Handbolti

Haukur og fé­lagar aftur á toppinn eftir öruggan sigur

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Haukur Þrastarson skoraði eitt mark fyrir Kielce í dag.
Haukur Þrastarson skoraði eitt mark fyrir Kielce í dag. Vísir/Getty

Haukur Þrastarson og félagar hans í Kielce eru komnir aftur á topp pólsku úrvalsdeildarinnar í handbolta eftir öruggan ellefu marka útisigur gegn Azoty-Pulawy í dag, 28-39.

Heimamenn í Azoty-Pulawy byrjuðu leikinn betur og náðu tveggja marka forskoti í upphafi leiks. Það var hins vegar í eina skiptið sem heimamenn voru yfir í leiknum og gestirnir í Kielce breyttu stöðunni úr 5-4 í 5-10 með sex mörkum í röð.

Gestirnir náðu mest tíu stiga forskoti í fyrri hálfleik og leiddu með átta mörkum í hálfleik, 13-21.

Haukur og félagar höfðu svo fullkomna stjórn á leiknum í síðari hálfleik og náðu mest 14 marka forskoti í síðari hálfleik og unnu að lokum öruggan ellefu marka sigur, 28-39.

Haukur Þrastarson skoraði eitt mark fyrir Kielce sem situr á toppi deildarinnar með 57 stig eftir 20 leiki, jafn mörg og Wisla Plock sem situr í öðru sæti. Azoty-Pulawy situr hins vegar í fimmta sæti með 34 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×