Juventus tapaði á heima­velli gegn fallbaráttuliði

Ágúst Orri Arnarson skrifar
FC Internazionale v Juventus - Serie A TIM
Getty/Alessio Morgese

Juventus mistókst að saxa á forystu Inter Milan í efsta sæti ítölsku úrvalsdeildarinnar þegar liðið tapaði 0-1 á heimavelli gegn Udinese.

Heimamenn vildu fá vítaspyrnu á 22. mínútu þegar markvörður Udinese kýldi fyrirgjöf burt og sló í leiðinni í andlit Arkadiusz Milik, framherja Juventus. Ekkert varð úr því og Lautaro Giannetti kom gestunum yfir skömmu síðar. Markið kom eftir aukaspyrnu Lazar Samardzic sem Alex Sandro misreiknaði og missti framhjá sér, Giannetti lúrði bak við hann og kom boltanum í netið.

Juventus voru langtum betri aðilinn í leiknum, eins og við var að búast, og sköpuðu heilan helling af marktækifærum. Þeir fundu netið á 60. mínútu en mark Arkadiusz Milik var dæmt af vegna þess að boltinn hafði hreyfst áður en Federico Chiesa gaf á hann úr hornspyrnu.

Úrslit kvöldsins rifu Udinese úr fallsæti upp í það fimmtánda. Juventus er sem áður segir í öðru sæti, sjö stigum á eftir Inter Milan sem á leik til góða.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira