by KRISTÍN LILJA SIGURÐARDÓTTIR (@kristinliljas) En hvaða verkefni ætli standi upp úr? „Með uppáhalds myndatökunum sem ég hef farið í er Moncler herferð sem ég tók þátt í ítölsku ölpunum, Bottega Veneta myndataka sem ég var í og svo auðvitað Zara. Síðan er alltaf gaman að sitja fyrir íslensku merkin enda á Ísland svo mikið af flottum hönnuðum,“ segir Kristín Lilja að lokum. View this post on Instagram A post shared by KRISTÍN LILJA SIGURÐARDÓTTIR (@kristinliljas) Tíska og hönnun Íslendingar erlendis Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Skautasvellið opnað í tíunda sinn Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Fleiri fréttir Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira
Ef Instagram færslurnar birtast ekki er ráð að endurhlaða (e. refresh) síðunni. Stendur klárlega upp úr að módelast með syni sínum Kristín Lilja þekkir vel til í bransanum og hefur unnið með fjöldanum öllum af áhugaverðu fólki. Aðspurð hvernig Liberty verkefnið kom til svarar hún: „Liberty vildi taka upp tískuþátt á Íslandi en ég hef ég unnið með ljósmyndaranum úr tökunum, Ina Lekiewicz, áður bæði hér heima og erlendis. Hún tók til dæmis myndirnar fyrir Zara myndatöku sem ég var í þar sem ég sat fyrir með Andra syni mínum og Maríu bróðurdóttur minni. Sú myndataka stendur klárlega upp úr enda gaman að draga fjölskylduna inn í fyrirsætuferilinn.“ View this post on Instagram A post shared by KRISTÍN LILJA SIGURÐARDÓTTIR (@kristinliljas) Þó það sé alltaf áhugavert að ferðast til framandi staða segir hún þó alltaf extra skemmtilegt þegar tökurnar eru hérlendis. „Það er alltaf gaman að fá að sitja fyrir stór tískuhús og hvað þá þegar myndatakan fer fram í náttúrunni hérna heima.“ Hér má sjá nokkrar myndir af Kristínu Lilju úr Liberty herferðinni: Útilokar ekki að fara aftur út Kristín Lilja hefur verið í módel bransanum lengi. „Ég bjó áður erlendis og starfaði þar í fullu starfi sem fyrirsæta en eins og er þá er ég búsett hérna á Íslandi þar sem ég starfa sem lögfræðingur. Það kallar þó alltaf á mig að fara aftur út en það er aðeins flóknara þegar maður er komin með barn og svona hérna heima. Hins vegar útiloka ég ekki að fara aftur út og fer mögulega eitthvað í sumar að sitja fyrir.“ View this post on Instagram A post shared by KRISTÍN LILJA SIGURÐARDÓTTIR (@kristinliljas) En hvaða verkefni ætli standi upp úr? „Með uppáhalds myndatökunum sem ég hef farið í er Moncler herferð sem ég tók þátt í ítölsku ölpunum, Bottega Veneta myndataka sem ég var í og svo auðvitað Zara. Síðan er alltaf gaman að sitja fyrir íslensku merkin enda á Ísland svo mikið af flottum hönnuðum,“ segir Kristín Lilja að lokum. View this post on Instagram A post shared by KRISTÍN LILJA SIGURÐARDÓTTIR (@kristinliljas)
Tíska og hönnun Íslendingar erlendis Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Skautasvellið opnað í tíunda sinn Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Fleiri fréttir Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira