Sakar Umhverfisstofnun um stæka karlrembu Jakob Bjarnar skrifar 12. febrúar 2024 13:23 Bergþóra Valgeirsdóttir og Eiður Gísli sem gagnrýnir Umhverfisstofnun harðlega fyrir það hvernig haldið er á málum varðandi hreindýraleiðsögunámskeiðin fyrir austan. aðsend Veruleg ólga er meðal hreindýraleiðsögumanna fyrir austan vegna leiðsögumannanámskeiðs sem haldið verður. Umhverfisstofnun er sökuð um að halda konum niðri og taka inn „helgarpabba“ í stað austanpilta sem eru fyrir á staðnum. Eiður Gísli Guðmundsson hreindýraleiðsögðumaður er ómyrkur í máli þegar við hann er rætt um þessi mál. Svo ósáttur er Eiður Gísli með hvernig staðið er að málum að hann er að spá í að skila inn leyfi sínu í sumar. „Sem þýðir að svæði 7 fer í fokk,“ segir Eiður Gísli en í fyrra fór hann með 70 menn til veiða á því svæði. Tvær færar konur komust ekki inn Eina leiðin til að fá hreindýraleiðsögumannsleyfi er að fara í gegnum téð námskeið sem hefur verið notað til að stemma stigu við ásókn í starfið og hafa skikk á leiðsögumannastóðinu. Nú sóttu 99 manns um að fá að fara á námskeiðið en aðeins þrjátíu eru teknir inn og ekki þeir hæfustu, að því er hermt. Meðal þess sem Eiður Gísli vill gagnrýna er meint kvenfyrirlitning Umhverfisstofnunar en honum er kunnugt um tvær konur sem sóttu um en fengu ekki að fara á námskeiðið. Eiður Gísli hefur verið leiðsögumaður frá árinu 2011. Hann vill meina að lítil innstæða sé fyrir tali þar sem konur eru hvattar til að sækja um. Eiður Gísli er að spá í að skila inn leyfi sínu í sumar sem myndi þýða að svæði 7 fer í hreina og klára vitleysu.aðsend „Nú sóttu tvær konur um og önnur er kona mína sem heitir Bergþóra Valgeirsdóttir. Hin heitir Guðný Gréta Eyþórsdóttir. Báðum synjað á þeim forsendum að þær hefðu ekki næga reynslu eða þekkingu á staðháttum.“ Þetta segir Eiður Gísli ekki fá staðist, Bergþóra hafi veitt fjögur dýr og farið oft með honum til veiða. Og hún hafi starfað í sláturhúsi við fláningu á hreindýrum. Guðný Gréta hafi svo tvívegis unnið Hreindýrahreysti sem er keppni sem haldin er reglulega. Þar hafi hún lagt reynda leiðsögumenn. Hobbímenn að sunnan í staðinn fyrir unga heimamenn Eiður Gísli rekur þetta til þess að þær eru konur, aðrar skýringar haldi ekki. Og honum finnst hreinlega, á tímum jafnréttisbaráttu að þær ættu að vera sjálfkjörnar á námskeiðið. Þá vill Eiður Gísli halda því fram að ekki komist þeir hæfustu að auk þess sem upphaflega hugmyndin hafi verið sú að hreindýraleiðsöguleyfin ættu að auka atvinnustig fyrir austan. Þetta var upphaflega hugsað fyrir bændur. En hann viti um fjölmarga unga heimamenn sem ekki komust inn, svo sem Aðalsteinn Sigurðsson – Alli Tarfur – frá Vaðbrekku. „Ég get staðið fastur á því að ekki voru valdir þeir hæfustu. Grjótharðir menn hafðir úti í kuldanum. Umhverfisstofnun telur sig hafa vit á þessu en tekur handahófskennt inn á námskeiðin, „helgarpabba“ svokallaða, einhverja hobbímenn, sem ekki eru búsettir fyrir austan. Og það fyrsta sem þeir gera þegar þeir koma austur er að hringja í mig og spyrja hvar dýrin séu?“ Stjórnsýsla Hreindýrakjöt Dýr Umhverfismál Skotveiði Vinnumarkaður Tengdar fréttir Hreindýrakvótinn minni en á síðasta ári Heimilt verður að veiða átta hundruð hreindýr á þessu ári, rúmlega hundrað færri en á því síðasta. 19. janúar 2024 10:27 Hreindýraveiðimenn á síðustu stundu að taka skotprófið Jóhann G. Gunnarsson umsjónarmaður hreindýraveiða á starfstöð Umhverfisstofnunar á Egilsstöðum er orðinn órólegur; honum þykir menn heldur seinir að taka tilskilið skotpróf. Það stefnir í óefni. 28. júní 2023 11:38 Færri vilja á hreindýr nú en í fyrra Jóhann G. Gunnarsson umsjónarmaður hreindýraveiða hjá umhverfisstofnun telur að eitt og annað kunni að hafa áhrif á það að umsóknir um hreindýraleyfi eru talsvert færri nú en var í fyrra. 3. mars 2023 13:39 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Innlent Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Sjá meira
Eiður Gísli Guðmundsson hreindýraleiðsögðumaður er ómyrkur í máli þegar við hann er rætt um þessi mál. Svo ósáttur er Eiður Gísli með hvernig staðið er að málum að hann er að spá í að skila inn leyfi sínu í sumar. „Sem þýðir að svæði 7 fer í fokk,“ segir Eiður Gísli en í fyrra fór hann með 70 menn til veiða á því svæði. Tvær færar konur komust ekki inn Eina leiðin til að fá hreindýraleiðsögumannsleyfi er að fara í gegnum téð námskeið sem hefur verið notað til að stemma stigu við ásókn í starfið og hafa skikk á leiðsögumannastóðinu. Nú sóttu 99 manns um að fá að fara á námskeiðið en aðeins þrjátíu eru teknir inn og ekki þeir hæfustu, að því er hermt. Meðal þess sem Eiður Gísli vill gagnrýna er meint kvenfyrirlitning Umhverfisstofnunar en honum er kunnugt um tvær konur sem sóttu um en fengu ekki að fara á námskeiðið. Eiður Gísli hefur verið leiðsögumaður frá árinu 2011. Hann vill meina að lítil innstæða sé fyrir tali þar sem konur eru hvattar til að sækja um. Eiður Gísli er að spá í að skila inn leyfi sínu í sumar sem myndi þýða að svæði 7 fer í hreina og klára vitleysu.aðsend „Nú sóttu tvær konur um og önnur er kona mína sem heitir Bergþóra Valgeirsdóttir. Hin heitir Guðný Gréta Eyþórsdóttir. Báðum synjað á þeim forsendum að þær hefðu ekki næga reynslu eða þekkingu á staðháttum.“ Þetta segir Eiður Gísli ekki fá staðist, Bergþóra hafi veitt fjögur dýr og farið oft með honum til veiða. Og hún hafi starfað í sláturhúsi við fláningu á hreindýrum. Guðný Gréta hafi svo tvívegis unnið Hreindýrahreysti sem er keppni sem haldin er reglulega. Þar hafi hún lagt reynda leiðsögumenn. Hobbímenn að sunnan í staðinn fyrir unga heimamenn Eiður Gísli rekur þetta til þess að þær eru konur, aðrar skýringar haldi ekki. Og honum finnst hreinlega, á tímum jafnréttisbaráttu að þær ættu að vera sjálfkjörnar á námskeiðið. Þá vill Eiður Gísli halda því fram að ekki komist þeir hæfustu að auk þess sem upphaflega hugmyndin hafi verið sú að hreindýraleiðsöguleyfin ættu að auka atvinnustig fyrir austan. Þetta var upphaflega hugsað fyrir bændur. En hann viti um fjölmarga unga heimamenn sem ekki komust inn, svo sem Aðalsteinn Sigurðsson – Alli Tarfur – frá Vaðbrekku. „Ég get staðið fastur á því að ekki voru valdir þeir hæfustu. Grjótharðir menn hafðir úti í kuldanum. Umhverfisstofnun telur sig hafa vit á þessu en tekur handahófskennt inn á námskeiðin, „helgarpabba“ svokallaða, einhverja hobbímenn, sem ekki eru búsettir fyrir austan. Og það fyrsta sem þeir gera þegar þeir koma austur er að hringja í mig og spyrja hvar dýrin séu?“
Stjórnsýsla Hreindýrakjöt Dýr Umhverfismál Skotveiði Vinnumarkaður Tengdar fréttir Hreindýrakvótinn minni en á síðasta ári Heimilt verður að veiða átta hundruð hreindýr á þessu ári, rúmlega hundrað færri en á því síðasta. 19. janúar 2024 10:27 Hreindýraveiðimenn á síðustu stundu að taka skotprófið Jóhann G. Gunnarsson umsjónarmaður hreindýraveiða á starfstöð Umhverfisstofnunar á Egilsstöðum er orðinn órólegur; honum þykir menn heldur seinir að taka tilskilið skotpróf. Það stefnir í óefni. 28. júní 2023 11:38 Færri vilja á hreindýr nú en í fyrra Jóhann G. Gunnarsson umsjónarmaður hreindýraveiða hjá umhverfisstofnun telur að eitt og annað kunni að hafa áhrif á það að umsóknir um hreindýraleyfi eru talsvert færri nú en var í fyrra. 3. mars 2023 13:39 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Innlent Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Sjá meira
Hreindýrakvótinn minni en á síðasta ári Heimilt verður að veiða átta hundruð hreindýr á þessu ári, rúmlega hundrað færri en á því síðasta. 19. janúar 2024 10:27
Hreindýraveiðimenn á síðustu stundu að taka skotprófið Jóhann G. Gunnarsson umsjónarmaður hreindýraveiða á starfstöð Umhverfisstofnunar á Egilsstöðum er orðinn órólegur; honum þykir menn heldur seinir að taka tilskilið skotpróf. Það stefnir í óefni. 28. júní 2023 11:38
Færri vilja á hreindýr nú en í fyrra Jóhann G. Gunnarsson umsjónarmaður hreindýraveiða hjá umhverfisstofnun telur að eitt og annað kunni að hafa áhrif á það að umsóknir um hreindýraleyfi eru talsvert færri nú en var í fyrra. 3. mars 2023 13:39