Spyr hvort eigi ekki líka að girða gamla fólkið af Magnús Jochum Pálsson skrifar 12. febrúar 2024 17:13 Helgi Pétursson, formaður Landssambands eldri borgara, segir hugmyndir um að byggja húsnæði fyrir eldri borgara í Gunnarshólma ekki góðar. Vísir/Arnar Formaður Landssambands eldri borgara segir uppbyggingu húsnæðis fyrir eldra fólk í Gunnarshólma vera vonda hugmynd sem gangi þvert gegn öllum ríkjandi áherslum í málaflokknum. Hann efast um að velferð eldra fólks hafi ráðið för við ákvörðunina. „Við höfum ekki farið yfir þetta í stjórn sambandsins en okkur hugnast ekki þessi hugmyndafræði að eldra fólk eigi að safnast saman á einum stað,“ Helgi Pétursson, formaður Landssambands eldri borgara, um áætlanir bæjarstjórnar Kópavogs um uppbyggingu í Gunnarshólma. „Þetta gengur eiginlega þvert á allt það sem verið er að leggja áherslu á, sem sagt lífsgæðakjarnar og annað slíkt þar sem er verið að huga að því að blanda saman aldurshópum og ýmsum möguleikum til afþreyingar,“ bætir hann við. Vísir fjallaði í gær um gagnrýni Sigurbjargar Erlu Egilsdóttur, bæjarfulltrúa Pírata í Kópavogi, á vinnubrögðum bæjarstjórnar. Sigurbjörg sagði málið afhjúpa ófaglegheit, skammsýni og sérhagsmunagæslu meirihlutans. Spurði hvort ætti ekki að girða fólkið af Helgi segir að sér hugnist ekki að komið sé fram við eldra fólk eins og einingu sem hægt sé að henda niður þar sem menn telja það henta. „Ég leyfi mér að draga í efa að þessi hópur fólks hafi hugsað sérstaklega og ítarlega um velferð eldra fólks og þessi hugmynd lýsir ekki því hugarfari,“ segir hann og bætir við „Þetta eru menn sem eru með hugmyndir um fasteignaviðskipti og annað slíkt.“ „Þau komu til okkar og presenteruðu þessa hugmynd í fyrra og ég hafði ekkert um þetta mál að segja nema ég spurði hvort þau vildu ekki passa vandlega að girða þetta af með háum girðingum og svo væri hægt að hafa hlið á einum stað með áletrun fyrir ofan,“ segir Helgi „Þetta er vond hugmynd“ „Við höfum ekki ályktað neitt um þetta en það hafa margir úr okkar hópi tjáð sig um þetta og það er mjög eindregið að mönnum líst ekkert á þetta. Þetta er vond hugmynd Liggur eitthvað fyrir að álykta um þetta eða senda ykkar athugasemd um þetta? „Nei, þetta er náttúrulega bara einhver bissnesshugmynd út í bæ og hvað mig varðar nær það ekkert lengra,“ segir Helgi. „Mér þykir samt leitt að svona umræða og hugmyndavinna fari af stað og að fólk haldi að þetta sé það sem eldri fólk er að biðja um. Mér sárnar það,“ segir hann. Ekki náðist í Ásdísi Kristjánsdóttur, bæjarstjóra Kópavogs, við skrif fréttarinnar. Eldri borgarar Kópavogur Húsnæðismál Tengdar fréttir Byggja hverfi fyrir aldraða á Gunnarshólma Byggja á upp fimm þúsund íbúða lífsgæðakjarna á jörðinni Gunnarshólma norður við Suðurlandsveg við Hólmsheiði og Rauðavatn. Bæjarráð Kópavogs komst að þessari niðurstöðu á fundi sínum í dag. 25. janúar 2024 16:10 Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Fleiri fréttir Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Sjá meira
„Við höfum ekki farið yfir þetta í stjórn sambandsins en okkur hugnast ekki þessi hugmyndafræði að eldra fólk eigi að safnast saman á einum stað,“ Helgi Pétursson, formaður Landssambands eldri borgara, um áætlanir bæjarstjórnar Kópavogs um uppbyggingu í Gunnarshólma. „Þetta gengur eiginlega þvert á allt það sem verið er að leggja áherslu á, sem sagt lífsgæðakjarnar og annað slíkt þar sem er verið að huga að því að blanda saman aldurshópum og ýmsum möguleikum til afþreyingar,“ bætir hann við. Vísir fjallaði í gær um gagnrýni Sigurbjargar Erlu Egilsdóttur, bæjarfulltrúa Pírata í Kópavogi, á vinnubrögðum bæjarstjórnar. Sigurbjörg sagði málið afhjúpa ófaglegheit, skammsýni og sérhagsmunagæslu meirihlutans. Spurði hvort ætti ekki að girða fólkið af Helgi segir að sér hugnist ekki að komið sé fram við eldra fólk eins og einingu sem hægt sé að henda niður þar sem menn telja það henta. „Ég leyfi mér að draga í efa að þessi hópur fólks hafi hugsað sérstaklega og ítarlega um velferð eldra fólks og þessi hugmynd lýsir ekki því hugarfari,“ segir hann og bætir við „Þetta eru menn sem eru með hugmyndir um fasteignaviðskipti og annað slíkt.“ „Þau komu til okkar og presenteruðu þessa hugmynd í fyrra og ég hafði ekkert um þetta mál að segja nema ég spurði hvort þau vildu ekki passa vandlega að girða þetta af með háum girðingum og svo væri hægt að hafa hlið á einum stað með áletrun fyrir ofan,“ segir Helgi „Þetta er vond hugmynd“ „Við höfum ekki ályktað neitt um þetta en það hafa margir úr okkar hópi tjáð sig um þetta og það er mjög eindregið að mönnum líst ekkert á þetta. Þetta er vond hugmynd Liggur eitthvað fyrir að álykta um þetta eða senda ykkar athugasemd um þetta? „Nei, þetta er náttúrulega bara einhver bissnesshugmynd út í bæ og hvað mig varðar nær það ekkert lengra,“ segir Helgi. „Mér þykir samt leitt að svona umræða og hugmyndavinna fari af stað og að fólk haldi að þetta sé það sem eldri fólk er að biðja um. Mér sárnar það,“ segir hann. Ekki náðist í Ásdísi Kristjánsdóttur, bæjarstjóra Kópavogs, við skrif fréttarinnar.
Eldri borgarar Kópavogur Húsnæðismál Tengdar fréttir Byggja hverfi fyrir aldraða á Gunnarshólma Byggja á upp fimm þúsund íbúða lífsgæðakjarna á jörðinni Gunnarshólma norður við Suðurlandsveg við Hólmsheiði og Rauðavatn. Bæjarráð Kópavogs komst að þessari niðurstöðu á fundi sínum í dag. 25. janúar 2024 16:10 Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Fleiri fréttir Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Sjá meira
Byggja hverfi fyrir aldraða á Gunnarshólma Byggja á upp fimm þúsund íbúða lífsgæðakjarna á jörðinni Gunnarshólma norður við Suðurlandsveg við Hólmsheiði og Rauðavatn. Bæjarráð Kópavogs komst að þessari niðurstöðu á fundi sínum í dag. 25. janúar 2024 16:10