Innlent

Víðir kominn í veikinda­leyfi

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Víðir Reynisson hefur svo sannarlega verið áberandi vegna starfa sinna undanfarin ár.
Víðir Reynisson hefur svo sannarlega verið áberandi vegna starfa sinna undanfarin ár. Vísir/Steingrímur Dúi

Víðir Reynisson sviðsstjóri Almannavarna er kominn í veikindaleyfi. Þar til hann kemur aftur mun restin af Almannavarnateyminu skipta verkefnum hans á milli sín. 

Hjördís Guðmundsdóttir samskiptastjóri hjá Almannavörnum staðfestir þetta í samtali við Vísi og segir ekki um neitt alvarlegt að ræða. Ekki sé vitað hversu lengi leyfið varir en eins og gengur og gerist sé mikið álag á starfsmönnum Almannavarna. 

Þá hafi langvarandi afleiðingar Covid-19 veirunnar sett strik í reikninginn. „Þannig að það var tekin ákvörðun um að hann færi í hvíld,“ segir Hjördís í samtali við Vísi. 

Hjördís segir mikið hafa gengið á hjá Almannavörnum undanfarin ár og stuttur tími til að hvíla sig inn á milli atburða. Því ættu fréttirnar ekki að koma á óvart. 

„Hann mun koma ferskur til baka,“ segir hún. 

Aðspurð hver taki við störfum Víðis segir Hjördís Almannavarnateymið munu skipta verkefnum hans bróðurlega á milli sín þar til hann mætir aftur til leiks. „Við munum gera allt til að gera hann ekki ómissandi.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×