„Þetta verður erfið vika“ Margrét Björk Jónsdóttir og Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifa 10. febrúar 2024 19:21 Hjördís Guðmundsdóttir er samskiptastjóri Almannavarna. Vísir/Vilhelm Samskiptastjóri Almannavarna segir sviðsmyndina á Suðurnesjum svarta eins og staðan er núna. Heitavatnslaust er á öllum Suðurnesjum og hún segir ljóst að erfið vika blasi við. Heitavatnslaust hefur verið á Suðurnesjum síðan á fimmtudag. Neyðarstig Almannavarna hefur verið virkjað og fólk er hvatt til að halda notkun á rafmagni í lágmarki. Búist er við að heitt vatn komi aftur á eftir viku. Margrét Björk hitti Hjördísi Guðmundsdóttur samskiptastjóra Almannavarna í Kvöldfréttum. „Já eins og kom fram í dag er maður alltaf að tala um þessar sviðsmyndir. Og hún er alveg svört akkúrat eins og staðan er núna. Þannig að við vinnum með hana. Og vinnum með þær upplýsingar sem við fáum, liggur við mínútu frá mínútu. Bæði hvernig viðgerðin gengur og svo hvernig framhaldið verður í kvöld. Skilur að fólk vilji flýja Rafmagn sló út í hluta Keflavíkur í gær um kvöldmatarleytið. Hjördís vonar að fólk átti sig á hverjar aðstæðurnar eru og passi sig á því að nota ekki mikið rafmagn. Borið hefur á því í dag að íbúar Suðurnesja yfirgefi heimili sín vegna ástandsins. Fólk auglýsi eftir sumarbústöðum og húsnæði til leigu. Mælst var til þess á fundinum í dag að fólk yrði heima hjá sér eins og unnt væri. „En við skiljum svo vel að aðstæður fólks eru alls konar. Þannig að fólk verður náttúrlega að meta þetta sjálft og fylgjast með hvernig staðan verður en við höfum fullan skilning á því að aðstæður hjá fólki eru mismunandi,“ segir Hjördís. Fjölmargir íbúar Suðurnesja eru af erlendum uppruna, hafið þið áhyggjur að því að mikilvæg skilaboð komist ekki til skila til þeirra? „Við höfum alltaf áhyggjur af því. Við reynum að gera eins hratt og við getum,“ segir Hjördís og vekur athygli á því að allar helstu upplýsingar um ástandið eru aðgengilegar á ensku og pólsku á vef Almannavarna. Hefur ástandið áhrif á skipulagningu aðgerða í Grindavík eða einbeita viðbragðsaðilar sér að ástandinu á Suðurnesjum núna? „Það er erfitt að segja, auðvitað er viðbragðið komið að ákveðnum þolmörkum. En ég held að við getum svarað þessu þannig að við reynum eins og við getum. Auðvitað er þetta mikið til sama fólkið sem er að vinna vinnuna. En við bara hvetjum fólk til að fylgjast vel með hvað verður en alla vega eins og í dag hófum við aftur þessar aðgerðir, að koma fólki heim til sín í Grindavík.“ Helstu skilaboð Hjördísar til íbúa eru að standa saman í því að halda rafmagninu gangandi. „Þetta verður erfið vika. Það er ekki spurning og það er þannig að þegar maður heyrir vika og maður ætlar að hafa kalt heima hjá sér og manni er kalt þá þarf maður einhvern veginn að finna einhverja leið til þess að komast í gegn um þetta saman. En á endanum tekst það.“ Reykjanesbær Grindavík Vogar Suðurnesjabær Almannavarnir Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Innlent „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ Innlent Fleiri fréttir Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Sjá meira
Heitavatnslaust hefur verið á Suðurnesjum síðan á fimmtudag. Neyðarstig Almannavarna hefur verið virkjað og fólk er hvatt til að halda notkun á rafmagni í lágmarki. Búist er við að heitt vatn komi aftur á eftir viku. Margrét Björk hitti Hjördísi Guðmundsdóttur samskiptastjóra Almannavarna í Kvöldfréttum. „Já eins og kom fram í dag er maður alltaf að tala um þessar sviðsmyndir. Og hún er alveg svört akkúrat eins og staðan er núna. Þannig að við vinnum með hana. Og vinnum með þær upplýsingar sem við fáum, liggur við mínútu frá mínútu. Bæði hvernig viðgerðin gengur og svo hvernig framhaldið verður í kvöld. Skilur að fólk vilji flýja Rafmagn sló út í hluta Keflavíkur í gær um kvöldmatarleytið. Hjördís vonar að fólk átti sig á hverjar aðstæðurnar eru og passi sig á því að nota ekki mikið rafmagn. Borið hefur á því í dag að íbúar Suðurnesja yfirgefi heimili sín vegna ástandsins. Fólk auglýsi eftir sumarbústöðum og húsnæði til leigu. Mælst var til þess á fundinum í dag að fólk yrði heima hjá sér eins og unnt væri. „En við skiljum svo vel að aðstæður fólks eru alls konar. Þannig að fólk verður náttúrlega að meta þetta sjálft og fylgjast með hvernig staðan verður en við höfum fullan skilning á því að aðstæður hjá fólki eru mismunandi,“ segir Hjördís. Fjölmargir íbúar Suðurnesja eru af erlendum uppruna, hafið þið áhyggjur að því að mikilvæg skilaboð komist ekki til skila til þeirra? „Við höfum alltaf áhyggjur af því. Við reynum að gera eins hratt og við getum,“ segir Hjördís og vekur athygli á því að allar helstu upplýsingar um ástandið eru aðgengilegar á ensku og pólsku á vef Almannavarna. Hefur ástandið áhrif á skipulagningu aðgerða í Grindavík eða einbeita viðbragðsaðilar sér að ástandinu á Suðurnesjum núna? „Það er erfitt að segja, auðvitað er viðbragðið komið að ákveðnum þolmörkum. En ég held að við getum svarað þessu þannig að við reynum eins og við getum. Auðvitað er þetta mikið til sama fólkið sem er að vinna vinnuna. En við bara hvetjum fólk til að fylgjast vel með hvað verður en alla vega eins og í dag hófum við aftur þessar aðgerðir, að koma fólki heim til sín í Grindavík.“ Helstu skilaboð Hjördísar til íbúa eru að standa saman í því að halda rafmagninu gangandi. „Þetta verður erfið vika. Það er ekki spurning og það er þannig að þegar maður heyrir vika og maður ætlar að hafa kalt heima hjá sér og manni er kalt þá þarf maður einhvern veginn að finna einhverja leið til þess að komast í gegn um þetta saman. En á endanum tekst það.“
Reykjanesbær Grindavík Vogar Suðurnesjabær Almannavarnir Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Innlent „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ Innlent Fleiri fréttir Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Sjá meira